Tölvumál - 01.01.1983, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.01.1983, Blaðsíða 5
5 við tölvuvinnslu. Skýrslutæknifélagió mun aðallega annast undir- búning ráóstef nunnar og er d'r. Oddur Benediktsson, prófessor í tölvunarfræóum við Hl, formaður undirbúningsnefndar. Upplýsingavika Upplýsingavika um tölvumál er ráðgerð dagana 14.-20. nóvember. Þá viku veróa öll skýrslutæknifélögin samtímis meó kynningar- dagskrár í fjölmiðlum, fundahöld, sýningar og fleira í þeim dúr og er markmiðið að vekja athygli á og kynna tölvutæknina fyrir almenningi. Stefnt er að því að halda þessu áfram á hverju ári. Jón Erlendsson, forstöðumaóur Upplýsingaþjónustu rannsóknarráðs, er formaður undirbúningsnefndar að upplýsingavikunni hér. Alþjóðlegt fjarskiptaár Sameinuðu þjóóirnar hafa útnefnt árið 1983 The World Communications Year, þ.e. Alþjóóafjarskiptaár. Að nokkru leyti er tekið mið af því í sambandi vió upplýsingavikuna. Sameinuðu þjóóirnar skora á stofnanir sínar og rikisstjórnir aðildarlandanna aó leggja sitt af mörkum til að áriö megi heppnast sem best, eins og fram kemur i skýrslu efnahags- og félagsmálaráðs SÞ frá þessu ári. Blaðaútgáfa I tengslum við NDU er útgáfuhlutafélag, eign þeirra s.kýrslutækni- félaga, sem fyrir voru i NDU, þ.e. annarra en Skýrslutæknifélags íslands. Við erum þvi ekki beinir aðilar að útgáfunni, þótt við höfum sama aógang að áskrift og aórir félagar i NDU. Hluta- félagiö hefur gefió út blöðin DATA, timarit, sem hefur komió út 10 sinnum á ári, og DATA-NYTT, sem er i dagblaöaformi, út- gefið u.þ.b. 25 sinnum á ári. Félagsmönnum Skýrslutæknifélagsins hefur verið gefinn kostur á áskrift að þessum blöóum og hafa margið notfært sér það. NÚ hefur verió ákveðið aó sameina bæói blöðin og er þaó kynnt x 20. tölublaði DATA-NYTT, þann 20. nóvember s.l. Þar segir Erik Bruhn, framkvæmdastjóri NDU og ábyrgðarmaóur útgáfunnar m.a., aö frá og meó 1. janúar 1983 veröi i staðinn gefið út eitt timarit tvisvar i mánuói. Þvi er ætlað aó flytja stuttar fréttir

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.