Vísir - 19.02.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 19.02.1962, Blaðsíða 6
6 V í S I R Mánudagur Xc/. februar ldbi^ I I | l I L | i i l ! S1G.FUS ELIASSDN: BLESSUNARORÐ Til Bjarna Ingimarssonar, skipstjóra á B.v. Júpiter Kristur þig sæmir sínu heiðursmerki, sægarpur prúði, blessun hann þér veitir. Spádómur rættist, með þér var í verki voldugust hönd, er leiðir þínar skreytir. Heill þér um aldur! gæfuskipið glæsta gatzt látið sigra skaflinn, faldinn hæsta. . n. Skyldi sá nokkur til á fornu Fróni, sem frægð þína, snilli, dáðir virt ei getur. Hver sá, er horskur bægir burtu tjóni, bróður sín líf — það framar öllu metur, hann er sá þegn, er Konungurinn krýnir kórónu dýrðar — veginn rétta sýnir. — m. Nú er oss tjáð, að vori vel og snemma. Veitast þér skyldi hvild á grænum baðmi, þar sem hinn mikli friður mætir þér. Munu þá sofa brim við hlein og sker, holskeflur þær, sem ólmar æða — hremma. Geymt er allt vel 1 Fjallkonunnar faðmi, fegurstu blóm í næturskini spretta. Röðull í norðri roðar hlíð og kletta, rís allt af dvala — helg er morgunstund. Frelsað er allt, já, allt, er festi blund, hið frjóga líf, er spratt á vígðri grund. Vestfirzki sonur, hetja, heill sé þér! Frá himni ljúfur engill kveðju ber: Drottinn vor Guð um alheim allan sér. Yfir þér, hafdjúp, bjartar stjörnur skarta, hvergi þar ríkir sorgarhúmið svarta. Um síðir hret og villtir stormar dvína. í geislum náðar jörð mun hjúpast — hlýna, þótt bylgjur rísi, hrynji nú og hlási kalt. Og til er s á, e r s i g r a r a 111. IV. Við altari Guðs, þar ofar lít ég skína ilmandi perlur — ljómar kristal) blár. Göfugust móðir englum er að sýna þau undradjásn, er blessar goðinn hár. — Líta munt síðar/þessi þakkartár. — Hvort mun þér, vinur, ei um hjartað hlýna. f J | 1 f I f ( I | f f. 1 f. 1 HALLO TAKIÐ EFTIR! Óskum eftir að fá keypt, eða til leigu, vinnupláss 50—100 ferm., þar sem hægt væri að vinna við 2— 3 bíla. Mætti þurfa lagfær- ingar við. — Tilboð merkt „Vinnupláss" sendist afgr. blaðsins sem fyrst. POTTAPLÖNTUR Stærsta úrval í allri borg- inni. Akið upp að dyrum. — Sendum um alla borg. Gróðrastöðin við Mikla- torg. — Símar 22822 og 19775. VARMA EINANGRUN Sendiun heim. f, 1 f ( I f | i I i } ( I ! Þ. Þorgrímsson & Co. BORGARTITNI 7 SÍMI 22235 tslenzk-ameríska félagið Leiksýning í Þjóðleikhúsinu k Ameríski gamanleikurinn „BORN YESTERDAY" („Fædd í gær“) Eftir Garson Kanin. LEIKFLOKKtJRINN THE SOUTHERN PLAYERS frá South fllinois University. Fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 8:80 e.h. 'k Aðgöngumiðar í Þjóðleikhús- inu. Pantanir sækist í Verzl. Daníels, Veltusundi 3 fyrir kl. 6 í dag. SKRIFSTOFAN ER FLUTT I IIC S SLIPPFÉLAGSINS 1 REYKJ,AVtK H.F. VIÐ MÍRAEGÖTU. EGILL ARIMASOIM Umboðs- & heildverzlun. — Sími 1-43-10. | I 1 f I | l f t 2(1 ára reynsla MICHELIN er eitt þekktasta hjólbarðamerki hér á landi. tJt- vegum Michelin hjólharða beint frá FRAKKLANDI, ÍTALÍU, ENGLANDI og BELGÍU. Leitið tilboða. Stuttur afgreiðslutími. ALLT A SAMA STAÐ MICHELI rm sg. H.t Egill Vilhjálmsson Laugavegi 118 - Sími 22240.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.