Vísir - 09.01.1962, Blaðsíða 1
VISIR
52. argrpriðjudngur 9r janúar 39C2 -
Velar eyöileggjast
að Kletti!
Því veldur
alls konar
drasl af
hafsbotni.
ws/vwvvwwvwvvwwvwv
— Þið hefðuð átt að taka það
fram í fréttinni í gær um síld-
arbræðsluna hér, að afkastaget-
an sé 500 tonn á sólarhring ef
engar tafir verða. En þær liafa
orðið miklar og margar nú
undanfarið. Ekki er það okkar
sök, né heldur er ástæðan að
vélakosti sé ofgert með svo mik-
illi vinnslu. Sjómennimir á
bátunum eiga alla sök á þessu.
Kallarnir í síldarbræðsl-
unni á Kletti, komust þannig að
orði í gær, er Ijósmyndara
blaðsins og blaðamann bar að
garði. Þið ættuð að tala við
hann Óskar verkstjóra, hann
getur sagt ykkur og sýnt ýmis-
legt sem þið munuð undrast.
Kúbein og fleira.
Óskar Guðlaugsson verk-
stjóri staðfesti ummæli kall-
anna. Sagði hann að ekki myndi
vera sá síldarbingur við verk-
smiðjuna sem þar er nú, ef
þessar tafir hefðu ekki orðið.
Sjáið hérna, sagði hann og bauð
okkur inn í lítinn skúr. Hérna
sjáið þið kúbein, króka, stál-
sökkur, rör og sitthvað fleira,
sem borizt hefur úr bátunum
með síldinni og síðan inn á vél-
arnar.
Það getur ekki verið hollt
fyrir vélar að fá svona stykki
inn á sig?
3—12 klst. stopp!
Nei, það er ábyggilegt. Þetta
járnarusl, sem við teljum að
rekja megi til kæruleysis
manna, hefur kostað frá 3 klst.
vinnslústöðvun og allt upp í
hálfan sólarhring! Þegar þetta
kemur inn í síldarpressurnar,
sem eru viðkvæmastar og hafa
oftast orðið fyrir skemmdum
af völdum þess drasls, þá brýt-
ur járnið allt og bramlar.
Þið skilið þessu.
Þið ættuð að biðja bátasjó-
mennina, að gæta þess að svona
drasl berist ekki með síldinni,
því afleiðingarnar eru þegar
orðnar kostnaðarsamar fyrir
okkur, og geta orðið stórkostn-
aðarsamar fyrir sjómennina
sjálfa. Löndunarstöðvun er eng
Framh. á bls. 5.
Óskar vcrkstjóri með
kúbeinið og á plönkunum
liggja krókar, sökkur og
fleira, sem hafa brotið og
skemmt síldarpressur verk-
smiðjunnar undanfarið.
(Ljósm. Vísis I.M.)
Sæsíminn opn-
aður 22. þ.m.
Sæsíminn til Færeyja og
Skotlands verður opnaður
22. þessa mánaðar.
I fréttatilkynningu, sem
póst- og símamálastjóm-
in sendi út í morgun er
sagt frá þessu. Gunnlaug-
ur Briem póst- og síma-
málastjóri tjáði blaðinu
hins vegar í stuttu viðtali
í morgun að ekki væri búið
að ákveða klukkutímana
nákvæmlega. Standa yfir
viðræður milli brezku og
íslenzku póst- og síma-
málastjórnanna um tímann
og tilhögun opnunar-
athafnarinnar.
Frétta ritstjóri,
Dagblaðið Tíminn skýrði
frá því á sunnudag að Ind-
riði G. Þorsteinsson rithöf-
undur hafi verið ráðinn
fréttaritstjóri blaðsins. Ind-
riði starfaði við Alþýðublað-
ið og þar áður hjá Tímanum.
Vissi ekhi aö sakharn-
intfarnir rtern sakiausir
segir Kiljan um l^foskvn-
réttarhöldin miklu.
Fyrir nokkru birtist viðtal
við Halldór Kiljan Laxness í
Parísarblaðinu Le Monde, en
Kiljan hefur nýlega verið á
ferð í París. Skýrir danska
blaðið Berlingske Aftenavis frá
þessu samtali, þar sem Kiljan
gefur m.a. bá merkilegu yfir-
lýsingu, að hann sé orðinn
þreyttur á stjórnmálum. Munu
það vera afhjúpanir á glæpum
Stalins, sem valda því, að skáld-
ið gerist nú fi’áhverft stjórn-
málum. i
★
í samtali þessu rifjar Kiljan
það m.a. upp, að hann hafi
verið viðstaddur Moskvu-rétt-
arhöldin miklu 1938 og segist
hann ekki hafa vitað það sem
nú er upplýst, að mennirnir
sem þá voru fyrir rétti hefðu
verið saklausir.
Það sem kom í ljós á 20.
flokksþinginu í Moskvu olli
mér hræðilegum vonbrigðum,
segir Kiljan. Hann lýkur sam-
talinu með þessum orðum:
„Eg hef ekki áhuga á stjórn-
málum lengur. Hlutverk mitt
er að skrifa.
Mikíl fjölgun
SHnnotenda.
Nýr viðbætir við síma-
skrána er væntanlegur um
mánaðamótin marz og apríl.
Þá verða tckin í notkun 1000
ný símanúmer í Reykjavík
og 500 ný númer í Ilafnar-
firði.
Um síðustu áramót voru
35.562 símanotendur í land-
inu og hafði þá fjölgað um
1607 á síðasta ári.