Tölvumál - 01.02.1981, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.02.1981, Blaðsíða 5
'tölvumál 5 í júlímánuði s.l. var gámaeftirlit félagsins tölvuvætt til að bæta upp- lýsingastreymi um staðsetningu og ástand gáma í notkun hjá félaginu. Með aukinni gámanotkun varð örðugra að hafa jafnan filtækar upp- lýsingar um staðsetningu, nýtingu og ástand gámaflotans. Það tók um hálft ár að byggja upp tölvukerfið, en það er talsvert um- fangsmikið þar sem taka þarf tillittil mismunandi uþþlýsingaþarfa um hinar mörgu tegundir gáma sem í notkun eru hjá félaginu. Áður hafði gámaeftirlitskerfið verið handunnið en þaðvarorðiðof umgangsmikiðer gámar félagsins voru orðnir yfir 2000. Fréttaþréfið sþurði Hilmar Guð- mundsson, viðskiptafræðing, sem starfar í skrifstofu vöruafgreiðslu- stjóra, hvernig þetta nýja kerfi hefði reynst. ,,Ágætlega. Við skiljum nú naum- ast hvernig unnt var að komast af án þess. Og eftiraðviðfengum hingað í deildina tölvuskjá, sem tengdur er við aðaltölvuna, varð allt eftirlit, stjórnun og skráning auðveldara fyrir okkur." Aðsþurður um gámana sagði Hilmar að félagið notaði nú um 3000 gáma af ýmsum gerðum. Um 60% þeirra eru í eigu félagsins. Mest er um 20 feta gáma. Þá eru einnig í notkun 8 og 10 feta gámar, hálf- gámar og fletir, með eða án gafla. Auk þess er félagið með í notkun talsvert á annað hundrað 20 og 40 feta frystigáma. Miklir fjármunir liggja í gámaeign félagsins. Gott eftirlit með viðgerð- um og viðhaldi er því nauðsynlegt. Valdimar Svavarsson hefur verið sérstaklega ráðinn til að hafa eftirlit með öllum frystigámum. Einnig hefur verið ráðinn sérstakur gáma- verkstjóri í Sundahöfn, Ólafur Ólafs- son. Hann á að fylgjast með þeim gámum sem þangaðkomaogsjáum dreifingu þeirra. Við spurðum Hilmar um notkun á tölvuskjám. Hann sagði: ,,Þetta nýja tæki mun auðvelda okkur alla yfirsýn. Samstundis máfá upplýsingar úr tölvunni um það hvar gámar okkar eru, t.d. hve margir frystigámar eru nú á leið til landsins eða frá, hvers konar gámar eru í hverju skiþi, hve margir og hvers Ekjuskipiö nýja, EYRARFOSS, á Viöeyjarsundi. Grein sú, sem hér fer á eftir, birtist í frétta- bréfi Eimskips, 4. árg., 4. tbl. í desember 1980. Birt með góðfúslegu leyfi Eimskips. Hilmar Guðmundsson og Guðrún Birgisdóttir viö tölvuskjáinn. konar gámar eru á Akureyri eða í Portsmouth, svo dæmi séu tekin. Nú er miklu auðveldara en áður að gera sér grein fyrir því hvort hyggilegt er að breyta tegundum gáma með því að kaupa, leigja eða selja gáma, breyta um stærðir eða gerðir og tryggja með því örugga og góða nýtingu gámaflotans. Þannig er unnt aðfásvörviðflestum spurning- um, sem upp koma, varðandi ástand, notkun og nýtingu gámanna." EIMSKIP Fréttabréf Gámar á tölvuskjá

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.