Vísir - 24.03.1962, Blaðsíða 7
Laugardagurinn 24. marz 1962.
VISIR
HVENÆR FÁUM VIÐ
G ARÐ YRKJUSKÓL A ?
Á undanförnum árum
Kefir garðyrkjuskólinn
á Reykjum sætt mikilli
gagnrýni og virðist svo
sem þar sé pottur brot-
inn, rekstur og skóla-
hald til lítils sóma. 1
eftirfarandi grein ræðir
Valdimar Elíasson garð-
yrkjubóndi um hina van-
ræktu tilraunastarfsemi
við skólann.
í öllum löndum, þar sem
garðyrkjan gegnir mikilvægu
hlutverki í þjóðarbúskapnum er
stunduð umfangsmikil rann-
sókna. og tilraunastarfsemi til
að stuðla að uppbyggingu og
framþróun þessarar atvinnu-
greinar.
Sem dæmi uin það hversu
rík áherzla er lögð á að greiða
fyrir þróun og útbreiðslu garð-
yrkjunnar í ýmsum löndum,
með aðstoð tilrauna og rann-
sókna má geta þess, að í Dan-
mörku eru 4 tilraunastöðvar, í
Noregi eru þær 8, í Svíþjóð er
unnið að garðyrkjutilraunum á
um 10 stöðum, og í Hollandi
nálgast tilraunastöðvar 40, sem
ýmist eru í ríkiseign eða starf-
ræktar af landshlutum og fél-
ögum með fjárframlagi frá því
opinbera. Þannig mætti lengi
telja. Hér á landi, þar sem
hvort tveggja er, að garðyrkj-
an er ung að árum, sem sjálf-
stæð atvinnugrein og aðstæður
eru um margt mjög frábugðn-
ar því er þekkist hjá grann-
þjóðum vorum (má t.d. benda
á veðurfar og jarðveg), skortir
ekki hvað sízt tilraunir og rann
sóknir, til þess að framþróun-
in ekki stöðvist og allt hjakki
’ sama farinu ár eftir ár.
Áður fyrr, meðan gróðrar-
stöðvanna í Reykjavík náut
við, undir leiðsögu manns eins
og Einars heitins Helgasonar,
var leitast við að kanna ýmis-
legt, sem almenningi gat orðið
að liði, og var þó garðyrkja hér
lendis á þeim tíma mjög tak-
mörkuð og frumstæð, og sem
atvinnugrein vart orðin til. En
nú, eftir að fjöldi manns hefir.
gert sér garðyrkju að atvinnu,
og eftir að stórfelldur áhugi
fyrir ræktun hefur vaknað hjá
fólki víðsvegar um landið, virð
ist fyrri tíma tilraunastarfsemi
að mestu kulnuð, nema hvað
smávegis mun fengizt við at-
huganir á kartöflum og rófum
við tilraunastöðvar jarðrækt-
arinnar og svo við jurtakyn-
bótastöð Atvinnudeildarinnar.
Með stofnun Garðyrkjuskóla
Hkisins að Reykjum árið 1939
var það von margra. að þar risi
fljótlega upp tilraunastöð sú, er
glímdi við hin fjölmörgu vand-
amál, sem biðu úrlausnar inn- i mistekizt, og þá hvers vegna?
an verkahrings garðyrkjunnar.
enda gerðu lög svo ráð fyrir, að
á Reykjum yrði ekki einungis
fengizt við kennslu, heldur og
tilraunir með allskonar gróður,
jafnt • á bersvæði sem undir
gleri, er heyrir garðyrkju til.
Sú 'von hefur þó brugðizt til
þessa hvað tilraunir snertir.
Að vísu átti Garðyrkjuskólinn
fyrst í stað við ýmsa erfiðleika
að etja, ekki hvað sízt fjárhags-
lega, og lengi var ekki gert ráð
fyrir neinu fé á fjárlögum til
tilrauna við skólann. Meðan
málin stóðu þannig, var varla
hægt að vænta þess, að Garð-
yrkjuskólinn væri fær um að
sinna þessu verkefni svo um
munaði. En fyrir 8-9 árum
birti lítið eitt til í þessu máli.
Þá var farið að veita á ári
hverju nokkurt fé til tilrauna
við skólann. Stuttu síðar fékkst
100 þús. kr. byrjunarfjárveit-
ing til byggingar á sérstöku til-
raunagróðurhúsi, og var þá
strax hafið að reisa eitt stærsta
gróðurhús, sem fyrirfinnst á
öllum Norðurlöndum, og þótt
víðar væri leitað. Bygging
þessi sætti töluverðri gagnrýni
garðyrkjumanna, og héldu
ýmsir því fram, að varla hefði
verið rannsakað tii hlítar
hvernig heppilegast væri að
byggja upp gróðurhús fyrir til-
raunastarfsemi. Fannst ýmsum
og einkennilegt, að á sama tíma
og garðyrkjumenn fordæmdu
efnivið þann, sem notaður var
til byggingar á húsinu, þar eða
reynslan hafði sýnt, að hann
væri lélegur til gróðurhúsa,
skyldi Garðyrkjuskólinn reisa
byggingu úr því. í hús þetta
voru alls veittar 400 þús, kr.
af opinberu fé, hinsvegar mun
það hafa kostað talsvert meira.
Síðan var hafizt handa um að
rækta tómata í húsi þessu á
venjulegan hátt, eða í engu
frábrugðið því, sem gerist og
gengur meðal garðyrkjumanna,
en um tilraunir í orðsins fyllstu
merkingu hefur ekkert
heyrzt eða verið birt, garð-
yrkjumönnum til leiðbeiningar.
