Vísir - 23.12.1961, Page 6
6
V í S I R
Laugardagur 23. desember 1961
/ 1 ■" ^
ÚTGEFANDI: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR
Rltstjórar: Horsteinn Pálsson, Gunnar G Schram.
AðstoSarritst|órl: Axel Thorsteinsson. Fréttastjár-
ar: Sverrir oórðarson, Þorsteinn 6 Thorarensen.
Ritstjárnarskrifstofur: Laugavegí 27. Auglýsingar
og afgreiðsla: Ingálfsstrœti 3. Áskriftargjald er
kránur 45,00 n mánuði — t lausasolu kránur
3,00 eintakið Slml 1 lááO (5 linur). — Félags.
prentsmiðjan h.f Steindársprent h.f. Edda h.f.
Hátíð gengur í garð.
Á morgun gengur í garð mesta KátíS kristinna
manna, hátíS friSarins og ljóssins. Þá minnast kristnir
menn þess hvarvetna um heim, aS þeim var endur
fyrir löngu frelsari fæddur. Menn halda ekki aSeins
jól í þeim hluta heims, þar sem frelsiS ríkir, heldur
og í þeim löndum, þar sem mönnum eru raunverulega
skömmtuS trúarbrögSin eins og hvaS annaS. Og þar
hafa jólin jafnvel dýpri og innilegri merkingu, því aS
þegar á móti blæs og aS kreppir, leitar maSurinn aS
jafnaSi á náSir trúarinnar og fær þar oftast þá huggun
og fró, sem honum er svo nauSsynleg í erfiSri og
miskunnarlausri lífsbaráttu.
Þess var getiS einhvern tíma á stríSsárunum, aS
Stalin spurSi samherja sína, hversu mörgum hersveit-
um páfinn réSi yfir. MeS þessum ummælum ætlaSi
hann aS auSsýna lítilsvirSingu sína á því afli í heimin-
um, sem birtist mönnum, ekki sem fallbyssur, skriS-
drekar eSa önnur slík morStól. En fávíslega var spurt,
því aS engir ættu aS vita betur um styrk hins kristna
manns en einmitt foringjar kommúnista, sem hafa ekki
getaS útmáS trúna úr hjörtum þeirra hundraSa milljóna,
er þeir ráSa yfir, þótt þeir telji sig geta boSiS þaS, sem
betra er en bænalestur og sálmasöngur — og hafa
boSiS slíkt áratugum saman.
OrStakiS segir, aS trúin geti flutt fjöll, og þaS er
hverju orSi sannara, þótt ekki geri hún þaS í bók-
staflegum skilningi. En maSur sem trúir á málstaS
sinn, getur afrekaS þaS, sem kalla má ómögulegt, og
meS guSstrúna til aS stySja viS bak sitt, hafa þjóSimar
unniS mörg sínum glæsilegustu afrekum. Islendingar
yljuSu sér löngum viS lestur fomra hetjusagna, en þaS
var ekki síSur trúin á guSlega forsjá, sem gerSi þeim
fært aS tóra þegar allskyns hörmungar dundu yfir, svo
aS ekkert virtist bíSa nema dauSinn, ef þjóSinni væri
þá ekki bjargaS meS því aS setja hana niSur á Jót-
landsheiSum.
En hvernig er þessum málum komiS hér á landi í
dag. Segja má, aS viS Islendingar búum viS allsnægtir,
og þaS er harla gott, en viS megum ekki láta þær glepja
okkur sýn, svo aS viS gleymum því, sem sagt var forS-
um, aS maSurinn liíir ekki á einum saman brauSi. Ef
þjóSin glatar trúnni, glatar hún hluta af sálu sinni, sem
engin veraldleg gæSi geta komiS í staSinn fyrir. ÞaS
mættu menn gjarnan hugleiSa um þessar mundir, þeg-
ar jólin eru sífellt aS taka á sig meiri mynd kauptíSar,
þar sem aSeins er hirt um ytra borSiS, en hinu síSur
sinnt, sem inni fyrir er.
Megi þessi jól vekja menn til umhugsunar um þetta.
Að öðrum barnabókum ó-
löstuðum, sem koma fyrir
þessi jól, munu fáar vera
meiri aufúsugestur en Siskó
á flækingi eftir Estrid Ott.
