Vísir - 19.01.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 19.01.1962, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. janúar 1962 V I S I B 7 \ CARSFULLX ACCUftATELYv TAKZAN FIKEPANAmii fkoa his Boiv. /yr 5UT 5EFOKE THE AF’E-WAN C0UL7 SHOOT AðAIN v HE WAS KNOCKE7 OFF 5ALANCE PV CLUTCHINS' HAIKV A&MS! THE SFEECTy SHaFT STKUCK ITS AVAKK AN7 NUWA KOAKEP IN FAINÍ 6-20-557g pCtF'brúKS'FS-.STSFiF.i gefið lionum einn vel úti iátinn Uppskurður undir plasthimni. Myndin sem hér birtist var tekin í skurðstofu á sjúkrahúsi. En menn munu veita því athygli, að lækn- arnir og aðstoðarmennirnir eru ekki með neinar sótt- varnargrímur, jafnvel ekki hettur yfir hárinu. Þeir hafa getað gengið beint utan af götunni í sínum venjulegu fötum og hafið uppskurðinn. Hér er um að ræða nýja aðferð, sem talið er að tákni byltingu í skurðlækningum. Breytingin er í því fólgin, að stór plastpoki er látinn yflr sjúklinginn. í veggi pokans eru festir margir plasthansk- ar, sem læknar og aðstoðar- menn stinga höndum inn í, svo að þeir komast liæglega að sjúklingnum. Inn í pok- ann eru sett öll skurðlækn- ingaáhöld. Áhöldin og allt sem í pokanum er Iiefur ver- ið dauðhrcinsað og inn í pok- ann er dælt sóttvarnarlofti. Tilraunir með þennan plastpoka hafa verið gerðar á læknaskóla Háskólans í Arkansas í Bandaríkjunum. Þær hafa gefist mjög vel. Það þýðingarmesta er, að ineð þessu er auðvelt að halda skurðsárinu sótthreinsuðu, en það hefur viljað brenna við þrátt fyrir varúð í hin- um venjulegu skurðstofum, að óhreinindi vilji komast að. Fyrirhöfní’i ov líka marg- Ég er ekki alveg viss um, hvort það er útvarpsstöðin eða t æ k i ð mitt, sem ekki 2r í full- komnu lagi. Annað hvort þeirra hefur nfl. síðustu vik- urnar rofið útsendingar að vísu aðeins nokkrar sekúndur í einu, en samt er það bagalegt. Ef stöðin reynist vera í lagi, neyðist ég víst til að láta at- huga tækið mitt. Emil Björnsson hélt áfram að auka við fréttirnar fróðleik af ýmissi atvinnustarfsemi landsmanna. í gærkvöldi spurði hann, eins og fávís kona, stjórn- endur Kassagerðar Reykjavík- ur um starfsemi þessarar verk- smiðju, sem nú framleiðir alls konar umbúðir, m. a. undir alla freðfiskframleiðslu íslend- inga. Vettvangur dómsmálanna var að venju fróðlegur, og fjör- lega fluttur af Hákoni Guð- mundssyni, hæstaréttarritara. Hann sagði okkur frá stöðu kvenna í heimi dómsmála og á- hrifum þeirra með auknu jafn- rétti kynjanna. Lúðvík Kristjánsson, rithöf- undur flutti síðara erindi sitt um Þorlák O. Johnson og Sjó- mannaklúbbinn. Klúbbur þessi var hin merkasta stofnun á sín- um tíma, og myndi raunar þykja enn, væri hún við lýði. Þar störfuðu námsflokkar, sem höfðu á að skipa úrvalskenn- urum. Lesstofa var þar og ým- islegt til dægrastyttingar. Fjöl- mennar kvöldguðsþjónustur voru haldnar, söngskemmtanir og dansfundir. Sem hið fyrra erindi, þá var þetta fróðlegt, sérstaklega fyrir þá, sem að- eins þekkja annan klúbb, fen þar eru engar guðsþjónustur haldnar. falt minni, þar scm nú þarf ekki að hugsa um að sótt- hreinsa alla skurðstofuna. Uppskurðir verða og auð- veldari utan sjúkrahúsa. Merkasta atriði dagskrárinn- ar var prýðilegur upplestur Er- lings Gíslasonar á bókarkafla úr „Félagar mínir“, eftir An- toine de Saint-Exupéry í þýð- ingu Erlings Halldórssonar. — Galli var það samt, að Erlingur skyldi ekki fara nokkrum orð- um um höfundinn, sem var frægur franskur ofurhugi og flugmaður, sem týndist í síð- asta stríði, rétt rúmlega fert- ugur. Exupéry hefur ritað nokkrar bækur, sem mjög fræg- ar hafa orðið, meðal þeirra bókina „Litli prinsinn“, sem kom hér út fyrir jólin, og er með þeim allra merkilegustu bókum, sem ég hef lesið. Kafl- inn, sem lesinn var, fjallaði um félaga höfundar, flugmenn, sem ruddu brautir áætlunar- og póst-flugs, á árunum eftir 1930. Fáir, sem hlustuðu á þennan lestur, munu hafa komizt hjá að hrífast af, því þrennt fór þar saman; snilli höfundarins, ágæt þýðing og prýðilegur lestur. Valdimar Lárusson lauk við söguna hans Kristjáns Bend- ers, „Refaskyttur", en það var létt og spaugileg íslenzk sveita- saga, sem gerist á vorum dög- um. Það voru óvanaleg þrengsli á dagskránni í gærkvöldi, og kom það hastarlega niður á tónlist- inni. Sporlaust hurfu „Kon- ungsbörninn11 eftir Humper- dinck, en það var einmitt hljóm sveit borgaróperunnar í Berlín, sem ætlaði að leika sér við þau. Nýr þáttur í útvarpinu, þar sem íslenzkir organleikarar kynna verk eftir Bach, hófst á ágætum inngangi, fluttum af dr. Páli ísólfssyni. Haukur Guð- laugsson lék fyrstu verkin, en eitt var sniðið aftan af vegna þrengsla. f harmónikkuþættinum lék Jan Moravek ásamt félögum sínum ýmis vinsæl lög og skemmtileg, Þórir S. Gröndal. Tarzan scndi þrautmiðaða örina í skrokk Ijónsins. En áður en Tarzan gat lagt aðra ör á streng hafði risaapinn 'fc Oliver Powers, faður Garys Powers flugmanns, sem skot- inn var niður yfir Rússlandi 1959, mun fá að lieimsækja son sinn í fangelsinu í apríl- mánuði. ^ Svertingi einn í Johannes- borg í Suður-Afríku hefir verið dæmdur í átta vandar- hagga refsingu fyrir að tala við hvíta konu. Hann sagði við hana: „En hvað þér hafið fallega fót- _' Dómarinn taldi, að slíkt væri brot á kynþáttalögum landsins og dæmdi manninn til strýkingar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.