Vísir - 02.05.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 02.05.1962, Blaðsíða 2
2 VISIR Miðvikudagurinn 2. maí 1362. dk 'bj, ____, ,_. x'U=^ |—J li—| |—J \ i /////á. Tf3 'n W '/////'m v//////////sm y//////////m y//////, _fc Úr frúaleikfimi. Frúaleikfímin fékk góðar undirtektir 1 vetur hefur Iþróttabandalag Reykjavíkur gengizt fyrir nýstár- legum námskeiðum svonefndri frúa leikfimi, en hún er fólgin í ýmis konar mýkingar- og afslöppunar- æfingum og leikjum fyrir húsmæð- ur höfuðstaðarins. Bologna, fjórða bezta liðið í ítölsku deildakeppninni, kom í heimsókn til Danmerkur um síð- ustu helgi og 33.000 áhorfendur komu á leikinn, ekki til að sjá sig- ur danska liðsins heldur Harald Nielsen. Þetta breyttist þó mikið þvf danska úrvalsliðið stóð sig mun -betur í leiknum en við var búizt og átti tækifæri á að vinna „DUX" dómarnnna íslandsmótið í handknattleik hef- ur leitt í ljós að Daníel Benjamíns- son hefur innt mest störf af hendi sem dómari. Daníel dæmdi alls 21 leik. 1 Reykjavíkurmótinu dæmdi Danfel 22 lelki og með aukaleikj- um eru Ieikir hans um 50 talsins. Er þetta athyglisvert, ekki sízt þar eð Danícl var á síðastliðnu ári efstur dómaranna í knattspyrnunni með alls 26 störf yfir sumarið. Mun þetta einsdæmi að sami maður verði efstur bæði í hand- knattleik og knattspyrnu. Daníel er 24 ára að aldri og dæmir fyrir Knattspyrnufélagið Víking, en hef- ur leikið handknattleik með Víking og knattspyrnu í yngri flokkunum KR. Það varð bandalaginu strax fjöt- ur um fót hversu erfitt er að fá inni í íþróttahúsunum, en KR, Ármann og íþróttafélag kvenna hlupu hér undir bagga og útveguðu bæði kennara og tíma f Laugarnesskól- anum, Miðbæjarskólanum og leikinn, komust í 2:1 og áttu tæki- færi á 3:1, en Bologna jafnaði, eða Danirnir sjálfir öllu heldur þvf 2:2 varð sjálfsmark. Dönsku blöðin segja að Harald hafi breytzt mikið í leik sínum og sé orðinn ítalskari en Italirnir sjálfir. Hann hefur aukið hraða sinn að mun og er geysiharður f horn að taka, svo mjög að Dönum fannst nóg um. Óþarfa pústrar, hrindingar og brögð fóru mjög f taugar áhorfenda og innan skamms varð dómarinn að áminna hann um að sýna ekki óprúð- mennsku og er á leikinn leið voru vonbrigði danskra áhorfenda kom- in í ljós því 33.000 manns öskruðu í kór: „Út af með Harald". Dómar- inn var kominn á fremsta hlunn með að vísa Harald út af fyrir end- urtekin mótmæli yfir dómum hans, auk harkalegra brota hans, en lét sér nægja að áminna hann með orðunum: „Reyndu að haga þér eins og þér sæmir, því annars áttu á hættu að verða óvinsæll leik- maður“. Og mí 'ægja að hann hafi hitt naglann á höfuðið. Harald, sem var svo vinsæll er hann hljóp inn á flóðlýstan leikvanginn var skyndi- lega orðinn skotspónn þúsundanna, i er dómarinn flautaði þessum sögu- I lega leik af. Breiðagerðisskóla, svo og f sal Jóns Þorsteinssonar‘*'W8 “C!K3argöu. Námskeið þessi þóttu takast hið bezta og voru ,' onurnar allar mjög ánægðar með þau, en þátttakendur voru alls um 300 á öllum aldri, en þær borga 200 krónur fyrir þátt- töku á námskeiðunum, en þau eru tvö á vetri. í vetur standa vonir til að úr rætist með húsnæði og verður þá unnið kappsamlega að því að aliar konur geti tekið þátt í þessum á- gætu námskeiðum, enda verður það aldrei brýnt nógu vel fyrir fólki hve nauðsynlegt það er að iðka einhverja íþrótt, hverju nafni sem hún nefnist, ef heilsan á að vera f lagi. - KLP - B-LANDSLIÐ VANN 18:17 Það vakti mikla athygli á sunnu- dagskvöldið, þegar b-lið landsliðs- nefndar vann 18:17 yfir „landsliði" völdu af sömu mefnd. Eins og markatalan sýnir voru allar meiri- háttar skyttur kvennaflokkanna mættar til leiks, en 35 mörk sam- tals