Vísir - 31.10.1961, Page 9

Vísir - 31.10.1961, Page 9
Þriðjudagur 31. október 1961 V í S 1 R 9 Geir Hallgrímsson, bórgatstjóri, við laxveiðar í Elliðaánum, Laxveiðin í sutnar. Laxveiðin í sumar. J^axveiðitímanum lauk hinn 20. sept. sl. þar sem lengst var haldið út fram á haustið. Sums staðar var veiði hætt 31. ágúst, annars staðar 10. sept. o. s. frv eftir því hve- nær hún hófst, en lögum samkvæmt má hvergi veiða lax lengur en 3 mánuði, á tímabilinu frá 20. maí til 20. september. Heildartölur um veiðina eru ekki fyrir hendi ennþá. Veiðibækur hafa ekki borizt frá öllum ám, og Veiðimála- stofnuninni hefir ekki nema að litlu leyti unnizt tími tii að vinna úr þeim gögnum, sem henni hafa þegar borizt. Samkvæmt þeim athugun- um, sem gerðar hafa verið, kemur í Ijós, að heildarveið- in muni hafa orðið vel í með- allagi um það er lauk. Þótt vatn væri lítið í mörgum ám sunnanlan,ds og vestan, var laxgengd yfirleitt í góðu meðallagj og sums stað- ar meiri. Víða glæddist veið- in mjög mikið í ágústmán- uði, t. d. í Norðurá í Borgar- firði, ánum í Húnavatnsýslu og Dölum vestur. Um ein- stakar ár er þetta helzt að segja: Elliðaárnar. prá því að Stangaveiðifélag Reykjavíkur fékk árnar á leigu, 1939, eða í 22 ár, hef- ir veiðin aldrei verið eins léleg þar og nú, að árinu 1945 undanteknu. Þá var hún að- eins minni en nú. Ekki er þetta því að kenna, að lax- gengd í árnar væri lítil í sumar. Alls munu hafa geng- ið í þær um 4000 laxar. Or- sökin er vatnsleysið. Gamlir menn segjast skki muna eft- ir ánum eins litlum og þær voru í sumar. Gegnum laxa- teljarann við rafstöðina gengu um 2900 laxar, en sára lítið af þeim veiddist. Fisk- urinn safnaðist fyrir í lón- um ofan við girðinguna neð- an við Árbæjarflóðið og gekk ekki upp. Þykir sýnt, að næsta vor verði að gera einhverjar ráðstafanir til þess að þetta komi ekki fyr- ir aftur, enda telja ýmsir að hægt sé að koma i veg fyrir það með því að leggja girð- inguna öðruvísi en gert hefir verið í fyrra og núna. Veiðin í ánum var 743 laxar, en meðalveiðin frá 1939—1960 var um 1150 laxar á sumri. Laxá í Kjós. Þar veiddust nú um 1130 laxar, og er þetta næst bezta árið síðap Stangaveiðifélag Reykjavíkur fékk ána árið 1946. Það var altítt í sumar, að veiðimenn í Laxá kvört- uðu sáran yfir því, hve lax- inn tæki illa, en lokatalan sýnir, að hann hefir stundum haft góða lyst, þótt vatnið væri oft lítið og veiðiskil- yrðin því ekki sem bezt. Þess er og að geta, að megin- ið af veiðinni er af neðsta svæði árinnar. Bugða. í Bugðu veiddust 140 lax- ar. Hún var sein til að þessu sinni og líklega er meirj hlut veiðinnar í ágústmánuði. Miðað við meðaltal síðustu 12 ára á undan, sem var um 140 laxar á sumri, hefir áin því skilað nákvæmlega með- aðveiði í. ár. 1 Meðalfellsvatn. í vatninu veiddust að þessu sinni 35 laxar, og þykir veiðimönnum sumum þáð lítið; en ef athugað er hvað þar hefir veiðzt af laxi und- anfarin 12—15 ár, kemur í ljós, að meðal-ársveiðin er ekki nema rúmir 40 laxar. Hæst hefir veiðin komizt upp í 90 laxa og lægst niður i 9. Um silungsveiðina liggja ekki fyrir skýrslur ennþá. en hún virðist fara minnkandi ár frá ári. Laxá í Leirársveit Þar hefir veiði farið vax- andi svo'að segja árlega sið ustu 10 árin. í sumar veidd ust þar að sögn um 750 lax- ar, og er það mesta veiði, sem vitað er um að komið hafi upp úr ánni síðan farið var að veiða þar á stöng. Er þarna vafalaust að koma fram árangurinn af þeirri góðu meðferð, sem áin sætti um langt árabil — og von- andi að hún haldist. Norðurá í Borgarfirði. f Norðurá veiddust í sum- ar um 1000 laxar á því svæði árinnar, sem Stangaveiðifé- lag Reykjavíkur hefir til umráða, en auk þess munu hafa veiðzt á svonefndu Stekkjarsvæði um 150 laxar. Segja má að Norðurá