Vísir


Vísir - 31.10.1961, Qupperneq 4

Vísir - 31.10.1961, Qupperneq 4
V í S 1 K Þriðjudagur 31. október 1961 „Hann tík í neíil og hnerraii — þá varð ég hræddur. 66 Þorlákur R. Haldorsen hefir verið að sýna málverk og teikningar í Ásmundar- sal undanfarna daga, og fer nú hver að verða síðastur að skoða þessa sýningu hans, því að henni lýkur í kvöld. Fréttamaður Vísis leit þar inn fyrir helgina og hitti þar fyrir málarann sjálfan, tók hann tali og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. — Það fer enginn í graf- götur með fyrirmyndirnar, sem þú hefur haft, svo að þetta stingur mikið í stúf við myndir flestra annarra ungra manna hér nú til dags. Það er landið milli fjalls og fjöru, gömul hús, bátar við naust, brim á ströndinni. Þá dettur manni í hug þetta margumdeilda hugtak, þjóð- leg list. Má ég spyrja þig: Hvað er þjóðleg list? — Þjóðleg myndlist er í því fólgin að apa ekki eftir útlendingum. — Hvað ýtti þér fyrst af stað með að mála? — Ég veit ekki, hvað á að segja um það. Ég man varla lengra aftur en að ég mátti hvergi vita af litum eða málningu svo að ég sækti ekki í það, viðaði að mér allri þeirri málningu sem unnt var, lét mér nægja, þótt ekki væri nema einn litur, þá málaði ég bara mcð einum lit, en það gerði ég samt að- allega á tunnubotna. Mamma tók aldrei fram fyrir hend- urnar á mér að þessu leyti, þvert á móti. — En hvernig komstu fyrst í kynni við myndlist? — Það mun áreiðanlega hafa verið á heimili Sturlu- bræðra, sem svo voru kallað- ir. Það voru þeir Sturla og Friðrik Jónssynir, sem sem byggðu höllina við Laufásveg. Friðrik var mjög listgefinn og málaði mikið. Auðvitað var þetta stórkost- legt, að sjá allar þessar myndir á einu heimili. ,Eg hafði aldrei séð^ annað eins. Samt var eg hræddur við listamanninn. Eg var ósköp lágur í loftinu. Hann tók nefnilega í nefið og hnerraði samt ferlega, &vo áð eg hrökk í kút í hvert sinn. Ekki veit eg hvort það var til að likjast honum, að eg fór að taka í nefið sjálfur. Því get eg ekki neitað, að í húsi hans átti eg skemmtilegar stund- ir. Friðrik var merkilegur maður. — Fór hann eitthvað að leiðbeina þér í listinni? — Það gerði Ragnar föður bróðir minn fyrstur manna. Hann hafði yndi af myndlist og var þó ekki lærður. Hann sóttist alltaf eftir að fá jóla- blöð frá Noregi; eg man sér- staklega eftir einu, sem hét Juleheig. Eg held líka, að mér hafi ekki þótt vænna um önnur blöð um dagana. Ekki var það þó fyrir sög- urnar eða lesmálið í þeim, heldur myndirnar. Þær voru heldur ekki valdar af verra taginu. Raunar voru þetta eftirprentanir af mörgum beztu verkum norskra lista- manna og annarra þjóða. En af því að eg var svo lítill og fákunnandi en langaði lif- andis ósköp til að búa til svona myndir, þá fór Ragnar frændi að kenna mér að / S 0 f Ein af teikningum Þorláks, Byggðarendi á horni Frakkastígs og Skúlagötu. búi, klæddi Ragnar frændi mig. — Hvenær sástu fyrst mál- verkasýningu? — Það var hjá Finni Jóns- syni. Og bátarnir í myndum hans heilluðu mig, sjórinn, draga til stafs í