Tölvumál - 01.04.1982, Page 3

Tölvumál - 01.04.1982, Page 3
TÖLVUMÁL 3 Sigvard Jönsson var yfirkerfisfræóingur og deildarstjori gagnavinnslu hjá Mölnlycke AB i tólf ár og síðan framkvæmdastjóri þjón- ustufyrirtækis i gagnavinnslu. Frá 1981 hefur hann rekið eigið ráðgjafarfyrirtæki, INFORESMA AB. Information Resource Management (IRM) IRM - skipulögð tengsl milli mismunandi sviða, svo sem gagnavinnslu, sjálfvirkni á skrifstofum og boðmiðlunar, sameina gögn, texta, myndir og hljóð, upplýsingar sem auðlind, kerfisstjórnun og viðskiptamarkmið, greining upplýsinga og heildarstarfsemi fyrirtækisins, áhrif á skipulag. Sven Jacobsson hefur síðan 1973 starfað hjá einu helsta vátryggingafélagi Sviþjóðar, Lánsförsákringsbolagen AB, en áður hafói hann starfað hjá IBM. DP User Education Sú staðreynd að gagnavinnsla færist sifellt meira yfir i tölvur leiðir af sér að fleiri og fleiri starfsmenn þurfa i auknum mæli að meta þá möguleika, sem tölvuvinnsla býður upp á. Þetta þýðir að viða er orðin rik þörf á fullkominni kennsludagskrá i stofnunum og fyrirtækjum, ef menn vilja njóta þess besta, sem þróunin býður upp á, og verða samkeppnishæfir. Henning Jensen, forstöóumaöur tölvuvinnslu hjá Dönsku sparisjóðunum og hinu sameigin- lega kritarkortafyrirtæki dönsku bankanna (PKK A/S). Hann hefur sautján ára starfs- reynslu á sviði gagnavinnslu, sem ráðgjafi og forstöðumaður. Better Productivity in DP department Framleiðni er lykilorð fyrir þá, sem stjórna gagnavinnslu. Vinnslukostnaður hefur farið lækkandi á seinni árum. Á hinn bóginn hefur hönnunarkostnaður nýrra vinnslukerfa og kostnaóur við við- hald þeirra hækkaó. Stjórnandinn veróur að hafa opin augu fyrir öllum leiöum, sem leitt geta til aukinnar framleiðni. Rætt veróur um aóferóir til að auka framleiðni vió kerfis- hönnun, forritun og i gagnavinnslu.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.