Það er óþarfi að kynna
efni þessarar sögu, því hún
er góðkunningi barna, ung-
linga og jafnvel fullorðinna
um land allt síðan þýðand-
inn, Pétur Sumarliðason
kennari las hana sem fram-
haldssögu í barnatíma Rík-
isútvarpsins. Þeim, sem ekki
kunna skil á sögunni, skal
það eitt sagt, að hún segir
skemmtilega og snilldarlega
frá 7 ára portúgölskum
dreng, sem á hvergi höfði
að að halla. Hann hefir
heyrt getið um prest, sem
stofnaði heimili fyrir mun-
aðarlausa drengi, og nú
leggur Siskó land undir fót
að leita prestinn uppi. Est-
rid Ott er einn vinsælasti
barnabókarhöfundur í Dan-
mörk, og kunnugir telja
Siskó beztu bók hennar,
sem er trúlegt, því að Siskó
líður seint úr minni.
íslenzku útgáfuna hefir
Oddur Björnss. myndskreytt
mjög skemmtilega, eins og
meðfylgjandi mynd sýnir, og
útgefandinn, Prentsmiðja
Jóns Helgasonar, hefir vand-
að til alls frágangs.
Bækur Heimskringlu
Bókaútgáfan Heimskringla í
Reykjavík hefur gefið út sjö
bækur á þessu ári og má óefað
telja bók Björn Th. Björnssonar
listfræðings aðal-jólabókina,
enda viðamcst þeirra og
skemmtilegast útgefin.
Bók Björns heitir „Á íslend-
ingaslóðum í Kaupmannahöfn",
allstórt rit, myndum prýtt og
útgáfan á allan hátt sérkennileg.
Bók þessi er ekki aðeins vel
skrifuð bók út frá fagurfræði-
legu sjónarmiði heldur og stór-
fróðleg, um merka landa
sem þar hafa dvalið og starfað.
Þingvellir eftir Björn Þor-
steinsson sagnfræðing er líka
Góðar
jólagjafir
Kvenkápur
Poplinkápur
Peysufatakápur
Kvensloppar
Kvenpeysur
Slæður í úrvali
og margt fl.
Kápu op Dömukú5in
Laugavegi 46.
bók sem margir munu hugsa sér
til jólagjafa, enda eina raun-
verulega myndabókin af ís-
lenzku landslagi sem komið hef-
ur út á árinu.
í henni eru um fimmtíu
heilsíðuljósmyndir, sem Þor-
steinn Jósepsson blaðamaður
hefur tekið, auk nokkurra lit-
prentaðra ljósmynda. Þess má
geta að bókin hefur komið út
með dönskum, enskum og þýzk-
um texta og er því tilvalin
tækifærisgjöf til vina og kunn-
ingja í öðrum löndum.
. Bréf úr myrkri heitir bók eft-
ir Skúla Guðjónsson bónda á
Ströndum norður, mann sem
missti sjón á miðjum aldri. Seg-
ir Skúli í formála fyrir bókinni
að hann vonist til að bók þessi
verði nokkurskonar leiðarvísir
fyrir sjáandi fólk í umgengni
við blinda menn, auk þess sem
hún yrði blindum nokkurt vega-
nesi, uppörvun og hvatning í
lífsbaráttunni. Hefur Skúli frá
mörgu að segja, er hispurslaus
í skoðunum og dregur á þær
enga dul.
Eftir Brynjólf Bjarnas. kemur
bókin Vitund og verund, fjórar
ritgerðir sem fjalla fýrst og
fremst um samband vitundar og
hlutveruleika. Þessar ritgerðir
eru að verulegu leyti samhljóða
erindafl., 'sem Brynj. flutti í
útvarpið á sínum tíma og ó-
þarft er að lýsa hér frekar.
Heimskringla gaf á árinu út
tvær Ijóðabækur. Önnur þeirra
er eftir byrjanda, Guðberg
Bergsson, en eftir hann kom
samtímis út skáldsaga, „Músin
sem læðist“, en þá sögu gefur
Bókaverzlun Sigf. Eymundsson-
ar út. Hin ljóðabókin er eftir
Hannes skáld Sigfússon og er
þriðja Ijóðabók hans. Hún heitir
„Sprek á eldinn“ og er Ijóð sem
Hannes hefur ort siðustu árin.
Hið umdeilda rit, Heimsvalda^
stefnan eftir Lenin, rekur svo
lestina.
16 m.m. fílmuleiga {
Teiknimyndir, gamanmynd-
ir með Chaplin, Gög og
Gokke o. fl.
Kvikmyndaviðgerðir og
ljósmyndavörur.
Ljósmyndavélar og skugga-
myndavélar á nýja verðinu
SELJUM ÓDÝRT
jólaskraut.
Nýjar teiknimyndir komnar.
Nýkomið flugmódel.
Filmur og vélar j:
■ Freyjugötu 15. ?