f kvennaleik er næsta sjald- gæft. A-liðið var eingöngu byggt upp af „stórskotakonum" og var í leik sínum langt undir því, sem b-liðið sýndi, og var sigur liðsins engin tilviljun og hefði mátt vera meiri. í hálfleil var staðan 8:5 fyrir b- liðið. Daníel Benjamínsson dæmdi leikinn og fórst það vel úr hendi. ® Fripg vann Sandefjord í gær á Bislctleikvanginum með 2:1. Karl Guðmundsson þjálfar Sandefjord. Torbjörn Svendsen átti ágætan leik og er talinn iíklegur í landslið Norðmanna gegn Hollandi á næst- unni, en hann stefnir að því að hnekkja 106 landsleikjameti Billy Wright. Otafmeð Harald æptu 3oooo Danir SVEITIN SIGURVEGARI ÍR-sveitin fór með sigur af hólmi í Steinþórsmótinu, sem fram fór víð skíðaskála þeirra á sunnudag. Sveitir KR og Ármanns voru dæmd ar úr keppni. ÍR-sveitin var sú eina, sem fékk 6 menn í gegn og fór sveitin á samanlögðum tíma 546.0 sek. Beztum brautartíma náðu Stef- án Kristjánsson, Ármanni, 86,7 sek., Þorbergur Eysteinsson, ÍR, 89,0 sek, Steinþór Jakobsson ÍR, 89,3 sek. og Valdimar örnólfsson IR, 90,0 sek. I brautinni sem var 450 metra löng voru 50 hlið og fallhæð 150 metrar. Innanfélagsmót fór einnig fram í Hamragili um helgina og varð Steinþór Jakobsson ÍR-meistari í svigi á samanlögðum. tíma 86.8 sek., en Þorbergur Eysteinssop varð annar á 88.6 sek. Sigurður Einarsson og Valdimar Örnólfsson urðu 3.-4. á 89,9 sek. Vekur frammistaða Þorbergs Eysteinssonar á mótum þessum at- hygli þar eð hann hefur ekki keppt í vetur en æft nokkuð vel seihni hluta vetrar. Sigurður Einarsson vakti og athygli og þykir hafa tek- ið miklum framförum eftir dvöl sína í Bandaríkjunum nú eftir ára- mótin. Jakobína Jakobsdóttir, systir Steinþórs, fór að dæmi bróður síns og vann kvennaflokk ÍR-mótsins. Drengjaflokkinn vann Þórður Sig- urjónsson. uríþróttin sem gleymJist Tveir hafnfirzkir íþróttamenn höfðu tal af sfðunni í gærdag. Var þeim báðum mikið niðri fyrir og fannst að „þjóðar- íþrótt“ þeirra Hafnfirðingahefði verið fyrir borð borin í hinni nýju kvikmynd Gunnars Hansen um Hafnarfjörð, en hún er sýnd um þessar mundir i Bæjarbíó. Það er ekki hægt annað en taka undir þetta. í myndinni eru börn sýnd í fimleikum og sjó- menn i róðri, en handknattleik- ur, sem átti sér vöggu einmitt í Hafnarfirði kemur ekki fram í myndinni. Mörkin sjást þó þar sem skátapiltar hoppa á einum fæti á milli þeirra. Eru þetta ó- skiljanleg mistök hjá stjórn- anda myndarinnar, þar eð hand- knattleikslið FH hafði einmitt sannað og sýnt svo um munaði, þegar myndin vár tekin að liðið var einmitt sterkasta félagið í Evrópu og landsliðið, sem náði svo langt í HM f Þýzkalandi var með uppistöðu úr FH. Kvikmynd þessi á eftir að geymast sem heimild í vörzlu Hafnarfjarðarkaupstaður, og finnst mönnum að ekki væri úr vegi að reyna að Iagfæra mynd þessa ef unnt er, svo mikinn þátt hefur handknattleikurinn átt í lífi fólksins í Hafnarfirði. Mike Troy frá Háskólanum í Indíana var fyrir Olympíuleik- ana í Róm 1960 talinn líklegur sigurvegari í hinu erfiða 200 metra flugsundi. Hann ekki aðeins vann, heldur sló hann einnig gamla OL-metið um nær 6 sekúndur, synti á hinum ótrúlega tíma 2.12,8 mín. og bætti því fyrra heimsmet sitt um 4/10 úr sekúndu. Þa“ telst til eins af „veikieik- um“ Troys að fá sér ærlegan Milk Shake, sem sumir íslend- ingat kalla Mylsku og þetta kostar hann að sögn aukaæf- ingu til að ná af sér kílóunum sem Mylskan bætir á hann. Bandarikjamennirnir tóku hvorki meira né minna en 10 gullverðlaun á sundkeppni Ol. í Róm Boðsundssveitir USA í 4(lu og 800 m. frjálsri aðferð og og 400 metra skriðsundssveitin settu ný glæsileg heimsmet.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.