Enn þann dag í dag hefur eng-
in sjáanleg breyting orðið á
þessu. Enn er haldið áfram að
veita fé í þær tilraunir, sem
garðyrkjumenn vita ekkert
um. Hin árlega upphæð til
þessarar -starfsemi er að vísu
ekki stór, en nægilega stór
samt til þess, að eitthvað mætti
fyrir hana gera.
Rekstur tilraunastöðvar með
ríkisstyrk er ekkert einkamál.
Er því leyfilegt að spyrja:
Hvaða tilraunir eru það, sem
unnið er að fyrir það fé, sem
Garðyrkjuskólinn fær tii til-
rauna? Hvað líða mörg ár enn
unz niðurstöðurnar verða birt-
ar? Hafa tilraunirnar máske
Fyrir nokkrum árum kom
hér heimsþekktur amerískur
prófessor í garðyrkju, dr.
Kenneth Post, sem nú er látinn.
í skýrslu, sem prófessorinn reit
eftir dvöl sína hér,
i Garðyrkjuritinu
(bls. 123), komst
þannig að orði:
„Garðyrkjuskóli ríkisins
(the experiment station)
hefur stóra garðyrkjustöð,
sem notuð er eingöngu til
framleiðslu. Engar rann-
sóknir til aðstoðar garð-
yrkjumönnum eru í fram-
kvæmd. Svo virðist sem næg
gróðurhús séu til rannsókna
nú þegar. Aðbúnaður og
starfslið er ef til vill ekki
nægilegt til að framkvæma
það, sem nauðsynlegt er.
Vissulega er það augljóst,
að visindalega þjálfað starfs
lið, scm hefur áhuga á rann-
sóknarvandamálum við ís-
lenzkar aðstæður er ekki
við Garðyrkjuskólann, bví
annars væru athuganir
komnar vel á veg í sam-
bandi við þann gróður, sem
ræktaður er í gróðurhúsun-
um”. 1
Síðan þetta var ritað hefur
í áðurnefnt gróðurhús bætzt við
| gróðrarstöð Garðyrkjuskólans,
1 sem er nú stærsta garðyrkju-
I stöð landsins. Menntað starfsljð
við gróðrarstöð Garðyrkjuskól-
ans á Reykjum hefur hins
vegar ekki aukizt, þótt verk-
efni hafi vaxið með stækkun
stöðvarinnar. Hafa því ábend-
ingar dr. K. Post’s verið að
engu hafðar, og er þar vissu-
lega illa farið.
Það mun yfirleitt vera krafa
bænda að ríkisbú séu tilrauna-
bú óg rekin í því augnamiði
og kirt var | fyrst og fremst (svo er t.d. um
árið 1955 ! fifraunabúið á Hesti o.fl.) Er
hann m a tú of mikils mælzt, að ríkið,
sem á 1/14 hluta af öllum
gróðurhúsum á landinu, noti
einhvern hluta þeirra fyrir til-
raunastöð?
Garðyrkjustöðin á Reykjum
er allt of stór sem ltennslustöð.
Virðist því liggja beint við að
aðskilja og gera nokkurn hluta
hennar að sjálfstæðri tilrauna-
stöð, algjörlega óháða rekstri
skólans, dg fela forustu hennar
og framkvæmdastjórn vel
menntuðum manni, innlendum
eða erlendum, sem hefur áhuga
fyrir vísindalegum rannsókn-
um til eflingar og styrktar hér-
lendri garðyrkju.
Valdimar Elíasson
Jaðri, Bæjarsveit
Hagstofan taki nú
við þjóðskránni
I gær var lagt frani á Alþingi
stjórnarfrumvarp um þjóðskrá og
almannaskráningu.
Ekki er um miklar efnisbreyt-
ingar að ræða frá núgildandi lög-
um um þetta efni. En tilefni þess
er að Þjóðskjalasafn íslands og
menntamálaráðuneytið annars
vegar og Hagstofa Islands hins
vegar hafa gert með sér sam-
komulag um að leggja til að þjóð-
skráin taki við vottorðagjöfum af
Þjóðskjalasafninu frá og með árs-
byrjun 1963. Til þess þarf að
breyta gildandi lögum vegna þess
að svo er fyrir mælt að þjóðskráin
skuli „ekki láta í té vottorð um
fæðingartíma manna og önnur at-
riði, sem er í verkahring presta
að votta um samkvæmt embættis-
bókum.“
Fyrrgreint samkomulag er til-
efni frumv. en rétt hefur þótt að
gera um leið nokkrar smábreyting-
ar frá gildandi lögum. Stjórn þjóð-
skrárinnar verður lögð niður og
fengin Hagstofunni, felld niður
ákvæði um árlega samningu kjör-
skrár o. fl.
SKÁKKEPPNI stofnana (firma-
keppninni) lauk s. 1. miðviku-
dagskvöld með sigri I. sveitar
Stjórnaráðsins, sem fékk 16^
vinning, sigraði einnig í fyrra
með 15 vinningum.
MÝS OG MENN í IÐNÓ
FYRIR MÖRGUM ÁRUM
ÚTVARPIÐ í DAG
Okkur finnst orðið býsnalangt síðan við kynntumst leikritinu „Mýs og menn“ hér I Reykja-
vík. Máske er það sagan, sem villir um fyrir okkur, máske það, að fyrst var það flutt í
útvarp, eins og verður nú gert í kvöld á ný. En hver man ekki Lenna, eins og Þorsteinn
Ö. túlkaði hann, eða vin hans Georg, sem áður lék Brynjólfur (og við endurbirtum mynd
frá þeirri sýningu), en í kvöld fer Lárus Pálsson með það hlutverk. En í Ieikritinu segir
sjálfur Steinbeck:
Lenni: I aint say good by. That’s fine. Say, may be you’re getting beans.
George: I bet I can let Jou tend the rabbits - ’specialiy if you remember as good as that.
I