Vísir - 24.03.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 24.03.1962, Blaðsíða 5
Laugardagurinn 24. marz 1962. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: í vikunni er aðaláherzla á fréttir eða samband þitt við vini og vi^skiptafélaga erlend- is eða langt í burtu. Ósennilegt er að fréttir frá þeim falli þér vel nú, en það lagast síðar. Þú ættir að gera framtíðaráætlanir sem mest fyrri hluta vikunnar, því Máninn er í níunda húsi sól- korts þíns. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú ættir að leitast við að auka sameiginlegar tekjur þínar og félaga eða maka. Þú þarft sér- staklega að varast ranghermi annarra, sem gæti komið þér illa ef þú stendur ekki vörð og leiðréttir það í tíma. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þú ættir ekki að reikna með hjálpsemi annarra eða at- hygli, heldur ættirðu að reyna að vera hjálpsamur og sam- starfsfús, því aðrir eru nú í sviðsljósinu heldur en þú. Allt bendir til misskilnings af hendi maka þíns eða atvinnu- félaga, en þú þarft að sýna stillingu og skilning annars gelur snurða hlaupið illilega á þráðinn. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí Vinnuvikan ætti að geta byrjað mjög vel hjá þér i þetta skiptið, þú getur aukið afköst- in og þar með aflað þér viður- kenningar yfirboðara þinna. Þriðjudagur og miðvikudagur eru nokkuð varasamir, þú ættir að halda þig í hæfilegri fjar- lægð frá vandræðum annarra, því að öðrum kosti geturðu flækzt í atburðarás, sem þú síður en svo kærir þig um. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Fyrrihluti vikunnar býður upp á ágætis tækifæri til að sinna tómstundaiðju og áhugamálum, einnig ættirðu ekki að sitja þig úr færi að komast í kvik- myndahús eða leikhúsið, því þar muntu skemmta þér ágæt- lega, en varastu samt að ausa fé á báða bóga ef þú vilt að peningarnir endist til mán- aðamótanna. Meyjan, 24. ágúst til 2B. sept.: Þú ættir að vera eins vei á verði og þér framast er unnt til að bæta öll skilyrði heima hjá þér eða á vinnustað. Nú er sérstök áherzla á fjölskyldu- vandamálin og heimilið yfir- leitt. Áðsteðjandi erfiðleika ætt irðu að geta leyst auðveldlega ef þú leggur þig fram við það. Samt ættirðu að beita lipurð ef þú vilt forðast að hleypa öllu í bál og brand. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Samskipti við nábúana eða nána ættingja eru nú mest á döfinni f vikunni. Þú ættir ekki að láta skoðanir þínar í ljósi fyrr en þú hefur heyrt málið frá öllum hliðum og grand- skoðað það. Um miðja vikuna gæti orðið talsverður steiting- ur á heimilinu, en þú ættir að reyna að koma þér burtu þá kvöldstund, það verður orðið gott þegar þú snýrð heim aftur. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Ef þú tileinkar þér forsjálni og góða íhygli í vikunni er mjög líklegt að þú getir aflað þér fjár frá öðrum, sem þú verður að liði. Ekki er ólíklegt, að þú komist að góðu samkomulagi við aðila, sem þú hefur staðið í samningsgerð við undanfarið. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Nú er ágætt tækifæri til að byrja á einhverju nýju, sem þú hefur haft í hyggju. Einnig er gott að framfylgja persónu- legum málefnum og aðrir munu taka fullt tillit til orða þinna og gerða, því þú ert undir mjög hagstæðum áhrifum Mánans, sérstaklega fyrrihluta vikunnar. Steingeitin, 22. des. til 22. jan.: Þú nærð beztum árangri nú með því að vinna bak við tjöldin án þess að mikið fari fyrir þér eða beri á þér. Þú ættir ekki að bjóða heim öfund annarra með því að láta skína í yfirburði þína, forðastu tauga- spennu við aðra. