Vísir - 23.12.1961, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. desember 1961
V f S I R
7
Björn Sigfiísson, háskóla-
bókavörður, ritar uan
fslenzkar
eins og verk og útgáfa á því
væri ofurefli á írlandi og
miklu stærri þjóðir mundu
kikna undir útgáfunni nú,
þótt ekki væri nefnd nema
sú sök ein, að þær ættu of-
fáa lesendur. Hér eru þjóð-
Björn Sigfússon: íslenzk-
ar þjóðsögur og ævin-
týri. Safnað hefur Jón
Árnason. Ný útgáfa,
Reykjavík '1954—61. 6
bindi. Árni Böðvarsson og
Bjarni Vilhjálmsson önn-
uðust útgáfuna. Bókaút-
gáfan Þjóðsaga. Prentsm.
Hólar.
þjóðsögur voru draumar
landsins, og myndun
þeirra er eignuð þjóðinni
allri. — Þjóðsögur J. Á., 1.
bindi komu fyrst á prent
fyrir 99 árum. „Vor hólmi er
snauður, og hart er um
brauð“, sögðu menn í lok 19.
aldar, eins og rétt var, og „þú
minnkar bráðum sjálfur, og
þá er allt við hæfi.“ Enga
öld hafa íslendingar dregizt
eins hratt aftur úr grann-
þjóðum sínum og hina 19.
og voru ekki blindir fyrir
því meini sjálfir. Enga sök
áttu bókmenntir þeirra á
bágbornum framleiðsluhátt-
um og verzlunaráþján, en
hugfró, sem hafa mátti úr
lestri fornsagna og þjóð-
sagna, mun oft hafa forðað
ungum sem gömlum frá að
láta hugfallast. Á tveimur
útkjálkum lands voru menn-
ingaröflin nógu fábreytt til
þess, að ekki verður um
villzt, að einurð og við-
reisnarkjarkur nærðist mest-
an hluta aldar fyrst og
fremst á íslendingasögum,
löggjöf Jónsbókar og öðru
þjóðlegu efni. Á eg við vest-
firzku kynslóðina, sem gerði
Jón Sigurðsson úr garði og
studdi ævilangt, og við ögn
yngri samherja þeirra þar,
sem nú er Norðurlandskjör-
dæmi eystra. Enn gera sum-
ir menn orð á því, að fólk af
þessum slóðum temji sér,
þegar í aðra landshluta kem-
ur, að láta aldrei sjást á sér
minnimáttarkennd.
„Skarphéðinn og postulinn
Páll eru mínir menn,“ sagði
alþýðufólk, og báðir vcru í
framasta lagi. Gifta var, að
liðsmenn Jóns Árnasonar við
þjóðsagnasöfnun hvarvetna á
landinu, 1845—88, höfðu
ekki glatað tryggð við hinar
lítilsmetnu alþýðusagnir,
sem fullt var af, né gerzt svo
óframir innan um evrópskar
menntir, að þeir þyrðu ekki
að láta þær komast á bók
fyrir tilverknað Jóns og
ganga þar sjálfir til dyra
eins og þeir voru klæddir.
Á efstu árum Jóns fór raun-
sæisstefna Verðandimanna
að greiða fyrir skilningi á
því, að slíkar heimildir sem
þessar um alþýðumenning
vora þyrftu að birtast og
þær yrðu að birtast úrfell-
ingalaust og án mennta-
mannaslípunar. Síðan hefir
aldrei fallið niður söfnun
þjóðsagna og alþýðufræða á
íslandi.
í augum fræðimanna víða
•um heim er því athygli veitt,
að þessu 6 b. þjóðsagnasafni,
þéttletruðu, þykku og vönd-
uðu, skuli hafa verið bjarg-
sögur enn jafnkærar æsku
og elli, þótt fólk á fyrri hluta
starfsaldurs noti að vonum
tóm sitt meir til annars.
Álfabyggðir og útilegu-
manna gerðu land og þjóð
stærri. —
gg taldi þjóðscgur áðan til
helztu aflgjafanna á 19.
