Tölvumál - 01.12.1985, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.12.1985, Blaðsíða 10
10 STEVEN JOBS ÞRÍTUGUR 1 7. tölublaði TÖLVUMÁLA var grein um klofning I tölvufyrirtækinu Apple. Annar stofnenda þess hraktist þá frá því og hyggst roa á önnur mið. Þessi maður er einn umtalaðasti tölvumaðurinn í dag, aðeins þrítugur að aldri. Steven Jobs er sérkennilegur personuleiki. Á fyrstu árum Apple æddi hann um fyrirtækið klæddur I sandala, gallabuxur og stuttermaskyrtu. Slðhærður og skeggjaður vakti hann ekki tiltrú fjármálamanna. FULLORÐINN UNGLINGUR. Margir segja að honum hafi reynst erfitt að fullorðnast. Hann sé I raun síðbúinn unglingur 68 kynslððarinnar. Þetta kann vel að vera. Hann hætti til dæmis I háskðla til að takast á hendur ferð til Indlands. Þar hugðist hann kynnast íhugun og andlegum friði, að þvl er munnmæli segja. Sagt er að hann sé I hugsun mun llkari Japana en Bandarlkjamanni, þegar viðskipti eru annars vegar. Hann líti oftast á lokatakmark sitt, en sé ekki eins bundinn af augnabliksávinningum og almennt gerist I bandarískum vióskiptum. Hann hefur verið orðaður við Búddisma og leggur til dæmis ekki kjöt sér til munns. í húsi hans er ekki íburður. Sagt er að hann sofi á dýnu á gðlfinu og sjálfur kveðst hann hafa keypt sér stðla fyrst nú I sumar. ÁHUGI Á MENNTUN Þð að Jobs sé ðkvæntur og eigi ekki börn hefur hann sýnt ötrúlega mikinn áhuga á ungu fólki. 1 viðtali við tlmaritið Newsweek nýlega telur hann bestu verk sln vera á sviði fræðslumála. "Krakkarnir geta ekki beðið" var slagorðið, þegar Jobs og félagar hans stefndu að þvl að gefa öllum skðlum I Bandarlkjunum tölvur. Þð þessu marki væri ekki náð, fékk hver einasti skðli I Kaliforníu tölvu. Það voru 10 þúsund tölvur. Eins og svo margir "leiðtogar" er Jobs sagður sérstæð blanda af barnaskap og snilli, ásamt því að vera

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.