Vísir - 23.12.1961, Side 5

Vísir - 23.12.1961, Side 5
Laugardagur 23. desember 1961 V f S I R 5 V UV- s C,(kL) jóil Farsœlt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er 'að liða. mEVFILL Frönsku karlmannaskórnir vinsælu komnir aftur. Karlmanna inniskór ódýrir. Skóverzlun PÉTURS ANDRÉSSONAR Framnesveg 2, Laugaveg 17. Jólahugleiðingar — heimi. Meira að segja jólunum hafa menn gjörl æsi- umbúðir. Samt eru jólin eiui mesti friðflgljandinn í lífi-voru. Þá væri allri gæfu glatað, ef vér ættum þau ekki. Jólin koma oss til að nema staðar í kapplilaupinu og ysinum. Þótt dimmt sé yfir mannheimi nú, ber biriu til vor frá hinni helgu stjörnu. „Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós.“ Kliður klukknanna ber oss liimnesk boð, óm frá hin- um eilífa gleðisöng englanna. Við oss, sem skortir bæði fögnuð og frið, segja jólin enn í dag: „Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð.“ Þarna er oss boðin liin mikla jólagjöf. Gæfa vor öll og framtíð er undir því komin að mannkynið kunni að nota sér þessa gjöf. Sá friður, sem jólin geta veitt, er miklu meiri en værðarfull stemning og afslöppun. Hinn sanni friður er friður Krists í oss, friður þeirrar vilundar að oss ber að vera hans samverkamenn til alls þess sem rétt er, fagurt og satt. Sú bæn, sem oss öllum er nauðsynlegust á þ'cssum jólum, er: Gef oss, faðir, frið á jörðu, og lát þann frið Iiefjast í Iijörtum vorum. Fögnuð þess friðar gela jólin flutt oss, ef vér opn- um hús vors Iijarta. Megi svo verða i Jesii nafni. KRISTJÁN RÓBERTSSON. Framlög til námsmanna og listamanna hækka. Námsstyrkir til íslenzkra námsmanna svo og lista- manna munu væntanlega hækka allverulega frá því sem lagt var til í fjárlaga- frumvarpinu. Fyrir nokkru lagði fjárveit- inganefndin fram breytingar- tillögu sem gerir ráð fyrir að námsstyrkir hækki um 775 þús. frá því sem er í fjái> lagafrumvarpinu, og verður heildarupphæðin þá 8 millj. og 53 þús kr. Sagði Kjartan J. Jóhanns- son form. nefndarinnar, að hækkunin væri í samræmi við lög um lánasjóð náms- manna, sem sett voru í fyrra. Þá er og lagt til, að styrkir til skálda, rithöfunda, og listamanna hækki upp í 1.550.000 kr. eða um 290 þús. kr. frá fjárlagafrumvarpinu. íslenzk litahók. „Rikki fer til Nor'ð'urIanda“ heitir alíslenzk litabók, ætluð ungu kynslóðinni, þ. e. börnum á aldrinum 4—11 ára, eða svo Iengi sem krakkar liafa yndi af að teikna og fást við liti. Annars hefir þessi lita og ó- dýra barnabók annað og meira gildi en vera aðeins til dundurs fyrir börn, hér er urn leið kennslubók, án þess að krakkarnir geri sér þess grein. Og þannig ættu kennslubækur að vera, að fróðleikurinn síast inn í meðvitund þeirra, um leið og efnið heillar hugann. „Rikki“ fræðist í þessari ferð sinni um Norðurlöndin, fyrst og fremst um atvinnuhætti þeirra og önnur höfuðeinkenni, stærð landanna og íbúafjölda, þeirra, fána þeirra o. fl. Bókin er á allan hátt hin heppilegasta til litunar og vel við hæfi barna. Virðist fullkomin ástæða til að nota innlenda framleiðslu þar sem hún stendur þeirra er- lendu ekki á sporði, og þó öllu betur eins og hér er gert. Það er teiknistofan Tígull, sem gefur þetta kver út, en ís- lenzk-erlenda verzlunarfélagið sér um dreifingu á því. Um jólin verða næturverðir í apótekum bæjarins eins og hér segir: í Reykjavíkur Apó- teki á aðfangadag. Á jóladag Vesturbæjar Apótek, annan í jólum Austurbæjar Apótek, og á þx-iðja í jólum Reykjavíkur Apótek og síðan út vikima. VWWWVVV.V.". Gjafabók Almenna bókafélagsins Eins og undanfarin ár sendir AB öllum þeim félagsmönnum sínum, sem keypt hafa 6 eða fleiri AB bækur á árinu, vandaða bók í jólagjöf. — Gjafabókin í ár er Sögur Þórhalls biskups í útgáfu Tómasar Guðmundssonar skálds. — Þetta eru stuttar þjóðlegar sögur, sem bregða upp skýrúm myndum af ýmsum þeim mönnum, sem hæst bar á sínum tíma og orðið hafa þjóðinni minnisstæðir. Forsetafrú Dóra Þórhalllsdóttir skrifar í bókarlok merka grein um Þórhall biskup Bjarnason, föður sinn. Jóhann Bi’iem listmálari hefur myndskreytt bókina. — Sögur Þórhalls biskups verða ekki til sölu fremur en fyrri gjafabækur AB. Atmenna bókafélagið av/wwwvw*v. .•AW/AVbVA%V.“.W/.-AVAV.V.V^.WA%W^WU THELMA SÝNIR í DAG MODELSKART GRIPI HJÁ HALLbORI, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 2 Ar Trúlofunarhringar samdægurs IIALLDÓ R Skólavörðustíg 2 (wvwwwwwwwwwwwuwuwvwwwwwvuwvl

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.