öld í fásinni vestan lands og
á Norðausturlandi, nema
víðar væri. Af þessu eimdi
fram á æskudaga mína
nyrðra. Til þess að gera ekki
of margort, læt eg nægja að
færa fram sum rökin, sem
að því hníga, og tilnefni að-
eins þrjár tegundir þjóð-
sagnaefnis: sögur af álfum,
útilegumönnum og þeim
galdramönnum, sem lærðast-
ir voru á guðsorð og kölska.
virtist ofþröngt og löngu
fullnumið, og hjá þjóð, sem
yfirvöld kúguðu. Byggðir
útilegumanna voru nýlendur
frjálsra manna, líkt og þær
sem Ameríkufara dreymdi
um löngu síðar, og þar gat
sakafólk byrjað nýtt líf.
Skiljanlegt þótti, að útilegu-
menn ættu í baráttu gegn
öðrum landsmönnum og
væru yfirleitt afburðamenn
að hreysti. í öðru lagi varð
trúin á þessar byggðir til að
stækka og ummynda land-
fræðilegt skyn manna á
ættland sitt. Menn deildu að
vísu um, hvar útilegubyggð-
ir lægju. í leynidölum í sér-
hverjum meiriháttar jökli
var hugsuð byggð, einkum
ef rauk þar úr hverum. Að
öðru leyti voru byggðir þess-
ar staðfærðar 550—700 m
yfir sjó og einkum frá Fiski-
vötnum að Vatnajökli og í
Ódáðahrauni og þaðan austur
fyrir Jöklu. Þessar afréttir
eru fjarstar sjó á íslandi, og
hafa verið þar gróðurvinjar
mun meiri í fornöld en menn
hafa viljað trúa síðustu 100
árip. Minningar um blásin
haglendi virðast mér fléttað-
ar inn í sumar útilegusagnir,
en skal ekki rekja hér. Fá
héruð töldu sig hafa verið
gersamlega án útilegumanna.
og ævintyri.
Hafsteinn Guðmundsson.
prentsmiðjustjóri Hóla.
að í bækur fyrir 100 árum,
aðeins örfáar af smáþjóðun-
um geta státað af svo vænu
safni fyrir 1890. Þegar þeir
handleika bindi eftir bindi
og renna að lokum augum
yfir fylking 5300 manna-
nafna og 4700 staðanafna,
sem þar koma við þjóðsög-
urnar á 24 þúsund stöðum
samanlagt, eins og skrá í 6.
bindi sýnir, verður þeim
sumum að spyrja í ókunn-
ugleik, hvort ekki sé lygi, að
fslendingar séu færri en
milljón. Prófessor Delargy
í Dublin hefir varið til þess
ævi sinni að safna írskum
þjóðfræðum, sem vanrækt
var að safna af alþýðuvör-
um fyrr en 19. öld var löngu
liðin. Árangur hans var
kraftaverki líkastur, sé við
nútímahnignun írskra sveita
og allar aðstæður miðað. En
hann hafði orð á því, þegar
hann sótti í haust til háskóla-
afmælis í Reykjavík og at-
hugaði nýju útgáfuna á verki
Jóns Árnasonar, að annað
Álfatrú þurfti engra bók-
mennta við til að lifa fullu
fjöri. Ótti við álfa var fátíð-
ari en vihátta við þá. Það
eyddi einangrunarkennd og
þótti „skemmtilegt að heyra
um allt það líf, sem er í hóí-
um og steinum og klettum.
.... Börnin leika sér við
álfabörnin, smalarnir heyra
strokkhljóð í hverjum hóli og
holti og stórum steini; á vet-
urna, þegar þoka er úti og
myrkur og kafald, þá stendur
álfhóll á stólpum, allt er upp-
ljómað, og dans og leikir og
allskonar skemmtun glymur;
álfakaupskipið leggur að
landi þar og þar og hefir
nógan varning. — En hvað
maður er nú nærri því að
eignast nokkuð af þessum
álfaauði!“ — Þessum orðum
ræddi Jón Sigurðsson 1866
um álfasögur, og svo mjög
sem þær virðast hafa dýpkað
ísland í jörð niður í æsku-
skynjun hans og margfaldað
jafnframt íbúatölu þess upp
fyrir það, sem manntöl
sögðu, svo mjög trúi eg því,
að hjátrúartegund þessi hafi
verið þjóðinni ómissandi
hugarfrjóvgun og styrkur
um margar aldir.