hafi farið stöðugt batnandi síðari árin, og er þetta þriðja bezta veiðisumarið í ánni síðan Stangaveiðifélag Reykjavík- fékk ána á leigu 1946. Þverá í Borgarfirði. Veiðin i Þverá varð að þessu sinni sú mesta, sem sögur fara af, a. m. k. síð- asta aldarfjórðunginn. Þar veiddust 1548 laxar. Árið 1960 veiddust 1147 laxar og þótti afbragðs gott. Fram að þeim tíma var 700—900 lax- ar talin góð veiði. Magnús Andrésson stór- 'oupmaður sem veitt hefur i Þverá milli 20 og 30 sumur og fylgzt þar vel með öllum breytingum, telur að hin aukna laxgengd í ána stafi af lengingu friðunartímans í Hvítá, en samkvæmt nýju veiðilöggjöfinni frá 1957 er skylt að taka netin upp í 84 klst. á viku 1 stað 60 áður. Þá mun það einnig hafa á- hrif á laxgöngur upp í Þver- á, að netaveiði hefur nú ver- ið hætt á Brennusvæðinu svonefnda, sem er rétt fyrir neðan ármótin Þverár og Hvítár. Laxinn í ánni var nú með jafn vænsta móti, miðað við mörg undanfarin ár, óvenju- lega mikið af 14—18 punda fiski, en hins vegar bar lít- ið áf laxi yfir 20 pund. Dala-árnar. Nákvæmar fregnir hafa ekki borist um veiði í Dala- ánum, en þó er vitað að hún var góð æði í Haukadalsá ®g Laxá. Sú síðarnefnda var sein til eins og oft áður, vegna vatnsleysis í júlí, en í ágústmánuði var þar ágæt veiði. í Haukadalsá veiddust um 730, í Laxá 750 laxar, í Fá- skrúð 325 og Flekkudalsá 100. Miðfiarðará. Hún er ein af þeim ám, sem farið hafa batnandi ár frá ári upp á síðkastið. Fyrir rúmum 20 árum var hún orðin laxlaus vegna rán- yrkju, en ^>á tók áhugasamur ræktunarmaður úr hópi stangveiðimanna hana á leigu og ræktaði hana upp. Árangurinn af starfi hans og hóflegri veiði á stöng síðan er sá, að á árunum 1952— 1958 var meðalveiðin 865 laxar, og síðustu 3 árin, 1959—1961 er hún um 1780 laxar. f sumar veiddust þar um 1950 laxar og er það mesta veiði þar sem sögur fara af. Víðidalsá. Þar var veiði fremur treg framan af sumri, en batnaði mjög þegar á leið og varð alls 1228 laxar. Er það met- veiði a. m. k. um langt ára- bil. Það er eftirtektarvert að mjög mikil laxgengd og mikil veiði að sama skapi var í öllum ám í Húnavatns- sýslum þetta . sumar, nema ef til vill Blöndu og Svartá, en þaðan hefur blaðið engar fréttir fengið. Laxá á Ásum. Líklega má segja að þessi a sé í sérflokki, bæði hvað laxgengd snertir og hvað laxinn í henni tekur vel. í sumar sló hún þó öll sín fyrri met, því að nú veidd- ust þar hvorki meira né minna en 1250 laxar. Má það heita furðulegt í þessari litlu á, og að sögn kunnugra var nóg eftir, svo að engin hætta er á að stofninum stafi hætta af þessarj miklu veiði. Laxá í Aðaldal. Veiðin í Laxá var treg lengi framan af. Laxinn gekk seint og fram undir miðjan júlí voru aðeins smá- - göngur, sem lítið fékkst úr. En þegar kom' fram á sum- arið 'fór veiðin að glæðast og mun oft hafa verið góð eftir 20. júlí og fram eftir ágúst. Alls er talið að veiðzt hafi um 1200 laxar, og er það of- an við meðallag. Öruggar skýrslur eru ekki fyrir hendi, enda er áin nú leigð tveim aðilum og því erfiðara að fá þær upplýsingar sem þarf. En í Laxamýrarlandi, Hólmavaði og þeim svæðum veiðarinnar, sem Laxárfélag- ið hefur á leigu veiddust um 900 laxar, og um 300 á hin- um svæðunum, eftir því sem næst verður komist. Meðalþyngd mun vera um 8 pund að þessu sinni, og er það með al lægsta móti, enda var óvenjulega mikið af smálaxi í ánni í sumar og hann kom miklu fyrr en áð- ur. Hins vegar mun mjög lítið hafa gerígið af 14—18 punda stærðinni og aðeins örfáir laxar yfir 20 pund veiddust. Sá stærsti var 25 pund. ^Wiisársvæðið. Netaveiði á Ölfusársvæð- inu og í Hvítá mun hafa ver- ið mjög góð í sumar, enda rekin af miklu kappi sem Framh. á 5. síðu itio um oxL

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.