Vísir - 03.02.1962, Blaðsíða 16
Þóttist ekki sjá
ieitarmennina!
fJndarlegt atferli manns
á Æxarfjjarðurheiöi
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í gærkvöldi.
Leitarmenn þeir, sem fóru á
Axarfjarðarhcifti til leitar að
Árna Gunnlaugssyni frá Skóg-
um í Reykjahverfi, eru nú
komnir til byggða. Hafa þeir
hina furðulegustu sögu að segja
af fundum sínum við Árna.
Árni hafði lagt upp að kvöldi
miðvikudags og hugðist halda
til Garðs í Þistilfirði, til fund-
ar við ættfólk. Leiðin er 40 km,
talin um 7 tímá gangur. En
næsta morgun var Árni ekki
kominn á áfangastað.
Umhleypingar
Frá fréttaritara Vísis
Akureyri í gær.
Miklar umhleypingar hafa
verið í Grímsey eins og víðast-
hvar annarsstaðar að undan-
förnu.
Snjóalög eru þar lítil, en
svellalög þeim muri meiri. Sl.
mánuð hefur verið þar algert
gæftaleysi og varla komið sá
dagur að á sjó hefur gefið.
Tveir bátar hafa samt farið til
veiða þá- sjaldan®að fært hefur
þótt, en þeir hafa aflað lítið.
í fyrra fóru nokkrir Gríms-
eyingar í atvinnuleit suður á
land á vertíðina, en að þessu
sinni fór aðeins einn maður
þeirra erinda.
Fóru þá tveir leitarflokkar af
stað, annar 5 manna flokkur,
er skiptist í tvo hópa er á heið-
ina var komið. Var sá frá Þist-
ilfirði.
Hinn flokkurinn var frá
Sandfellsbyggð í Axarfirði, 3
menn. Auk þess 'tók þátt í leit-
inni Tryggvi Helgason, flugmað-
ur, á flugvél sinni. Hann fann
síðan Árna, og reyndi að leið-
beina honum. Þá brá svo und-
arlega við, að Árni þóttist ekki
taka eftir vélinni, þótt hún rétt
strykist við höfuð hans. Gaf
Árni síðan þá skýringu, að hann
hefði talið að verið væri að
leita að sér.
Með aðstoð Tryggva tókst
leitarflokki að finna Árna. Var
hann þá klæddur lágum skóm,
í baðmullarsokkum. Kalinn var
hann á vinstri fæti. Hafa urðu
leitarmenn sig við, er þeir
fundu Árna, því að hann gekk
burt, er hann sá þá.
Síðan var haldið í sæluhús,
en er leitarflokkar sameinuðust
þar, héldu nokkrir til byggða.
Sóttu þeir hjálp, og næsta morg-
un barst hjálp, beltisbíll frá
Kópaskeri.
Vistin var slæm í sæluhús-
inu, nær engin olía, né aðrar
vistir.
Ekki hefur áður borið á því,
að Árni væri undarlegur, en
tvívegis kvaðst hann hafa far-
ið um Axarfjarðarheiði að næt-
urlagi.
4tngþveití
i london
Brezka stjórnin kemur sam-
an á skyndifund í dag út af
ákvörðun sem starfsmenn
neðanjarðarbrauta tóku í gær
um nýtt mánudagsverkfall lil
framdráttar kröfum sínum. Við-
ræður eiga sér stað milli ríkis-
stjórnar- og lögreglu.
Fulltrúar starfsmanna á neð-
anjarðarbrautum Lundúna á-
kváðu á þriggja klukkustunda
fundi í Lambeth í gærkvöldi,
að efna til nýs mánudagsverk-
falls í næstu viku, en Hið fyrsta
þeirra í núverandi deilu var sl.
mánudag og leiddi það og
samúðarverkföll til hins mesta
umferðaröngþveitis, sem varð
Sem flestir eign
ist eigin íbúðir
— Ég tel sjálfsagt að
lögð verði aukin áherzla á
útrýmingu bragganna í
Reykjavík, sagði borgar-
stjóri, Géir Hallgrímsson á
fundi borgarstjórnar í gær.
Borgarstjóri svaraði fyrir-
spurn Þórðar Björnssonar um
fjölda braggaíbúða í Reykja-
vík, á þá leið að þær væru nú
íslendingum bjóðast Douglas-vél-
ar vestan hafs - endurgjaldslaust
Islendingum var fyrir
nokkru gefinn kostur á
þrem flugvélum af gerðinni
DC-3 — Douglas Dakota
— sem Bandaríkjamenn
telja sér ekki henta lengur
og vilja gefa þeim, sem
þörf hafa fyrir þær.
Samkvæmt upplýsingum
þeim, sem Vísir fékk í gær hjá
Ingólfi Jónssyni flugmálaráð-
herra, hefir mál þetta verið í
athugun hjá ráðuneytinu að
undanförnu, en það hefir með-
al annars snúið sér til land-
helgisgæzlunnar og spurt hana,
hvort hún hafi áhuga fyrir að
fá slíka eða slíkar flugvélar.
