Vísir - 23.12.1961, Blaðsíða 12

Vísir - 23.12.1961, Blaðsíða 12
VÍSIR Það mun taka 5 kl.st. að lesa jólakveðjur til sjómanna. Á annan í jólum verður frumsýning á Skugga- Sveini í Þjóðleikhúsinu, en sem kunnugt er eru nú liðin eitthundrað ár frá því að leikurinn var fyrst sýndur. Þetta leikrit hefur orðið allra leikrita vinsælast hér á landi og má segja að það sé fyrir löngu orðið sígilt. Ekki er að efa að leikhús- gestir eiga enn eftir að skemmta sér vel við að horfa á þessa gömlu kunningja á leiksviðinu. Leilcstjóri er Klemenz Jónsson, en Carl Billich stjórnar hljómsveitinni. Mörgum nýum lögum hefur verið bætt við og eru þau samin af Karli Runólfssyni. Aðalhlutverkin eru leikin af Jóni Sigurbjörnssyni, Ævari Kvaran, Árna Tryggvasyni, Nínu Sveinsdóttur, Haraldi Björnssyni, Snæbjörgu Snæ- bjarnardóttur, Bessa Bjarna- syni ó. fl. Myndin er af Ævar Kvar- an og Haraldi Björnssyni í lilutverkum sínum. Takmarkaður að- gangur að messu. Föstudagur 22. desember 1961 ./ VÍSIR er 32 síður í dag — prentað- ur í þrennu lagi. f aukablöðun- um eru m. a. dóma um nokkrar bækur á jólamarkaðinum. — Vísir kemur næst út á 3ja í jólum, 27. desember. f SUMAR er leið tóku lögin um orlof húsmæðra gildi og tók þá til starfa hér í bænum Orlofsnefnd reykvískra hús- mæðra er hafði með höndum framkvæmd laganna, en á grundvelli þeirra tóku 45 hús- mæður sér orlof og fóru aust- ur að Laugarvatni og dvöldust í hinu berta yfirlæti í 10 daga. Þesum konum þótti sem þær stæðu í þakklætisskuld við nefndina, og efndu þær til baz- RÖÐ af bílum hefir staðið niðri í Austurstræti undanfarið og eru það happdrættisbílar, sem draga á um nú í dag, og í einu. í bílunum eru seldir happdrættismiðar og er fokheld íbúð aðalvinningurinn. Sölumenn fullyrtu í gær, að ekki kæmi til mála að drætti yrði frestað. Þar stóðu VW- bílar sem Styrktarfélag vangef- inna lætur draga um í kvöld. Síðan tóku við happdrætti Framsóknarflokksins sem lætur SVARTA þoka grúfði yfir hænum í morgun, þoka scnt valda mun ýrnis konar töfum í umferðinni, og alveg lokaði hún flugvöllunum hér í Reykja- vík og Kcflavík, og einnig náði hún austur á Þingvöll. Það var 50—100 metra skyggni á Reykjavíkurflug- velli i morgun, er senda átti jflugvélar af stað með rúmlega FJÖLDI sjómanna, togara- menn og farménn verða fjarri heimilum sínum og ástvinum nú um jólin, eins og reyndar svo oft, því starfi þessara manna er nú einu sinni þannig háttað. Blaðið hefur leitað sér upplýsinga um þau skip, togara og flutningaskip, sem verða á höfum úti nú um jólin. Jóla- ars fyrir nokkru, en öllum á- góðanum víldu þær verja í því skyni að geta stuðlað að því, að fleiri húsmæður geti notið þessarar hvíldar. Árangurinn af bazarnum var sá, að kon- urnar hafa nú fært orlofsnefnd 10.000 kr. að gjöf. Orlofsnefndin hefir beðið blaðið að færa konunum inni- legar þakkir fyrir hinn lofs- verða dugnað þeirra og að færa konunum beztu jóla- og nýárs- óskir. draga á miðnætti í nótt suður í Glaumbæ um þriggja her- bergja fokhelda íbúð að Safa- mýri 41 og tvo smærri- happ- drættisvinninga , ferðalög er- lendis og innanlands. Þá kom VW sem happdrætti Alþýðu- blaðsins H.A.B. lætur draga um, og 1 oks er bíll í happdræti Þjóðviljans, sem ekki býður upp á járntjaldsbíl svo sem vænta mætti til að sýna og sanna gæðin þar eystra! held- ur býður Þjóðviljinn upp á hinn vesturþýzka Volkswagen. 