Vísir - 23.12.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 23.12.1961, Blaðsíða 1
ÍX-jvXj : \ ■ : •X'X-'íx:;”: V VISIR 51. arg. Laugardagur 23. desember 1961. — 295. tbl. á á, ocjnu 9 miKmn a Sd fögnuður, sem jólin flytja, er ekki frá mönnum, heldur frá himni. Sendiboð- ar himnanna fluttu þennan boðskap til fátækra fjár- hirða. Og barnið í jötunni, sem var og er miðdepill jólaatburðanna, var ímynd og endurskin guðlegs kær- leika á himni. Þótt jólin séu nú orðin mikil verzlunar- og við- skiptahátíð, hefur ekki, sem betur fer, verið hægt að slita þau tengsl, sem jólin hafa við himininn. Þegar æsisprettur viðskiptanna er á enda og fólk reikar ör- magna inn í mark hátíðar- innar, þái berast ómar klukknanna út yfir víða ver- öld, minnandi á þann frið og fögnuð, sem ekki er jarð- neskrar, heldur himneskr- ar ættar. Mannkyn, sem sligað er af þeim byrðum, er það hefur sjálft á sig lagt, kemst ekki hjá því að heyra og hlusta: Séra ^JJnótján Uólertáion. „Dýrð sé Guði i upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþókn- un á.“ Þetta er sá unaðssöngur, sem aldrei þver, þrátt fyrir allt. Óhlutvandir menn höfðu gert musterið helga i Jerúsalem, sem átti að vera bænahús, að ræningjabæli. Þrátt fyrir þann frið, sem Kristur vildi láta eftir hjá öllum þeim, er á hann trúa, höfum vér gert þennan heim að friðvana heimi. Það má benda á vígbúnað og Iielsprengjur. Sýnilega og ósýnilega múra er hvarvetna að finna i þessari veröld valdastreitu og hjartaharð- úðar. Þessar staðreyndir eru ekki iil að auka á bjart- sýni, fögnuð og frið. Menn spyrja í ótta: Hvers meg- um vér vænta af framtíðinni, eða megum vér vænla einhverrar framtíðar yfirleitt? Þó er það ekki ófriðar- og eyðingarhættan ein, sem skapar mönnum friðleysi. Það er líka tómið í sálunum, hin andlega örbyrgð, liugsjónafátæktin, sem þessu veldur. „Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði,“ var eitt sinn sagt. En í baráttunni um brauðið og verald- argæðin hættir mönnum við að gleyma sínu andlega eðli. Þcss vegna erum vér friðlaus kynslóð i friðvana Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.