Vísir - 19.02.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 19.02.1962, Blaðsíða 3
Mánudagur 19. febrúar 1962 V í S I R 3 Um fyrri helgi hélt Stúd- entafélag Akureyrar upp á hálfrar aldar afmœli sitt. Var þess minnzt með góðu hófi að Hótel KEA og birtir Myndsjá Vísis tvær myndir frá höfuðstað Norðurlands, en hófið sátu nærri 200 manns. Fyrsti formaður Stúdenta- félagsins er það var stofnað fyrir 50 árum var Stefán Stefánsson skólameistari, en meðal annarra stofnenda fé- lagsins má nefna Guðlaug Guðmundsson bæjarfógeta, Geir Sæmundsson vígslu- biskup, Bjarna Jónsson bankastjóra frá Unnarholti, Sigurð E. Hlíðar dýralækni og alþm., sr. Jónas Jónasson frá Hrafnagili, dr. Þorkel Þorkelsson, Árna Þorvalds- son menntaskólakennara og Steingrím Matthíasson lækni. Fundir félagsins voru um hríð haldnir í sal bæjar- stjórnar en síðan í sam- komuhúsi bæjarins. Fundir eru yfirleitt haldnir 1. og 3. fimmtudag í hverjum mán- uði yfir vetrarmánuðina og eru þar fjörugar umræður, Munu að jafnaði vera haldn- ir 10 umræðufundir á hverju starfsári en um 100 manns munu nú vera í félaginu. Formaður þess er Björn Bjarman. í afmælishófinu á KEA var margt til skemmtunar, en ræður fluttu þeir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Gísli Jónsson menntaskóla- kennari. íííxW::;::::::'-® Nokkrir vcizlugesta í afmælishófi Stúdentafélags Akureyrar, Hér sjást m.a. Ragnar Steinbergsson lögfræðingur og frú, Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir og frú og við háborð- ið Björn Bjarman og frú. MYNDSJA Þessa mynd tók Edvard Sigurgeirsson Ijósmyndari á Akureyri fyrir Vísi í 50 ára afmælishófi Stúdentafélags Akur- eyrar, sem lialdið var að Hótel KEA um fyrri helgi. Á henni sjást m.a. við háborðið, talið frá hægri: Björn Bjarman núverandi formaður stúdentafélagsins og frú, Friðrikka Gestsdóttir menntaskólakennari, sr. Björn O. Björnsson og frú, Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi og bróðursonur hans Sfefán Stefánsson bæjarverkfræðingur Akur- eyrarkaupstaðar og Friðrik Þorvaldsson menntaskólakennari. — Framarlega til vinstri á myndinni er Brynjólfur Sveinsson ásamt dóttur sinni. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.