Tölvumál - 01.04.1982, Qupperneq 12

Tölvumál - 01.04.1982, Qupperneq 12
12 TÖLVUMÁL ÞETTA ER ALLT HÆGT, EN HVERNIG SKÍRTEINI VANTAR ÞIG? Segulrák fyrir tölvulestur. Hægt er að fá skráð á rákina með 4000 örsteða krafti, sem er 10 sinnum meiri kraftur en notað er á venju- legum skírteinum. Ofan á rákina er svo hægt að fá límda teflon húð til frekari verndar. Ólíkt venjulegum skírteinum er ekki hægt að eyði- leggja eða breyta segulrákinni með venjulegum segli. Þessi eiginleiki eykur mjög öryggi skrán- ingar og lesturs. Breytilegar upplýsingar. Laus miði, sem skrifað er á í ritvél eða skrifaður út úr tölvu á samhangandi pappírstrimil. Þessi lausi miði getur verið fyrir upplýsingar eins og nafn, heimili, nafnnúmer, síma og eiginhandar undir- skrift eða annað sem henta þykir. ® Sér skráningar. Á kortin er hægt að setja hvern þann lestrarmöguleika sem tölva getur lesið, þar með talið lita skráning, infrarauð skráning og upphleypta stafi. Skorið úr ffyrir mynd. Hægt er að skera úr skírteininusvomyndfalli vel ískírteinið. Hægter að skeraúr fyrir hvaða myndastærð sem er, hvort sem myndin ertekin með þinni vél eða sérstakri fjögurra linsu myndavél sem við getum útvegað. Útbúa má skírteinið á staðnum, óþarfi að senda það eitthvað út í bæ í lokafrágang. Ófalsanlegt merki. Merki fyrirtækis eða skóla má prenta innan á ysta lag skírteinisins, annað hvort í lit eða sem einskonar vatnsmerki. Þetta gerir skírteinin einstök og alveg örugg. The DataCode™ System A Division of Graphic Laminating, Inc. Nota má Bar koda, OCR eða Wiegand merki. Auk hinnar öruggu segulrákar má setja Bar koda, OCR eða Wiegand víra skráningu á sama skír- teinið. Engu að síður helst yfirborð kortsins slétt svo auðvelt er að lesa af því. © Gataspjöld. Hægt er að gata spjöldin sam- kvæmt Hollerith gatakerfinu til lestrar í tölvu. Oryggisprentun í bakgrunn. Hægt er að prenta ákveðið munstur í bakgrunn skírteinisins t.d. merki fyrirtækis til að koma algerlega í veg fyrir fölsun. ® Hönnun skírteina. í Data Code kerfinu er hægt að búa til alls konar örugg skírteini fyrir fyrirtæki, stofnanir, skóla og félagasamtök. Leitaðu upplýsinga, við aðstoðum við hönnun skírteina sem henta þínum þörfum, skírteini eins og þú vilt hafa þau. Þú gefur okkur upp þær upplýsingar sem þurfa að vera á skírteininu. Mynd eða án myndar, segulrák, göt, upplýsingamiða eða annað sem þér hentar. Síðan setjum við Polyester plast beggja megin og hitum allt saman upp í 150°C. Kortið verður slétt og glansandi að utan en miðarnir innan í límast við plastið og allt saman verður gegnum heilt og ómögulegt að opna aftur, þó einhver feginn vildi. Einföld, örugg og ódýr skólaskírteini. Þú getur sleppt öllum vangaveltum um tölvur og fengið aðeins Polyester umslagið í þeirri stærð sem þér hentar, sett í það lausan miða með nafni, mynd og stimpli skólans, brætt þetta saman á staðnum og haft tilbúið til notkunar strax. Einkaumboð á íslandi □ÍSKORT Sími 22680

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.