Vísir - 27.02.1962, Side 4

Vísir - 27.02.1962, Side 4
4 V í S I R Þriðjudagur 27. febrúar 1962 Frönsk menningarkynn á íslandi í 50 ár Kynni íslands og Frakk- lands standa á gömlum merg og eiga bæði löndin hvort öðru allmikið upp að unna þegar að er gáð. Þó nokkrir landar gengu í Svartaskóla, menntuðust þar vel og urðu sumir frægir af. Og tíðum voru franskar duggur hér við land. Það var lengi helzti frönskuskóli íslendinga á öllum aldri og af ýmsum stéttum að ræða við sjómenn þessa, þegar þeir stigu á land, ýmist að fala hér vettlinga, peysur og fleira prjónles gegn biskví og sætindum, eða þá rak hér- á land af brotnum skipum sínum. Þeir sem þannig komust af við illan leik, þóttust standa í mikilli þakk- arskuld við fsland upp frá því og þá aðstandendur þeirra ekki síður. Oft strönd- uðu skip þeirra á söndunum fyrir Suðurlandi, og til þess á rót að rekja, að á frönsk landabréf af íslandi hafa komizt staðanöfn, sem sum- ir íslendingar kannast lítið eða ekki við. Eg minnist þess, sem eg las í ritgerð eftir meistarann Kiljan fyr- ir mörgum árum, að hann segir frá því, er hann var staddur í FrakklanlÉli og rakst þar á landabréf á sýn- ingu einni og gáði, eins og oft hendir landa, að upp- drættinum af íslandi, En í stað þess að sjá þar merkta hina frægu staði Reykjavík, Þingvelli, Gullfoss og Geysi, voru þar nöfn eins og Kálfafellsstaður, Höfða- brekka, Fagurhólsmýri og Kvískerjum (svo!). Þeir voru sem sé ótal margir Fransmenn, sem kunnu miklu fleira að segja frá þessum síðastnefndu stöðum en hinum fornfrægu sögu- stöðum, sem áður voru tald- ir. (Þess má geta, að einmitt á þeim hérlendu slóðum, sem franskir sjómenn gistu lengur. eða skemur, bar meira á brúneygum, hrokk- inhærðum og þeldökkum fs- lendingum en annars staðar). Fyrsta félag sinnar teg- undar hérlendis, Frakklands- vinafélagið Alliance Fran- caise, er að halda upp á hálfrar aldar afmæli sitt þessa dagana, og í tilefni þess hefir fréttamaður Vísis hitt að máli ^þann eina af stofnendum, sem enn 'er á lífi, Guðmund Kr. Guðmundsson fyrrv. kaup- mann og hóteleiganda !(Hót- el Heklu) og núverandi for- mann félagsins, Albert Guð- mundsson stórkaupmann (fyrrum knattspyrnukappa). — Hver voru tildrög þess, að þið stofnuðuð þetta félag? tungu og bókmenntum. Seinast á árinu komu nokkr- ir menn saman hér í bænum og ákváðu að stofna félag áhugamanna um útbreiðslu á frönsku og franskri menn- ingu, og stofnfundur þess var haldinn 12. janúar 1912, en félagið nefnt sama nafni og slík félög heita víðast hvar, Alliance Francaise, sem eru raunar greinar eins allsherjarfélags, er hefir að- setur í París. Forseti þess var seinustu æviár sín franska — Þegar Háskóli íslands tók til starfa 1911, varð Frakkland fyrst til þess allra landa að senda hingað sendikennara í franskri skáldið heimsfræga Paul Claudel, er áratugum saman hafði verið ræðismaður og sendiherra lands síns í mörg- um löndum Ameríku, Asíu og Evrópu, m. a. í Kaup- mannahöfn. Fyrsti formað- ur félags okkar hér var kos- inn Magnús Stephensen landshöfðiiigi og aðrir í stjórn Guðmundur Finn- bogason landsbókavörður, Brynjólfur Björnsson tann- læknir, Pétur Þ. J. Gunnars- son stórkpupmaður og Páll Þorkelsson gullsmiður. Endurskoðendur vorum við kosnir Friðrik Gunnarsson kaupmaður í Ásgarði og eg. Það var mikill áhugi nokkurra manna hér í bæn- um að stofna franskt bóka- safn og ræddu málið við franska ræðismanninn hér, Alfred Blanche. Hann var hrifinn af fyrirætlaninni og vakti athygli á því, að til væri félag í París, Alliance Francaise, sem hefði deildir starfandi víða um lönd og hefði það verkefni að kynna franska menningu út um heim. Væri gott, ef slík deild kæ'mist á fót hér. —, Hvernig var starfi fé- lagsins háttar fyrst í stað? — Fundir félagisns hafa Framhald á bls. 10. er ætíð bezta hressmgin í afmælishófi Alliance Francaise, í Þjóðleikhúsinu sl. sunnudag, voru þrír gerð- ir heiðursfélagar: Eini eftir- lifandi stofnandinn, Guð- mundur Kr. Guðmundsson, kaupmaður, Henry Voillery, fyrrv. sendiherra og Magnús Jónsson, menntaskolakenn- ari. Þessa mynd tók ljós- myndari Vísis, I. M., þegar Guðmundur hafði tekið við sínu heiðursfélagaskírteini er Albert Guðmundsson af- henti, en hann stendur til hægri. Allir þarfnast Kvíldar við störfin. Þá er gott að fá sér Coca-Cola, ' ljúffengt og svalt, sem léttir skapið og gerir vinnuna ánægjulegri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.