Vísir - 16.02.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 16.02.1962, Blaðsíða 8
8 V 1 S I R Föstudagur 16. febrúar 1962 UTGEI-HNUI: blaðaútgáfan vísir Ritstjórar.- Hersteinn Pólsson Gunnar G Schram. Aðstoðarritstjóri: Axet Thorsteinsson Fréttastjór ar: Sverrir Þórðorson Porsteinn ó Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27 Auglýsingar og afgreiðsla: ingólfsstrœti 3 ^skriftargjalo er krónur 45.00 ó mónuði - 1 tausasölu krónur 3.00 eintakið Slmi • 1660 .5 linur) - fólags- prentsmiðjar h.t Steindórsprent h.t Eddo h.f Upplausnin er hafin Hvernig stendur á því að kornmúnistar eru svona sterkir á Islandi? Þessari spurningu varpa erlendir Islandsvinir oft fram við vini sína hér á landi — og furðan leynir sér ekki í svipnum. En svörin láta standa á sér. Kannski er það vegna þess að íslendingar hafa lifað einangruðu afdalalífi og aldrei trúað því að nein stefna gæti verið blóðug ofbeldisstefna á erlendri storð, sem svo ógnar friðsamlega liti út í íslenzkum búningi. Kannski er svarið eitthvað annað; um það getur enginn fullyrt. En þó er nú svo komið, að þeir mörgu íslenzku ágætismenn, sem eitt sinn töldu að kommúnisminn væri hið frelsandi afl mannkynsins, eru stórlega teknir að efast og margir þeirra hafa þegar snúið bakinu við kommúnistum. Efasemdir úm að kommúnisminn upp- fylli æðstu þrá mannsins eftir réttlæti og mannúð hafa læðzt inn í sálu annarra. Staðfestingin á því að þetta eru ekki getgátur einar saman hefir fengizt síðustu vikurnar. I verkalýðsfélög- unum hafa launþegar sýnt það svart á hvítu að þeir skilji hvert straumur tímans rennur. Fylgistap kommún- ista þar er vitni um að Islendingar eru loksins teknir að skilja, að það er ekki nóg að kunna að tala vel um framtíðarríkið. Það verður líka að standa við loforðin. En straumaskilin sjást ekki einungis í verkalýðs- hreyfingunni. Menntamenn og listamenn snúa nú óðum frá hinni kommúnisku lífsskoðun, til hinnar húmanisku, sem trúir á manninn, en ekki skipulagið. Jafnvel sjálfur Kiljan hrukkar ennið. Og unga fólkið í skólunum, hvort sem eru menntaskólarnir eða Háskólinn, sjá af næmum skilningi æskunnar að sú stefna, sem að eigin sögn hefir átt sér milljóna-morðingja að foringjum fyrir einum litlum áratug, er ekki beinlínis sú framtíðar- forsjá, sem ber að sækjast eftir. Þannig ber allt að sama brunni. Eftir sitja nokkrir andlegir galeiðuþrælar á borð við Magnús Kjartansson. En þeir kunna vart að andæfa, hvað þá róa lengur. Afmæli Heimdallar I dag er Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna 35 ára. Félagið hefir jafnan staðið í fararbroddi í bar- áttu Sjálfstæðisflokksins fyrir framfaramálum lands og þjóðar. Or, röðum Heimdallar hafa komið margir mætustu þjóðmálaleiðtogar flokksins og þar hafa nýjar hugmyndir sprottið í frjóum jarðvegi. Vísir á þá afmælisósk bezta Heimdalli til handa að félagið megi halda áfram að eflast á næstu árum og taki ötulan þátt í baráttunni fyrir hugsjónum Sjálf- stæðismanna, heill og velferð þjóðarinnar allrar. Míiiningarorð: Sverre I hvert sinn, er vinur hverfur yfir landamæri lífs og dauða, fyllist hugurinn söknuði yfir því að geta eigi lengur notið vináttu hans og hollra ráða. í dag kveðjum við Sverre Tynes, tryggan vin og góðan félaga. Það var lífsstarf Sverre Tynes að fást við byggingar- framkvæmdir, sjá verk mótast og vaxa. Dugnaður hans og samvizkusemi var frábær og al- úðin hin sama, hvert sem við- fangsefnið var. Sverre Tynes var skáti frá barnæsku. 