Tölvumál - 01.12.1985, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.12.1985, Blaðsíða 7
7 .. Heildaráætlanagerð (aggregate planning) framleiðslu og birgða, t.d. mánuð fyrir mánuð, ár fram £ tímann. .. Hráefnablöndun, (diet problem), þ.e. ðdýrasta blöndun hráefna til framleiðslu fððurs, málmblendis o.s.frv. Afurðasamsetning (product mix), en sem dæmi um þetta munum við hér líta á daglegt val pakkninga £ frystihúsi. PAKKNINGAVAL 1 FRYSTIHÚSUM Sérstaða fiskvinnslu miðað við aðrar iðngreinar er að framleiðslan er "hráefnisstýrð" fremur en "afurðastýrð", þ.e. daglegar sveiflur og ðvissa stafa þar framar öðru af breytilegu aðstreymi hráefnis en miklu siður af breytingum á markaðshliðinni. Segja má að á hverjum morgni standi framleiðslustjðri frammi fyrir nýrri stöðu, þegar hann þarf að taka ákvarðanir um það hvort framleiða skuli i verðmætar en seinunnar pakkningar eða fljótunnari en verðminni, hvort yfirvinna borgi sig o.s.frv. Taka þarf tillit til söluverðs, vinnsluhraða og nýtingar hverrar mögulegrar vinnsluleiðar, til hráefnismagns og aldurs þess, til yfirvinnukostnaðar og mannafla til ráðstöfunnar og margra fleiri atriða. Sem skilja ber getur þetta orðið hið mesta púsluspil, sé á annað borð lögð áhersla á að nýta hráefni, mannafla og vélar sem best, til að hámarka heildarframlegð frystihússins. 'FRAMLEGÐARHUGTAKIÐ Það stjðrnartæki, sem mest hefur verið notað til þessa við pakkningaval og reyndar almennt við stjðrnun framleiðslu er útreiknuð (áætluð) framlegð pr. einingu fyrir hinar ýmsu afurðir eða vinnsluleiðir. Reiknað er framlegð = nettðverð-laun-hráefni á hráefnaklló og á manntlma og þær afurðir valdar, sem hafa hæsta framlegð pr. "flöskuháls", sem er þá ýmist hráefni eða mannafli. I heimild 1 er sýnt með dæmum að þessi notkun framlegðarhugtaksins getur leitt til rangra ákvarðana, og réttara sé £ raun að nota svonefnd

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.