Vísir - 27.02.1962, Síða 15
Þriðjudagur 27. febrúar 1962
V I S I B
15
CHARLES JACKSON:
NÆTURGESTUR
svo að þið þurfið ekkert að
óttast. Það er engin ástæða
til að óttast neitt, er það?
Warwick, hefur þú náð í nátt
fötin þín?
Warwick hljóp inn í her-
bergið sitt á meðan Henrik
var í lauginni, náði í náttföt-
in sín og kom aftur hlaupandi
Hann afklæddi sig í skyndi
og fór í rúmið. Ég fór líka að
afklæða mig en mamma fór
niður til að ná í náttkjólinn
sinn og slökkva á gashitaran-
um. Ég var kominn í rúmið
þegar hún kom aftur. Það
var mikil ólykt í herberginu
okkar og þegar mamma kom
inn sagði hún: — Þið verðið
að hafa báða gluggana gal-
opna. Þið eruð tveir hér inni
í nótt, þið verðið að muna
það, og þið þurfið að hafa
nóg af fersku lofti. Hún opn-
aði gluggana upp á gátt og
slökkti síðan Ijósið hjá okk-
ur. Hún laut yfir okkur báða
og kyssti okkur. — Ég lít inn
til ykka,r eftir stutta stund,
þegar Henrik bróðir minn er
búinn að lauga sig, sagði hún,
— ef þið eruð þá enn vak-
andi. En reynið að sofna, vilj
ið þið það ekki? Þá fór hún
út og læddist eftir ganginum
til að hlusta við baðherberg-
isdymar. Loks kall^ði hún
fyrir utan dymar: — Gengur
þér ekki vel, Henrik? Hann
svaraði einhverju sem ég gat
ekki heyrt og hún anzaði aft-
ur: „Jæja, það er gott, farðu
þá í rúmið eins fljótt og þú
getur — það er orðið fram-
orðið.
Eftir skamma stund kom
hann eftir ganginum, hann
var berfættur og leit inn til
Warwicks og mín. Hann stóð
þarna í dyrunum og virtist
vera mjög stóð í náttskyrtu,
sem var o£ lítil fyrir hann,
þá kímdi hann bjánalega. Á
sama augnabliki kom
mamma inn í ganginn og stóð
við hlið hans.
— Heyrðu mér, Ellen,
sagði hann og flissaði. —
Hvers vegna lætur þú mig
ekki sofa hér hjá litlu drengj
unum ? Það væri dálítið
skemmtilegt og ekki eins ein-
manalegt.
— Nei, Henrik, sagði
mamma. — Það væri óskyn-
samleg hugmynd. Það er á-
gætt rúm inni í herbergi War
wicks, handa þér einum.
Svona, komdu nú, og fáðu
þér góða hvíld, þú sefur einn
í rúminu. Hún tók í handlegg
inn á honum. — Auk þess
þarf ég að tala dálítið við
þig og við megum ekki halda
drengjunum uppi lengur.
Hún leiddi hann inn í her-
bergi Warwicks og lokaði dyr
unum — ég bjóst við að það
væri til þess að við heyrðum
ekki til þeirra.
Við Warwick lágum í rúm-
inu og hvísluðumst á um gest
inn:
— Heldurðu að hann sé í
rauninni móðurbróðir okkar?
spurði Warwick.
— Ég veit ekki, sagði ég.
— Mamma segir það og hún
ætti að vita það.
— Það er nú sama, hann
getur ekki verið móðurbróðir
okkar, sagði Warwick. „Móð
urbróðir okkar“ þýddi ,Frið-
rik‘, hann var önnum kafinn
maður, hávaðasamur maður,
bjó í borginni og var læltnir
þar. Ef maður hugsaði um
hann var ekki hægt að hugsa
sér, að Henrik væri móður-
bróðir okkar líka. Friðrik
móðurbróðir okkar var allt-
af tandurhreinn og dálítið
kaupsýslumannslegur; hann
talaði hratt, hárri röddu,
gerði allt fljótt, sem hann
gerði og það ilmaði af hon-
um hreinlætið. Ef mamma
sagði satt, þá var þessi mað-
ur bróðir Friðriks móður-
bróður — og það var næst-
um því ótrúlegra en að hann
væri bróðir mömmu.
Ég hafði ekki farið í bað-
herbergið áður en ég fór að
hátta, svo að nú fór ég fram
úr og gekk ofan eftir gang-
inum. Þegar ég hafði snúið
aftur í hálfgerðu rökkri, ber-
fættur, stanzaði ég fyrir ut-
an herbergi Warwicks og
hlustaði. Ég heyrði mömmu
segja: — En þú skilur það
vitanlega Henrik, að hér get-
ur þú ekki verið. Skilurðu
það ekki ? Hérna er drengirn-
ir mínir, þú skilur það Hen-
rik — og hvers vegna? Það
kom ekkert svar. — Ég verð
fyrst og fremst að taka tillit
til þeirra, sagði mamma. —
Ég verð að hugsa um þá.
Þetta er þeirra heimili — þú
sást sjálfur hvernig Gerald
hegðaði sér í kvöld. Henrik,
mér þykir vænt um að þú ert
héma og við skulum hugsa
um þig í nótt, en á morgun ..