1100 farþega til Akureyrar, Sauðárkróks og Húsavíkur og varð því að hætta við að senda flugvélarnar á loft. Veðrið var annars mjög einkennilegt í morgun. Hér í Reykjavík var hiti rétt of- an við frostmark, en strax hér fyrir austan Fjall var komið heiðskírt veður með 2—4 stiga frosti. Á Hellu var t. d. 4 stiga kveðjur til sjómanna á hafi úti, eins og það heitir, verða lesnar í útvarpið klukkan 13 á aðfangadag . Það mun taka allt að fimm klukkustundir að lesa allar kveðjurnar, sagði Sigurður Sigurðsson Vísi í gærdag. Togararnir. Þessir togarar verða á veið- um eða á siglingu á aðfanga- dagskvöld: Marz, Karlsefni, Jón forseti, Narfi, Egill Skalla- grímsson, Freyr, Haukur, Gejr, Þorkell Máni, Ingólfur Arnar- son, Þorsteinn Ingólfsson, Hvalfell, Askur og Þormóður goði. Eimskip. Dettifoss fer á hádegi í dag áleiðis til Dublin og New York, svo hann verður í hafi um jól- in, einnig Brúarfoss sem fór í gær áleiðis til Rotterdam og Hamborgar í gær, svo og Tungu- foss, sem lét úr höfn norður á Raufarhöfn í gærkvöldi áleiðis til Hamborgar. Fjallfoss held- ur jólin í Leningrad í Rúss- landi, Goðafoss kemur frá Ameríku á aðfangadag. Reykja- foss verður í Antwerpen og Tröllafoss í New York. Skipadeild SÍS. Arnarfell 'verður á Siglufirði, Jökulfell og Dísarfell eru á leið til landsins frá Evrópuhöfn- um og Hamrafellið verður í Svartahafi á jólanótt. Jöklar. Vatnajökull og Langjökull eru á leið til landsins frá meg- inlandshöfnum. Eimskipafélag Reykjavíkur. Askja verður á íeið til Kanada frá London. Hafskip. Laxá verður á leið til Reykjavíkur. frost í morgun. Frostlaust var á Vestur- og Norðurlandi. Samkvæmt fregnum, sem bárust um hádegið í dag, var búizt við, að þótt eitthvað létti til í dag, myndi þokan skella aftur yfir nm miðnætti. Ef svo færi, gæti það tafið flugvélar Loftleiða, sem hér eiga að fara um á morgun milli Ame- ríku og Evrópu. UNDANFARIN ár hefir fé- j lag hér í bænum fjölmennt rn'jög j til miðnættismessu í Krists- kirkju, en þá hefir biskup ka- þólskra manna hér á landi, Jó- i hannes Hólabiskup messað. Hefir þetta farið svo vaxandi ár frá ári, að fjöldi fólks hefir orð- ið frá að hverfa. En öllu alvar- legar er þó, sagði síra Hacking pretsur í Landakoti, að þessi þrengsli hafa einnig komið nið- ur á söfnuði okkar og safnaðar- meðlimum. Við höfum því látið það boð út ganga til kaþólskra hér í Reykjavík, að þár eð kirkjan sé fyrst og fremst fyrir safnaðarfólkið, séu það vinsam- leg tilmæli til þess, að þeir bjóði ekki lúterskum vinum sínum til miðnæturmessunnar 'að nánust ættingjum og aðstand- endum undanskildum að sjálf- sögðu. Söfnuður vor er það fjölmennur, sagði síra Hack- ing, að ekki veitir af öllu sætarými kirkjunnar fyrir hann við messuna á aðfangadags- kvöld. í kaþólsku kirkjunni verður messa kl. 8.30 og kl. 11 á jóla- dagsmorgun. Annan í jólum er hátíð Stefáns frumvotts. Verða messur kl. 8.30 og kl. 10 árd. Sjötug: Elísabet Jónsdóttir. Sjötug verður á annan dag jóla frú Elísabea Jónsdóttir, kona Meyvants Sigurðsson- ar á Eyði við Nesveg á Sel- tjarnarnesi. Frú Elísabet Jónsdóttir fæddist 26. des- ember árið 1891 á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð. Frú El- ísabet og Meyvant Sigurðs- son hafa um langan aldur búið í Reykjavík og hefir þeim orðið 9 barna auðið. Munu fjölmargir stúdentar minnast Elísabetar með hlýjum hug, en um nokk- urra ára skeið bjuggu þau hjónin á Nýja stúdentagarð- inum þar sem þau önnuðust húsvörzlu. Vinir þeirra og kunningjar, sem eru fjöl- margir hér í bæ og annars staðar á landinu, senda El- ísabetu hugheilar afælisósk- ir á þessuni tímamótum ævi hennar og óska henni vel- farnaðar og liamingju á ó- komnum árum. Orlofsnefnd hiís- mæðra fær góða gjöf. 4 bílar og íbiíð í happdrætti í kvöld. Svarta þoka meö 50 m. skyggni í morgun. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.