Hefir Pétur Sigurðsson, for-
stjóri landhelgisgæzlunnar, lát-
ið í Ijós áhuga fyrir að fá tvær
þessarra véla, ef af verður, að
þær komi til landsins. Þá hefir
ráðuneytið einnig haft samband
við Flugfélag íslands, hvort
það mundi vilja þriðju vélina,
en svar hefir ekki enn borizt
frá félaginu.
En þess ber að geta, sagði
ráðherrann ennfremur, að vél-
arnar eru alla leið vestur á
Kyrrahafsströnd Bandaríkj-
anna, og það mun kosta of fjár
að koma þeim til landsins. Við
vitum heldur ekki, í hvaða á-
standi þær eru, og mun þess
vegna ráðlegast að senda mann
vestur til að athuga þær. Mun
það verða vélamaður í þjónustu
landhelgisgæzlunnar, en flug-
málastjóri, mun fá mann fyrir
vestan, sem honum er kunnug-
ur, til að skoða vélarnar
einnig.
Svo sem sagt er frá hér að
ofan ,hefir Landhelgisgæzlan
mikinn hug á að fá tvær þeirra
Framh. á 3. síðu
J
188 með 776 íbúðum. Síðan í
júlí í fyrra hefur braggaíbúð-
unum fækkað um 27 og íbúum
um 131 í herskálunum.
f sambandi við þetta gat
borgarstjóri þess sem sinnar
skoðunar og Sjálfstæðismanna
í borgarstjórninni, að keppa
bæri að því að sem flestir
borgarbúar eignuðust sínar
eigin íbúðir. Sagði hann að sér
væri kunnugt um að ríkis-
stjórnin hefði í undirbúningi
ýmsar tillögur til úrbóta.
þó minna en ella því að strætis-
vagnamenn vildu ekki vera
með.
Þó varð alger umferðarstöðv-
un sumstaðar á götum, enda
mikill fjöldi einkabifreiða
tekinn í notkun. Fjöldi fólks
kom of seint til vinnu sinnar
og sumt komst alls ekki.
Myndin sem hér fylgir með
veitir nokkra hugmynd um
erfiðleikana af völdum slíkra
verkfalla. Sýnir hún fólkið
bíður eftir strsetisvögnum á
götu í London.
Forsprakkar starfsmanna á
neðanjarðarbrautunum segjast
vera staðráðnir í að halda
áfram mánudagsverkföllum,
þar til Marples samgöngu-
málaráðherra,.- sem þeir saka
um' stirfni og ósanngirni, lætur
undan.
Mánudagsverkföllin eru ólög-
leg. Ein ráðstöfunin, sem boð-
uð kann að verða í dag er sú,
að stjórnin snúi sér til fyrir-
tækja, og óski þess að þau láti
alla starfsmenn sína sitja
heima á mánudag, nema þá
sem gegna mikilvægustu störf-
um.
Fundi Öryggisráðs um
Kashmir hefir verið frestað
fram yfir kösningarnar á
Indlandi í marzbyrjun, að
beiðni indversku stjórnar-
innar. Hún neitar öllum
fréttum um að hún dragi
saman lið í Kaslimir til þess
að ógna Pakistan.
Kína og Albanía
ekki með í Leipzig
í fréttum frá Austur-Berlín
segir , að hið kommúnistiska
Kína og Albanía taki ekki þátt í
Leipzig-vörusýningunni í ár.
Hefur vörusýningarstjórnin
birt tilkynningu um þetta.
Bæði þessi lönd hafa árlega
verið meðal sýnenda og vekur
það því skiljanlega mikla at-
hygli, að þau verða ekki með
núna. Kína hefir haft þar mikla
sýningardeild og aðallega sýnt
iðnaðar- og landbúnaðarvörur.
Hverjar eru orsakir þessa, að
Kína sýnir ekki nú? Rolf Rem-
ser, forstöðumaður sýingarinn-
ar, svaraði þessari spurningu
svo á fundi með fréttamönnum:
„Kína tekur ekki þátt í sýn-
ingunni vegna þess að landið
hefir þrívegis í röð beðið tjón
af völdum náttúruhamfara."
Hann lét ekki í té neina skýr-
ingu á því hvers vegna Albanía
hefir líka helzt úr lestinni. —
Lemser skýrði einnig frá þvé.
að Mongólía yrði ekki með í ár,
en alls myndu sýna 9000 verzl-
unarfyrirtæki frá 54 löndum,
Framh. á 4. síðu.
VISIR
Laugardagur 3. febrúar 1962
Yfirmenn landvarna Argen-
tínu krefjast þess, að utan-
ríkisráðherrann fari frá
vegna afstöðu hans á fundin-
um í Uruguay. Hann sat þar
hjá er til atkvæða var
gengið um tillöguna um að
vikja Kúbu úr Vesturálfu-
samtökunum.
' '<* e.-'