Vísir - 31.10.1961, Side 2
2
y ísir
Þriðjudagur 31. október 1C31
Hér brosir maðurinn, „sem er mannsins bezti vin“, að dómi Jóhannesar úr Kötlum. En
árin líða og dýrðlingar verða að glæpamönnum. Hér er Stalin staddur á samyrkjubúi
og við hlið meistarans stendur lærisveinninn Krúsév.
Siprður Björnsson söngvari
heldur tónleika.
Sigurður Björnsson söngvari
heldur . tónleika með aðstoð
Guðrúnar Kristinsdóttur píanó-
leikara í Gamla bíó fimmtudag-
inn n.k. kl. 7.15 síðdegis.
Á söngskránni vetður fyrst
og fremst ljóðaflokkurinn „An
die ferne Geliebte“ eftir Beet-
hoven, 3 lög eftir Schubert, aria
eftir Pergolesi, arietta eftir
Caldara, aríur úr óperunumDon
Giovanni eftir Mozart og úr
Eugen Onegin eftir Tchaikov-
sky, og lög eftir Emil Thorodd-
sen, Sigurð Þórðarson og Skúla
Halldórsson.
Eins og margir lesendur Vísis
muna, birtist viðtal við Sigurð,
þegar hann fór síðast utan, í
febrúar sl., og var þar sagt
nokkuð frá glæsilegum söng-
ferli hans. Hann hefir stundað
nám á fimmta ár í Munchen, að
allega notið kennslu hins fræga
söngvara Gerhard Husch, og
þeir meira að s^gja stundum
sungið saman. Sigurður hefur
um nokkur ár hlotið þýzkan
námsstyrk, sem einn efnileg-
asti nemandi tónlistarháskólans
í Múnchen, og enn mun hann
halda þar áfram námi um hríð.
Ham\ hefur dvalizt hér heima
mánaðartíma og m. a. kennt
söng á Akranesi og þjálfað
kirkjukórinn þar, einnig sung-
ið á kirkjutónleikum.
Vafasamt er, að Sigurður
geti endurtekið tónleika sína að
þessu sinni, þar eð hann fer ut-
an næstu daga. Ákveðið er að
hann syngi í sjónvarpið í Júgó-
slavíu á næstunni. Síðast kom
Sigurður Björnsson.
hann fram á tónlistarhátíðinni
miklu í Hollandi, sem þar er
haldin um miðsumar 1 öllum
helztu borgum samtímis.
Aðböngumiðaaala er hafin,
og fást þeir í bókabúðum Lárus-
ar Blöndals á Skólavörðustíg og
Vesturveri, og hjá Sigfúsi Ey-
mundsson í Austurstræti.
John Kilpatrick, forseti sam
taka iðnverkamanna In-
dustrial Workers of Ame-
rican) fannst skotinn til
bana í bíl í Chicago á föstu-
dag í fyrri viku. Líklegast
er að hér sé um hefnd vina
Angelo Inciso að ræða, en
hann var fyrirennari hans
og situr nú í fangelsi fyrir
að stela úr sjóði samtak-
anna, en Kilpatrick kom
upp um hann.
Þannig orti Jóhannes úr Kötlum um „son skóara'ns"
í kvæðinu Dagskipun Stalíns, sem hér birtast nokkur
erindi úr. Þá var Stalín ennþá hinn mikli leiðtogi og
faðir sósíalismans. Hvernig skyldi Jóhannes yrkja um
hann í dag?
Um gullintypptar Kremlarhallir kvöidsins svali fer,
og mansöng einn frá Grúsíu í mildum ómi ber.
Og stjörnuaugu blika skært frá blárri himinsæng,
— þar englabörnin leika sér og yppta hvítum væng.
En inn um gluggann sérðu rólegt andlit vökumanns:
þar situr Jósef Djúgasvili, sonur skóarans.
IH — ArmaiHi 12-11
Miwk.nmótið í hamtknuttleik
3. fl. karla A KR — Þróttur
2—3.
Mfl. karla Þróttur — Vík-
ingur 9—16.
Mfl. karla Ármann — ÍR
11—12.
Mfl. karla KR — Valur 15—6.
Og inn um gjuggann fölir geislar flögra og svífa í dans,
og vefjast eins og heiðursmerki að vörmu brjósti hans.
Og það er eina orðan þar — og enn mun svo um hríð:
hans treyja er óbreytt eins og fjöklans alls, er heyr
sitt stríð.
Því þetta er fólksins hermaður, sem heldur þarna vörð
um hugsjón hinna fátæku, um himin þeirra og jörð.
,/
En þessi hljóði skósmiðssonur þjáðrar jarðar tákn,
sem vegur hér í lófa sínum voðans reginbákn,
hann skelfist ekki eitt andartak — hann skilur sína öld:
hann veit hún sigrar annað kvöld, ef ekki strax í kvöld.
Hann veit, að það sem koma skal, það kemur, góðir
menn,
þótt öllum. heimsins morðingjum sé att gegn því i senn.
Svona grimm er sagan þessum syni skóarans.
— En enginn skal þó æðru sjá i yfirbragði hans:
hann kiprar aðeins hvarmaná í kaklri ró þess stáls,
sem leynir undir sléttum fleti lífi mikils báls. —
Hér öskrar ekki loddari um ofurmannlegt kyn,
— hér brosir aðeins maður, sem er mannsins bezti vin.
Reykjavíkurmótinu í hand-
knaaleik hélt áfram um helgina.
Á laugardagvkvölditi ufðu úr-
slit sem hér segir:
3 fl. karla B Ármann —
Valur 8—5.
2. fl. kv. B Kr — Víkingur
1— 3.
2. fl. kv. C Fram — Ármann
2— 2
2. fl. kv. A Ármann — Fram
7—5.
2. fl. kv. A Valur — KR 1—3.
2. f!. kv. A Þróttur — Vík-
ingur 2—14 s
2. fl, karla A Ármann —
Þróttur 5—7.
f gærkvöldi hélt svo mótinu
j áfram og voru þá leiknir þrír
I leikir í meistaraflokki karla og
einn í 3. flokki.
Leikirnir í meistaraflokki
reyndust nokkuð cjafnir, eins
og við var búizt, utan leikur
Ármanns og ÍR. Eyrirfram var
ÍR talið nokkuð öruggt með
sigur, sérstaklega eftir útreið
þá sem Ármann fékk hjá Fram
um daginn, en þegar til kom
máttu ÍR-ingar kallast heppnir
að sleppa með sigur. Víkingur
og KR sýndu yfirburði yfiy sína
keppinauta. Úrslit urðu:
-fc í sl. viku var framinn enn
einn málverkaþjófnaðurinn.
Stolið var tveimur frægum
málverkum úr safni í Róma-
borg. Annað var málað af
Filippo de Pisis, hitt af
Ottone Roasi.
Skeytasendingar —
Framh. af 1. síðu.
sólgosa. Skeyti hlóðust upp í
símskeytasendingunni hér í
Landsímahúsinu og voru þau
orðin sólarhrings gömul þegar
þau komust ú leiðarenda, þegar
verst var. Það var ekki fyrr en
aðfaranótt sunnudagsins að
hægt var að afgreiða öll sím-
skeyti sem fyrir lágu. Landssím
inn greip til þess ráðs, að setja
aukavaktir til þess að flýta sím-
skeytunum.
Meðal símskeyta sem stór-
töfðust voru fréttaskeyti héðan
m. a. af Öskjugosinu, sem frétta
ritarar erlendra fréttastofnana
og blaða hér hafa sent mikið
um undanfarna daga.