Vísir - 23.12.1961, Qupperneq 11

Vísir - 23.12.1961, Qupperneq 11
VISIR ii Laugardagur 23. des. 1961 arlegt: Hún hafði ekki heyrt nein merki þess, að þeim hefði orðið sundurorða! í Kannske var þessu þannig varið, að þeir höfðu alls ekki talast við. Pamell hafði geng- ið beint inn í stofuna, forhert- ur glæpamaðurinn, og . . . ja, það var ekki nema augna- þliks verk að fremja morðið. Það var meira að segja hugs- anlegt að Morgan hefði blundað þegar Pamell kom inn og læddist aftan að hon- um. 1 rauninni skipti það litlu máli, að Susan hafði ekki séð hann fara inn í stofuna. Widd stóð upp. — Hafið þér orðið nokkurs vísari, Jim? sagði Collard og fór til hans. — Það er nú lítið, er ég hræddur um, sagði Widd. — Ofurlítið af þornaðri mold og nokkur grasstrá. — Gras? — Já, lítið þér á, sagði Widd og rétti fram höndina. Þar var ofurlítill moldarkögg ull, ekki stærri en nögl, og 3 —4 hálfvisin strá. Þetta gat ef til vill verið þýðingarlaust, en samt þótti Widd rétt að hirða það, því að hann hafði ekki búist við að finna þetta þama á stofugólfinu. Hann fór út í hornið aftur. Bilið milli gólfábreiðunnar og veggsins var á að gizka tólf þumlungar, og á spegilfögru eikargólfinu mátti sjá far eft- ir skóhæl. Það var helzt að sjá, að sól- inn hefði verið á sjálfri á- breiðunni, en aðeins hællinn á eikargólfinu. Og það hafði 35 verið aur á skónum. — Er nokkuð að sjá á á- breiðunni? — Nei, ekki annað en of- urlítinn forarblett. — Takið þér þetta og setj- ið það í öskju, sagði Collard. — Það er hugsanlegt að við getum haft gagn af því seinna. — Fingraför Pamells eru hér um allt húsið, sagði Widd við Collard fulltrúa. — Á glösum, borðum, stólbríkum. Sömu fingraförin og í gisti- húsherberginu hans. Það eru tvímælalaust hans fingraför. — Og í eldhúsinu? — Líka þar. — Nokkuð annað athug- unarvert ? — Ekki held ég það. — Við þyrftum helzt að finna hnífinn, sagði Collard og hnyklaði brúnirnar. Pamell hefur vafalaust farið með hann og fleygt hon um frá sér við fyrstu hent- ugleika. v — Sennilega. Við verðum að láta leita á götunum og helzt í görðunum kringum húsin líka. Það er líklega eng- inn- leikur, með alla þessa for- vitnu nágranna. Þeir geta ver ið erfiðir. — Já, krakkar og mæður með barnavagna eru verst. sagði Widd. — Ég hef aldrei skilið hvers vegna ungar mæð ur eru svo áhugasamar um morðmál. Og svo er afar þreytandi náungi hérna hin- um megin við götuna, sem heitir Harrison. Hann segist hafa aðvarað Susan King, af því að hann sá ókunnan mann vera að snuðra kringum hús- ið. Og hann varð hræddur er hann uppgötvaði að hún hýsti ókunnugan karlmann. Hann sá manninn, og það er enginn vafi á að það hefur verið Parnell. Svo að það er helzt að sjá að hann hafi far- ið beina leið hingað frá Hotel Regal... Meðan Widd var að tala hafði hann stungið möld- arklessunni og stráunum í tóman eldspýtustokk, sem hann lokaði með límbandi. — Ég vorkenni ungfrú King mest. . sagði hann. — Ekki Morgan? — Ég hafði í rauninni ekki mikla trú á þessum Morgan. Það var eitthvað bogið við hann. Og hann hefur líklega tekið alla þessa peninga úr bankanum til að láta Parnell hafa þá. — Sennilega. — Pamell hefur verið ofsa hræddur þegar hann fór héð- an, — annars hefði hann tek- ið peningana með sér, sagði Widd. — Tvö hundruð pund er talsverð fjárupphæð. — Hann hefur kannske ver ið hræddur um að við gætum rekið slóð hans með því að leita seðlana uppi, sagði Col- lard og hnyklaði brúnirnar. — Það er óhugsandi að hann þekki fólk í London, — ef svo væri hefði hann ekki farið hingað í gær. Og hvað getur hann gert af sér? Hann er ó- kunnugur í Englandi og mál- færið mundi undir eins koma upp um hann. Það er engin OLAUMBÆR Annar í fólum Allir salir opnir — dansað til kl. 1 á þrem hæðum FRANSKUR JÚLAMATUR matreiddur af frönskum matreiðslumeistara ' framreiddur kl. 19—23. MENU CONSOMME PERLE de NOEL (KJÖTSEIÐI PORTO) O CROUTE d’HOMARD (HUMAR 1 BRAUÐKÆNU) eða TERRINE de CANETON (ANDARLIFUR) eða SAUMON A LA PARISIENNE (KALDUR LAX t MAYONNAISE) O SURPRISE DU CHEF (LEYNDARMÁL MEISTARA PIERRE) O CANARD RAYMOND OLIVER POMMES DAUPHINE JARDINERE DES LEGUMES (OFNSTEIKT ÖND RAYMOND OLIVER) 'k'ix BUCHE DE NOEL (FRÖNSKJÓLATERTA) CAFE ET PETITS FOURS (KAFFI OG PETITS FOURS) Þeir, sem óska eftir að borða franska jólamatinn 2. jóladag, gjöri svo vel að láta vita tímanlega. Borðapantanir í síma 2-2643. GLAUMBÆR FRlKIRKJUVEGI 7 G O S / jólasaga barna nna ONCfe MOKE, AS CHKISTMAS NEARS.SANTA IS AIRBORNE WITH HIS PUPPET PASSENSERS ... AND HIS GIFTS FOR. THE WORUD... am&hks TO ALL Ofv Sx'i'*"*“."'v' ' v... , DLitributtd by Klng Ftature« Syndlette, — Álfkonan kom til mín í draumi og sagði mér frá Ölliun litlu brúðunum, sem langar svo að komast lieim til sín ... — Svo að ég byrjaði fcrða- lagið einum degi fyrr en vant cr. Þá get ég komið þeim helm t'd sín. — Við erum að fara heim. — Við erum aö fara heim. Og enn einu sinni er jóla- sveinninn þotinn upp í ioftið með allar litlu brúðurnar og jólagjafirnar handa börnunum í öllum heiminum. — Svo óskum við ykkur Iijartaniega gieðilegra jóla, börnin góð. Bless. leið til að hann komist und- an. Og af sögu ungfrú King má ráða, að hann hefði gjarn- an viljað vera hér áfram ... Jæja, hvað sem öðru líður verðum við að hefja leitina að hnífnum. Hann fór út. Enn stóð hóp- ur af fólki á götunni og blaða.í mennirnir voru önnum kafnirj við að safna fréttum. — Ég skal gera það sem| ég get fyrir ykkur, sagði Col- lard og gekk að bílnum sín- um. Lögregluþjónn opnaði dyrnar fyrir honum og hann settist inn. Maður flýtti sér yfir götuna. Mjór maður, sem rétti beinamiklar hendiynar að framrúðunni á bílnum eins og hann vildi afstýra því að hann færi af stað. — Afsaki* þér en eruð það

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.