Hann muldraði eitthvað og
þá sagði mamma skyndilega:
— Ó, guð minn góður, bara
V 1 S T
Jú, nú þegar þér minnist á það, þá lief ég fengið bréf
frá yður með ósk um launahækkun. — Ég man bara
eklti hvar ég hef látið bréfið.
faðir, sem hann átti að vera!
Ég skreið aftur upp í rúm-
ið og Warwick hvíslaði:
— Hvað voru þau að tala
um?
— Ég veit það ekki, sagði
ég. — Hvernig ætti ég að vita
það!
— Þú varst að hlusta, hvísl
aði hann. — Ég vissi að þú
varst að hlusta. Hvað sögðu
þau?
— Þau sögðu ekkert. —
Svona þegiðu nú og farðu að
sofa.
— Nei, sagði Warwick. —
Ég ætla að fara fram úr og
sömu svifum heyrðum við
hlusta líka. En í þessum
mömmu opna dyrnar og
koma út. Hún lokaði dyrun-
um að baki sér og kom svo
inn í herbergið til okkar.
— Eruð þið ekki sofnaðir
ennþá? Við lágum kyrrir og
létumst sofa, en mamma
sagði: — Ég veit þið eruð
bara að látast. Hún settist
niður framan á rúmið. —
Hlustið þið nú á mig drengir
að hann pabbi hefði verið sá góðir. Hún tók hönd War-
Barnasagan Kalli kafteinn * FLJÓTAIMDI EYJAIM
38
Prófessorinn
fór nú að hlaða
tómum körfum
á hjólbörur og
á meðan hann
átti við það, sá
Tommi sér færi
á, að skjótast
ofan í eina af
körfunum, sem
þegar voru komnar í hjólbör-
urnar. — Hvers vegna skyldi
ég ganga yfir I gróðurhúsið,
þegar lítur út fyrir að prófes-
sorinn ætli að aka mér þang-
að“, hugsaði hann. Tomma
hafði nú skilizt, að prófessor-
inn ætlaði þegar í dag að hefja
framkvæmd ráðagerða sinna
um að eyða mannkyninu, með
hjálp þessara plantna og þess
vegna vonaði hann innilega að
nýji áburðurinn, sem hann
sjálfur hafði blandað, hefðí
þau áhrif, sem hann bjóst við.
Ef litla býflugan hefði staðið
síg vel, ættu litlu Stepparis
Vulgarisurnar að vaxa upp
sem plöntuætur, en ekki kjöt-
ætur, og nú var allt undir
Tomma komið, að fá þœr til
að vaxa nógu ört. Prófessor
Blaðgrænn hélt nú af stað með
hjólbörurnar, og litlu seinna
lagði hann þær frá sér í gróð-
urhúsinu. Strax og hann var
farinn og hafði lokað hurðinni
á eftir sér, skauzt Tommi út
úr felustað sínum.
wicks. — Það er margt það
í þessum heimi, sem þið dreng
ir vitið ekki og þekkið ekki.
Þó að okkur líði vel og okk-
ur hérna, þá líður ekki öllum
vel. Við erum svo heppin að
vera fjölskylda, en fjöldi
fólks er einmana, enginn hirð
ir um þá og enginn elskar þá.
Hún sat þarna við hliðina á
okkur á rúminu og ljósið,
sem skein úr ganginum skein
ekki á hana; og þó að ég gæti
ekki séð augu hennar, vissi
ég að hún leit ekki á okkur
þegar hún var að tala, hún
horfði beint út í vegginn.
— Ég held ég ætti að segja
ykkur eitthvað um Henrik,
svo að þið skiljið það, en
hagið ykkur ekki eins og
Gerald hagaði sér í kvöld —
þó að Guð einn viti að ekki
er hægt að lá honum það,
sagði hún. — Móðir mín dó
þegar ég var sjö ára. Það var
amma ykkar, sú rétta. Við
vorum þrjú börnin og ég var
elzt. Næstur var Friðrik bróð
ir minn, og svo Henrik. Hann
"Var aðeins lítið barn þegar
móðir okkar dó — aðeins
fárra mánaða að aldri. Pabbi
átti ósköp erfitt með að hafa
þrjú lítil böm í umsjá og
hafa enga móður handa
þeim; því var það að hann
kvæntist aftur eftir hér um .
bil ár. Hann giftist mömmu,
sem er stjúpa mín, og það
er amman, sem þið þekkið.
Hún var þýzk kona og hafði
misst manninn sinn. Mamma
var mjög hörð við okkur á
þeim dögum, en það var nú
ekki eingöngu hennar sök, að
ég álít, það var ekki hægt að
ætlazt til þess að hún hefði
áhuga fyrir börnum, sem
hún átti ekki sjálf. Hún fór
oft mjög grimmilega með
okkur, en ég sagði pabba
aldrei frá því, því að ég vissi
að hann myndi ekki trúa því.
Rúm” A "i eftir að pabbi var
kvæ’ 1 nýju, eignuðust
þau baru og það er Ottó móð-