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Vikan er heppileg til að auka vinsældir þínar og kynn- ast nýju fólki. Þú ættir einnig að geta framfyigt einhverju að óskum þínum og vonum og jafnvel að sjá þær rætast. Var- astu samt eyðslusemi, því þú hefur talsverða tilhneigingu til að vera örlátur á peningana núna. Fiskarnir, 20. febr. til 20.1 marz: Framsýni og góð greind hjálpar þér til að hækka í mann félagsstiganum, ef þú heldur | rétt á spilunum. Leitastu við að verða yfirmönnum þínum, j sem mest að liði, því það mun borga sig vel þótt síðar verði. Reyndu að koma því ,frá sem þú hefur þegar lofað að fram- kvæma eða á annan hátt skuld- bundið þig til að framkvæma. Flugfélagið — hestum, bæði frá Bretlandi, Þýzkalandi og ýmsum öðrum Evrópulöndum. í samráði við Ferðaskrifstofu ríkisins hafa ver ið skipulagðar ferðir á hestum bæði í byggðum og óbyggðum fyrir þessa ferðalanga. Pantanir frá ferðaskrifstofum. Það liggja fyrir margar pant- anir frá ýmsum ferðaskrifstof- um varðandi ferðamenn, eink- um frá Bretlandi, Norðurlönd- um, Þýzkalandi, Frakklandi, Sviss og Ítalíu. Knattspyrnulið hafa pantað flugferðir fram og aftur næsta sumar frá Tékkóslóvakíu, ír- landi og Noregi. Þá hefur 15 manna hópur brezkra lögreglumanna frá Birm ingham pantað flugfar til ís- lands'næsta sumar. Þrír hópar frá Sviss. Svissneska ferðaskrifstofan VISIR 5 Air Suisse hefur pantað flugfar fyrir þrjá hópa — 20 manns í hverjum hópi - til íslands næsta sumar. — Þessir hópar munu einnig ferðast nieð flug- félagi íslands til Grænlands. Frá Epson Collidge kemur 50 manna hópur brezkra stúdenta til ferðalaga og dvalar í júlí- mánuði n.k. w? Fjöldi skáta á Jamboree. Vert er að geta þess, að hálfr- ar aldar afmæli skátahreyfing- arinnar á íslandi í sumar dreg- ur að sér marga ferðalanga, eink um brezka, svo og skáta frá Norðurlöndum og víðar. Hafa 100 skátar frá Bretlandi pantað flugfar til íslands í sambandi við þessi hátíðarhöld, sem fara munu fram á Þingvöllum. Áhugi ítala. ítalir eru í hópi þeirra, sem áhuga hafa fyrir íslandsferðum. Það kemur m. a. í ljós með því, |að ítölsk ferðaskrifstofa í Míl- anó , Utras að nafni, hefur nú í þrjú ár í röð pantað flugfar fyrir ítalska ferðamenn til Is- lands, að þessu sinni fyrir 25 manna hóp. Að lokum má geta þess, að hingað er í sumar væntanlegur 60 manna kór norskra stúdenta frá Oslóarháskóla. Grænlandsferðir. Um Grænlandsferðir sérstak- lega er það að segja ,að áhugi fyrir þeim fer sívaxandi. I sum- ar hefur Flugfélag íslands í sam ráði við Ferðaskrifstofu ríkis- ins ákveðið 8 ferðir til Græn- lands, þar af 4 ferðir til Narsar- suak á suðvestur-ströndinni og aðrar 4 ferðir til Kulusuk á aust urströndinni. Þær fyrrnefndu eru 3ja daga ferðir og þær síð- amefndu 1 dags ferðir. Þátttaka virðist ætla að verða mikil í þeim öllum, því fullskipað er í 2 ferðanna til Narsarssuak og meira að segja álitlegur hópur kominn þar á biðlista, en í hin- ar tvær ferðimar að verulegu leyti fullskipað. Um ferðirnar til Kulusuk er það að segja, að þar er einnig fullskipað í tvær síð- ustu ferðirnar og talsvert verið pantað í hinar tvær. Það eru einkum útlendingar, sem áhuga hafa fyrir þessum ferðum, fyrst og fremst Bretar, Þjóðverjar,. Frakkar, ítalir, Svisslendingar, og Norðurlandabúar, auk Banda- ríkjamanna. Engin undcinþága Mishermi er það í blaði yðar í dag, að skipstjórinn á brezka