Tölvumál - 01.04.1982, Qupperneq 13

Tölvumál - 01.04.1982, Qupperneq 13
TÖLVUMÁL 13 FORSTJÓRASKIPTI HJÁ IBM Ottó A. Michelsen lét af störfum forstjóra IBM á íslandi hinn 31. mars síðastliðinn. Hann starfar þó áfram hjá fyrirtækinu, sem ráðgjafi um sérstök málefni. Nýr forstjóri IBM er Gunnar Hansson. Hann er viðskipta- fræðingur og hefur verið starfsmaður IBM síðan 1969. Á þeim tima hefur hann starfað bæði i Danmörku og í aðal- stöövum IBM, Evrópudeild, í Paris. Ottó A. Michelsem er einn af frumkvöólum vélrænnar gagna- vinnslu á Islandi. Hann nam skriftvélavirkjun í Þýskalandi og starfaði þar vió þá iðn, m.a. öll stríðsárin. Hann stofnaði eigið skriftvélaverkstæði i Reykjavik, Skrifstofu- vélar, árið 1946. Árið 1949 gerðist hann umboðsmaður IBM og annaðist viðgerðir fyrstu gagnavinnsluvélanna, sem Hag- stofa islands fékk þaó ár hingaó til lands. Þegar fyrir- tækið IBM á islandi var stofnaó árió 1967, gerðist Ottó forstjóri þess og þvi starfi gegndi hann til 31. mars s.l., eins og áður segir. Ottó var einn af stofnendum Skýrslutæknifélagsins árió 1968 og hefur alla tið siðan sýnt starfi þess mikinn áhuga og meó ýmsum hætti veitt félaginu virkan stuðning. Um leið og þetta er þakkað, vill félagið á þessum timamótum, flytja honum, og hinum nýja forstjóra IBM, Gunnari Hanssyni, bestu árnaðaróskir. ÚR BÓKAHILLUNNI Borist hafa eftirtalin gögn og eru þau i vörslu ritara, Óttars Kjartanssonar, i sima 86144: 1 Gögn frá Den Norske Dataforening: 1.1 Námskeiðsgögn: Dataoverfþring i telefonnettet. 27.-29. april 19 82, i Jelþya. 1.2 Seminar á vegum DND, Faggruppene: De nye operativ systemene CP/M - MP/M - UNIX. Haldið i Geilo Hotel, dagana 26. og 27. apríl 1982. 1.3 Ráðstefna: Hva med sikkerheden? Dagskrá og inn- ritunareyðublað. Haldin í Osló 29. april 1982. 1.4 De Norske datadager. Raóstefna 4. og 5. mai 1982. Dagskrá og innritunargögn. Staður: Molde. 1.5 Integrating Personal Computers in big Installations and Office Automation. Námstefna í einn dag, haldin i Molde 3. mai 1982, daginn fyrir "De Norske Datadager". 2 Stjórnunarfréttir, 2. og 3. tbl. 19 82. Útgefandi: Stjórnunarfélag Islands. ITÍ-fréttir, 4. árg., 1. tbl. mars 1982. Útgefandi: Iðntæknistofnun islands. 3

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.