Tölvumál - 01.04.1983, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.04.1983, Blaðsíða 3
3 ENDURSKOÐUN TÖLVUKERFA Skýrslutæknifélag Islands og Stjórnunarfélag Islands standa sameiginlega fyrir námskeiði um endurskoðun tölvukerfa og verður það haldið í Armúla 36, 3. hæð, 6. maí nk. kl. 08:30 - 19:00. Námskeið um sama efni var haldið hér 1979 og 1981. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Kevin R. Batchelor forstöðumaður áætlunardeildar Alexander Grant & Co. í Bandaríkjunum. 1 upphafi námskeiðsins verður gerð grein fyrir ýmsum grundvallarhugtökum á sviði tölvufræða og endurskoðunar. Fjallað verður um áhrif tölvukerfis á bókhald fyrirtækja, að hverju er stefnt með endurskoðun tölvukerfa og hver sé ávinningur af slíkri endurskoðun. Gerð verður grein fyrir hvernig endurskoðun tölvukerfa er almennt hagað og hverjir eigi að framkvæma hana. Þá verður farið yfir raundæmi um endurskoðun tölvukerfis. Námskeiðið er ætlað starfsmönnum tölvufyrirtækja og tölvudeilda og ennfremur löggiltum endurskoðendum og innri endurskoðendum. Laugardaginn 7. maí mun hr. Batchelor vera reiðubúinn að sitja fund með einstökum fyritækjum og ræða þar sérmál og veita ráðgjöf. öskum um slíka fundi þarf að koma til skrifstofu Skýrslutæknifélagsins eða framkvæmdastjóra Stjórnunarfélagsins. Þátttaka tilkynnist til Skýrslutæknifélagsins í síma 82500 eða Stjórnunarfélagsins í síma 82930.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.