Útilegumenn hafa aldrei
verið hugsaðir eins mann-
margir, og efinn um tilveru
þeirra var meiri. En tvennt
hafði djúp áhrif í landi, sem
Þótt megnið af þessari þjóð-
sögutegund sé tilbúningur
frá rótum, en hráefnið raun-
ar landlægt frá þjóðveldis-
öld, þegar fjöldi skógar-
manna lék lausum hala um
byggð og óbyggð, verður
skynmynd sú, • sem þjóðin
eignaðist af sjálfri sér í
basli 17. og 18. aldar, aldrei
sýnd í fullri stærð, nema
ímynduðum byggðum og
ímynduðu frjálsu fólki
þeirra sé við snauðan raun-
veruleikann bætt.
H|eðan hvítir menn voru á
þessum öldum að nema
víð lönd um álfur, hlutu
vaknandi heimalönd þeirra
engu minni aflvaka af trúnni
á ímynduð lönd, sem vinna
mætti og eflast á, heldur en
af gróða, sem í reyndinni
fékkst af nýnumdum lönd-
um. íslendingar fóru á mis
við hvern eyri af landafunda
gróða og misstu smám
saman helming afrétta sinna
í sand. En hver veit, hvaða
sárabót þeir hafa samtímis
hlotið af lygasögum sínum
um huldar hálendisbyggðir
með frelsi nóg og haglendi
nóg fyrir lagðprúðar hjarðir
Áradalssauða? — Þeim
fannst nokkurt landnám
hugsanlegt.
Hvað sem má um háskann
af sjálfsblekkingum segja,
kann sú hvöt. sem í þeim
leitar framrásar, að vera
heilbrigð og fær um að skapa
síðar eitthvað staðbetra, Það
var fyrst um 1960, sem
áburður og landgræðslu-
þekking tók að vísa íslend-
ingum raunhæfa leið næstu
aldir til sauðfjárhaga, sem
ræktaðir munu verða ná-
lægt hverju hreysi Fjalla-
Eyvindar og nafnlausra fyr-
irrennara hans. Jöklarýrnun
20. aldar og tæknin við
gufuboranir boða nýja öld á
hálendi. Sjáum við reyki
stíga úr hveradal nokkrum,
þótt við jökulsporð sé, þykir
sú gufa jafngilda ávísun á
framtiðariðjuver í sagnauðg-
um skjólbrekkum Áradals og
Jökulkróks, og er okkur ó-
hætt að meta þá draumstaði
þjóðsagna dýrar en jafnvel
helgustu sandhóla Júdeu-
auðna, sem ísrael hyggzt nú
græða og láta fólk lifa á
sökum þess, að Abraham eða
Davíð konungur slógu þar
forðum tjöldum með bú-
smala sinn. Fyrirheitna land-
ið er ekki þess vegna bezt
allra, að gæði séu þar
auðgripnust, en dýrir fornir
draumar geta eigi rætzt
nema þar.
Frá því í heiðni höfðu
verið tengsl milli fjölkyngi
og skáldkunnáttu og fjöl-
kynngi og smíðahugvits.
JJjálpsemi helgra manna við
dýrkendur sína náði ekki
svo langt, að hún yki þeim
tækni. Lengi voru því tækni-
framfarir tortryggðar um að
vera af djöfuls völdum,
nema auðskildar væru. Fyr-
ir ,,galdrameisturum“ var
lotning borin ' hverju landi,
og ofsóknir á galdrabrehnu-
öld gerðu aðeins um tíma
nokkrar breytingar á því.
íslenzk tiltrú til göldróttra
klerka var svo rótgróin, að
menn vændu þá sjaldan um
að vinna illt með fjölkyng-
in»i, heldur gerðu úr þeim
hetjur í baráttu við kölska
og hvers kyns óvættir. „Hetj-
unum láta af hendi rakna
hrós fyrir það sem öðrum
banna.“ Og kölski var að
því leyti fremstur í þessum
hetjuhópi, að honum var
leikur að framkvæma allt,
sem 20. öld lætur vélar
vinna fyrir sig. Nýja hug-
takið sjálfvirkni eða
,,automatión“ lýsir allná-
kvæmt vinnubrögðum hans
hjá Eiríki presti í Vogsósum,
Hálfdani í Felli. Straum-
fjarðar-Höllu og Sæmundi
í Odda. Annan þráð þróunar
frá gjaldrahnýsni til kjarn-
orkufræða hefur Einar Bene-
diktsson bent okkur á í
kvæðinu Svarti skóli, sem
annars varðar mjög díalekt-
ísk'a heimspeki. Hvort sem
nútímaipenn skilja meistara
Framh. á 3. síðu.