12 ára gamall gekk hann í skátaflokk í Bergen, þar sem hann ólst upp. Hann starf- aði þar fram að tvítugsaldri, er hann fluttist til íslands og settist að á Siglufirði 1926. Fyrstu árin þar starfaði Sverre lítið að skátamálum, en árið 1931, er hann kvæntist Hrefnu Tynes, hófst skátaferill hans að nýju. Um skeið var hann félagsforingi á Siglufirði, en 1939 fluttu þau hjónin til Noregs. Þar dvöldust þau til ársins 1946 er þau settust að í Reykjavík. í nærfellt 16 ár hefur heimili þeirra verið sannkallað skáta- heimili. Erlendir og innlendir skátar hafa dvalið þar lang- dvölum og skátafundir voru þar daglegir viðburðir. Sverre Tynes var að visu ekki virkur skáti síðustu árin, en alltaf var hann boðinn og búinn að rétta skátum hjálpar- hönd, hvernig sem á stóð. Hann átti mörg handtökin við skáta- skólann að Úlfljótsvatni. Það eru ekki margar fjöl- skyldur sem hafa lagt fram jafn mikinn skerf til skátastarfs eins og þau Hrefna og Sverre Tynes. Það verður þeim aldrei fullþakkað. En sú minning lifir í hjörtum íslenzkra skáta um Sverre Tynes, að þar var sann- ur skáti, drengilegur maður, hjartahlýr, réttsýnn og glað- vær. íslenzkir skátar kveðja hann í dag með þakklæti og' hlýrri skátakveðju, fullvissir þess, að á hinztu stund var hann viðbú- inn, eins og hann hafði ávallt verið. Jónas B. Jónsson. -mílna iand- helgi við Bretland Brezka fiskimálablaðið Fishing News skýrir frá því í síðasta blaði,( fef'"brezld fiskimálaráðherráiín,' ChrisÞ opher Soames var spurður í brezka þinginu hvenær enska ríkisstjórnin hefði í hyggju að sækja til Al- þjóðadómstólsins um leyfi til að víkka út landhelgina við strendur Bretlands í 12 mílur. Jafnframt hvatti fyr- irspyrjandinn, Sir David Ro- bertsson, ráðherrann til að hraða umsókninni. íæd Fiskimálaráðherrann, Mr. Soames svaraði að stærð landhelginnar yrði ákveðin af ríkisstjórninni og þá í samræmi við gildandi al- þjóðalög um stærð hennar. Væri engin þörf á að leita til alþjóðadómstólsins. Ráð- herrann bætti því við að hann teldi að stöðugt þyrfti að gefa gaum að breyttum aðstæðum. Síðar í þessum umræðum kallaði einn þingmaðurinn það „óþolandi ástand að er- lendir togarar geta verið að veiðum þar sem okkar fiski- menn eru útilokaðir. Hve- nær verður bundinn endir á þetta,“ spurði þingmaður- inn. Ráðherrann svaraði því til að þetta væri spurning um grunnlínur. Það mál er ná- tengt reglunum um almenn fiskveiðitakmörk. Auðvitað verður að endurskoða grunn- línur um leið og tekið er til við breytingar á sjálfri land- helginni. Tannskemmdir hjá börnum stórvaxandi Fræðslunefnd Tannlæknafé- lags íslands, tveir skólastjórar og fulltrúi fræðslumálastjóra og fréttamenn blaða komu saman á fund í gær og lét nefndin þar x té upplýsingar varðandi tann- skemmdir barna í bænum, sem væru mjög vaxandi, en tann- læknar vildu ekki láta það af- skiptalaust, heldur gera sitt til að sporna við þessu með auk- inni fræðslu. Hefur fræðslunefndin sem kunnugt er látið blöðunum í té fræðslugreinar i þessu skyni og fræðsluerindi hafa verið flutt í útvarpinu. Tilefni fund- arins var að veita fræðslu um nversu horfir og hvað gera þurfi og gera grein fyrir rit- gcrðasamkcppni, sem fræðslu- nefndin og fulltrúar skólanna eru að efna til, til þess að efla áhuga og skilning barna og unglinga sjálfra á tannskemmd- um og hirðingu tanna. Verður nánara skýrt hér í blaðinu frá tilhögun ritgerðakeppninnar. Formaður fræðslunefndar Tannlæknafélagsins er Rafn Jónsson, en auk hans eiga sæti í henni Jónas Thorarensen og Magnús Gíslason. Gerði Rafn grein fyrir málinu og Magnús las upp hina athyglisverðustu greinargerð frá félaginu, þar sem því er haldið fram, að aðeins lítill hluti þeirra 10.000 barna, sem stunda barnaskólanám hér fái nú fullkomna, reglulega þjón- ustu, tannviðgerðir séu eng- ar í skólum bæjarins og eng- in fræðslustarfsemi, en fræðslustarfsemi „hafi . að vísu aldrei verið nein.“ Bæjaryfirvöldin greiði að vísu helming þeirra reikninga, sem fram vísað er, en þessi ráðstöfun „er ekki lausn, ekki skref í rétta átt.“ Indónesíustjórn hefir lagt til við Hollandsstjórn, að íbúar Hollenzku Nýju Gu- ineu fái sjálfstjórn í 10 ár. Á þessum tíma hernemi Indónesía ekki landið, en hafi frjálsan aðgang að því. í Hollandi er litið svo á, að þetta muni leiða til þess, að Indónesía fái fram- kvæmdastjórnina í sínar hendur að fullu eftir 10 ár, og raunverulega fyrr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.