tog- aranum Wyre Mariner hafi fengið undanþágu frá kúabólusetningu hjá landlækninum og að úrskurð- ar hans hafi verið óskað vegna neitunar skipstjórans að láta bólu- setja sig. Rétt er hins vegar, að héraðs- læknirinn í Vestmannaeyjum átti símtal við mig að morgni 21. þ.m. og tjáði mér, að skipstjóri á brezk um togara frá Fleetwood, ásamt skipshöfn sinni, hefði néitað bólu- setningu í Vestmannaeyjum. Hafði togarinn farið frá Fleetwood 5 dögum áður eða h. 16. þ.m., og voru allir heilbrigðir um borð. Ég vísaði héraðslækninum til sím- skeytis til hans frá skrifstofu minni, sem var sent 16. janúar s.l. og er á þessa leið: „Samkvæmt tillögum landlæknis hefur Heil- brigðismálaráðuneytið ákveðið, að allir, sem koma frá Bretlandi og ekki geta sýnt gilt bólusetningar- vottorð, skuli, þótt þeir komi frá ósýktu svæði, gangast undir kúa- bólusetningu eða, ef þeir neita veiff of landiækni bólusetningu ,sæta sóttvarnareftir- liti, unz liðnir eru 14 dagar, frá því er þeir stigu um borð í skip (flugfar) í Bretlandi". Þessi ákvæði ráðuneytisins eru ennþá í gildi. Þar sem Fleetwood er ekki sýkt svæði, fer um ráðstafanir gagn- vart áhöfn togarans í samræmi við ofangreind ákvæði ráðuneytisins. Á þetta benti ég héraðslæknin- um, un> leið og ég vísaði til ofan- greinds símskeytis. Ég vii jafnframt sérstaklega benda á það ,að mér er ekki heim- ilt að veita undanþágur frá nein- um reglum, sem ráðuneytið hefur sett Reykjavík, 22. marz 1962. Sigurður Sigurðsson. í TILEFNI af þessari athugasemd landlæknis, vill Vísir undirstrika, að héraðslæknirinn í Vestmanna- eyjum hefir sjálfur tekið hina end- anlegu ákvörðun í málinu, um að leyfa skipstjóranum að mæta fyr- ir rétti, án þess að bólusetning færi áður fram á honum. Illil Fyrsta sjálfsafgreiðslu- fiskbúð Kjöts og Fisks HIÐ GAMLA verzlunarnafn Kjöt & Fiskur er nú komið í nýtízku- lega sjálfsafgreiðslubúð í verzlun- arhúsinu að Laugarásvegi 1. Var búðin opnuð f morgun, en eins og nafnið bendir til hefur hún á boð- stólum kjötvöru og fisk, nýjan og frystan. Er þetta í fyrsta skipti sem opnuð er sjálfsafgreiðslu-fisk búð. — Eigendur eru þeir Einar Bergmann og Jón Ásgeirsson. Ver2lunina sýndu eigendur nokkr um gestum í fyradag. Er hún mjög björt og skemmtileg og raflýsing- in á sinn þátt í þvf ásamt snilldar ; handbragði þeirra iðnaðarmanna sem lagt hafa hönd að verki. Einar Bergmann hefur haft veg og vanda að því að koma sjálfsaf- greiðslufyrirkomulaginu á fiskinn. Sagði hann blaðamanni Vísis nokkuð frá þessu fyrirkomulagi. Við liöfum niðri, sagði Einar, fisk- móttöku á nýjum fiski. Þar verður hann pakkaður í sínar sérstöku um búðir, hver fisktegund hefur ákveð inn lit á miða sem henni fylgir t.d. hefur ýsan gula miða, en þorskur- inn bláa. Við búum um fiskinn í tnargvíslegum pökkum, niðurskor- inn beint í pottinn, flakaðan með og án roðs, svo nokkur algengustu dæmin séu tekin sagði Einar. Hver fiskpakki hefur sinn dagstimpil, og öll fer þessi fiskvinnsla okkar og pökkun frarn í samráði og undir eftirliti ferskfiskeftirlitsins. Fiskur inn er síðan settur í kæliborð og þar gapga viðskiptavinir að hon- um. Með þessu fyrirkomulagi öllu hyggst fyrirtækið betur geta tryggl fólki góðan fisk, og góða þjónustu. Fiskur er svo snar þáttur í daglegu fæði okkar, að á fram- reiðslu hans í búðum ber að leggja mikla áherzlu og géra hinar ströng ustu kröfur, sagði Einar. Verzlunarstjóri í Kjöt & Fisk er Ólafur Björnsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.