Vísir - 27.02.1962, Side 6
6
V t S I B
Þriðjudagur 27. febrúar 1962
Fjársöfnn vegna sjó-
slysanna.
Miklir mannskaðar hafa
orðið hér við land á undan-
fömum vikum Er þess
skemmst að minnast, er vél-
skipið Stuðlaberg frá Seyðis-
firði fórst með allri áhöfn,
ellefu mönnum. Þar var stórt
skarð höggvið í sveit ís-
lenzkra sjómanna og þungur
harmur kveðinn að mörgum
heimilum í senn. önnur áföll
og manntjón eru einnig í
fersku minni. Slíkir atburðir
minna alþióð á það, hve sam-
eiginleg lífsbarátta þjóðarinn
ar kemur þungt niður á þeim,
sem stöðugt hætta lífi sínu
við störf í allra bágu. Þeir
eiga vandamenn, skyldulið og
ástvini, sem deila kjörum
með þeim og lifa marga á-
hyggjustund, sem öðrum er
hlíft við. Þeirra raun er þung
bær, þegar hafið þeimtar sín
gjöld. öll þjóðin hugsar í
samúð til þeirra mörgu heim-
ila, sem nú hafa verið svipt
forsjá sinni og eru í sárum
vegna umræddra sióslysa.
Nær þrjátíu börn hafa orðið
föðurlaus á tæpum mánuði.
Þegar slík tíðindi hafa gerzt,
hefur þjóðin jafnan sýnt það,
að hana skortir ekki samhug
né hjálþarvilja. I trausti þess
að svo muni einnig reynast
nú, viljum vér undirritaðir
heita á almenning um sam-
skot til styrktar bágstöddum
skjólstæðingum beirra manna
er drukknað hafa af Særúnu,
Elliða og Stuðlabergi. Heiðr-
um þá, sem horfnir eru, með
samúð í verki við þá, sem
þeir unnu, með liðsinni við
þá, er lifa.
Gjöfum í þessu skyni veita
viðtöku: Biskupsstofa, Arn-
arhváli, Reykjavík. sóknar-
prestar, skrifstofa Lands-
sambands íslenzkra útvegs-
manna, Hafnarhváli, Reykja
vík, skrifstofa Eggerts Krist-
jánssonar, Hafnarstræti 5,
Reykjavík, og dagblöðin.
Sigurbjörn Einarsson, bisk
up, Reykjavík. Sr Bjöm Jóns
son, sóknarprestur, Keflavík.
Sr. Erlendur Sigmundsson,
prófastur, Seyðisfirði. Eggert
Gíslason, skipstjóri, Gerðum.
Eggert Kristjánsson, stór-
kaupmaður, Rvík. Jón Axel
Pétursson, bankastjóri, Rvík,
Sigurður H. Egilsson, fram-
kvæmdastjóri, Rvík, Jóhann-
es Elíasson, bankastj., Rvík,
Bjöm Dúason, sveitarstjóri,
Sandgerði, Falur Guðmunds-
son, útgerðarmaður, Kefla-
vík, Jón Ásgeirsson, sveitar-
stjóri, Ytri-Njarðvík, Jónas
B. Jónsson, skátahöfðingi,
Rvík, Sr. Garðar Þorsteins-
son, prófastur, Hafnarfirði.
Frétt frá Skrifstofu verðlagsstjóra.
Verðlag helztu nauðsynja.
3. febrúar 1962.
Til þess að almenningur eigi auðveldara með að fylgj-
ast með vöruverði, birtir skrifstofan eftirfarandi skrá
yfir útsöluverð nokkurra vörutegunda í Reykjavík, eins
og það reyndist vera 1. þ. m.
Verðmunurinn sem fram kemur á nokkrum tegund-
anna stafar af mismunandi innkaupsverði og/eða mis-
munandi tegundum.
Nánari upplýsingar um vömverð eru gefnar á skrif-
stofunni eftir því sem tök eru á, og er fólk hvatt til
þess að spyrjast fyrir er því þykir ástæða til. Upplýs-
ingasími skrifstofunnar er 18336.
Matvörur og nýlenduvörur Lægst Hæst
Rúgmjöl pr. kg. kr. 5.40 5.45
Hveiti pr. kg. — 6.85 7.10
Hveiti 5 lbs. pk. — 18.95 20.20
Hrísgrjón pr. kg. — 9.60 12.05
Hrísgrjón 450 gr. pk. — 6.20 6.65
Haframjöl pr. kg. — 6.35 7.95
Ota Sólgrjón 1000 gr. pk. — 11.75 11.95
Ota Sólgrjón 500 gr. pk. — 6.05
Super Sól 500 gr. pk. — 5.55 6.15
Super Sól 1000 gr. pk. — 10.85 12.15
Bio Foska 475 gr. pk. —r 5.60 6.20
Bio Foska 950 gr. pk. — 10.90 12.10
Sagógrjón pr. kg. — 9.95
Sagógrjón 400 gr. pk. — 5.10 8.25
Kartöflumjöl pr. kg. — 11.20
Kartöflumjöl 1000 gr. pk. — 12.35 12.45
Te 100 gr. pk. ' - — 17.05 21.85
Kakó y2 lbs. dósir — 18.60 22.90
Suðusúkkulaði pr. kg. — 132.00
Kaffibætir pr. kg. — 26.50
Kaffi br. malað pr. kg. — 49.80
Molasykur pr. kg. — 9.40 12.00
Molasykur 1000 gr. pk. — 10.90 12.30
Strásykur pr. kg. — 6.20 6.90
Strásykur 5 lbs. pk. — 16.55 16.70
Mjólkurkex pr. kg. — 19.40
Mjólkurkex 500 gr. pk. — 11.55
Mjólkurkex 600 gr. pk. — 13.85
Matarkex kringlótt pr. kg. — 20.05
Matarkex 500 gr. pk. — 12.00
Kremkex pr. kg. — 32.90
Kremkex 500 gr. pk. — 20.05
Rúsínur steinl. pr. kg. — 28.00 40.00
Sveskjur 40/50 60/70 70/80 pr. kg. — 40.00 55.20
Smjörlíki pr. kg. — 18.00
Fiskbollur 1/1 dós — 17.55
Rinso pr. pk. — 13.75 15.70
Sparr pr. pk. — 8.30
Perla pr. pk. — 8.55
Gæðasmjör 1. fl. pr. kg. — 69.00
Mjólkurbússmjör 2. fl. pr. kg. — 62.30
Heimasmjör pr. kg. — 57.00
Egg pr. kg. — 50.00 56.65
Þorskur, nýr, hausaður, pr. kg. — 3.50
Ýsa, ný, hausuð, pr. kg. — 5.00
Smálúða pr. kg . — 11.00
Stórlúða pr. kg. — 18.00
Saltfiskur pr. kg. — 9.20
Fiskfars pr. kg. — 11.50
Nýir ávextir.
Epli Delicious amerísk pr. I kg- — 26.00 27.00
Appelsínur Spáni pr. kg. — 23.00 25.00
Appelsínur Jaffa pr. kg. — 21.00
Bananar 1. fl. pr. kg. — 29.50
Olía til húskyndingar pr. líter — 1.55
Kol pr. tonn — 1200.00
— ef selt minna en 250 kg. pr. 100 — 121.00