listinni, hann teiknaði fyrh;.,KÚgtoog.,benti mér á, hvernig svonaimy’ndir yrðu til. Hann gerði allt til að vísa mér veg og hélt yfir mér hendi. Á atvinnuleysis- árunum, þegar pabbi hafði ekki vinnu og þröngt var í Þorlákur R. Haldorsen við eina af myndum sínum á sýningunni. brimið. Eg stóð orðlaus fyrir framan þessar myndir. — Hvaða útlendir málar- ar eru þér helzt að skapi? — Eg veit ekki hvað skal segja. Eg hefi alltaf verið hrifinn af Césanne, enda þótt mér finnist hann ekki hafa kunnað að teikna. En það eru hins vegar litirnir í myndum hans. Svo er það hinn ' makalausi meistari Rembrandt. Hvað eg finn hjá honum? Ja, ætli það sé ekki hinn dularfulli blær, sem yfir verkum hans hvílir, sem heillar mann mest. — Þú hefir líka gefið þig eitthvað við músík. Er það 'ekki býsna sjaldgæft, að menn skipta sér þannig milli listgreina? — Heldur vil eg nú gera lítið úr afskiptum mínum af músík. Eg get ekki neitað því, að eg hefi tekið þátt í samsöng nokkur ár. Hefi verið í Þjóðleikhúsinu mikið til frá byr^jun. Úr því eg byrjaði þar kom auðvitað ekki til mála að hætta á með- an dr. Urbantschits stjórnaði kórnum. Hann var svo ein- stakur maður og músíkant. Hann blés lífi í allt, sem hann kom nálægt. Við misst- um mikið, þegar hann féll frá. Já,, eg hefi náttúrlega ætíð haft gaman af að gaula með, þó að hitt væri vissu- lega skemmtilegra, að heyra aðra syngja. Hverjir íslenzk- ir mér þykja skemmtileg- astir? Þeir eru nokkrir góð- ir. Einkennilegt fannst mér um Pétur Á. Jónsson, sem eg sá ekki einu sinni fyrr en frægðarferill hans var á enda. Eg heyrði 'hann einu sinni syngja, það var á þjóð- hátíð. Og eg féll í stafi yfir því, hvað maðurinn þetta roskinn gat sungið sig upp. Hann komst í geysilega stemmningu. Eg hugsaði, sá hefir einhvern tíma getað látið ljós sitt skína. — Þú hefir ekki stundað nám erlendis. Ætlarðu að fara utan? — Að mér heilum og lif- andi, þegar eg fæ nokkur tök á því. Mig langar til Nbregs. Eg held hann sé gott land fyrir myndlist og hollur þeim, sem við hana fást. Hvaða norskan myndlistar- mann ég dái mest? Æi, ég veit það ekki. Þeir eiga stór- menni á þessu sviði. Allur heimurinn þekkir nú Munch. Eg hlakka ekki síður til að kynnast fleiri verkum eftir Christian Krogh. Það hefir nú aldeilis sópað að þeim manni. Það snerist allt um hann, þegar hann var og hét, og eg held það hafi ekki verið ,'að ástæðulaus. — Al- veg á sama hátt og eg dáð- ist að jólablöðunum forð- um daga, þar sem þess- ir norsku útgefendur voru svo rausnarlegir og nærgætnir að prenta þessi listaverk í blöðunum fjTÍr þá, sem ekki áttu kost á að sjá þau annars staðar, þá hlýtur að vera gott að heim- sækjá þetta land. ,V.,.VAV.V.VJ,/AW.VA,AV.VAV.V.V.V/A,AV.V.VAV.,.,.V.,.V.,.V.V.V.V, V.V.W.W.V SI-SLÉTT POPLIN (NO-IRON) MINEKVRc/í*-*** STRAUNING ÓÞÖRF rAVAV.VV.V.VAV%V.V>V«V.V.,.V.V.V.V.V.V.Vi%VMV«V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.Vi".V.V.,.V.V.V.‘, .é.fj/'t 4*. ‘a '«-iSÁ/ J/Jj v \ l■a.W■8B......I ,".V»

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.