Vísir - 02.05.1962, Side 4

Vísir - 02.05.1962, Side 4
VISIR Miðvikudagurinn 2. maf 1962. V.V.V.V.V.V.V.Vii'iVí'i'iVV.V.V.'.ViV.'i'iV.V.V.'.V.V.V.'.VVi'.VV.V.'.V.V.V.ViV.VAV.V.V.ViV.V.V.V.ViiV.V.V.V/.ViV.V.V.V.’.V.V.'.VíVS^W l i; |Meistarinn brýtur kennisetningar| í en skussarnir tolla í tízkunni I Leikflokkurinn Gríma horfir yfir verk sitt fyrsta árið og sér, að það er harla gott. Flutt hafa verið tvö verk tveggja af snjöll- ustu leikskáldum Evrópu á okk- ar dögum og lýkur leikárinu með nýjung, serri íslenzkum leikskáldum hlýtur að vera fagnaðarefni, opinberum sam- lestri á nýju íslenzku leikriti, í þeim tilgangi gert fyrst og fremst að leyfa leikskáldinu að heyra verk sitt af sviði og gera breytingar eftir vild. Leikritið, sem fyrst varð fyrir valinu, nefnist „Á morgun er mánudagur" og höfundur er Halldór Þorsteinsson bókavörð- ur og tungumálakennari. Þar eð telja má þennan leikritaflutning viðburð í leikhúslífi á íslandi, sem vonandi verður framhald á, var þess farið á leit að fá viðtal dagsins við Halldór, og varð han'n við þeirri ósk. — Hefirðu áður borið við að skrifa leikrit eða kom andinn fyrst yfir þig nýlega? — Ég hef alltaf haft gaman af að fara í leikús frá þvl ég man fyrst eftir, en verulegan á- huga fyrir að lesa leikrit fékk ég þegar á fyrsta háskólavetri mínum I Los Angeles fyrir 20 árum, þar sem ég lagði stund á rómönsk tungumál og bók- menntir. Sérstakar mætur hafði ég þá á Eugene O’Neill og Jean Anouilh, svo ólíkir sem þeir annars eru. Leiklist varð mér brátt svo mikið áhugamál, að ég fékk óviðráðanlega löngun til að gerast leikari, svo að ég hætti tungumálanáminu eftir fyrsta veturinn og innritaðist I leikskólann Pasadena Play- house, var þar eitt skólaár, en af sérstökum ástæðum hvarf ég aftur að tungumálanáminu og lauk því. En um þetta leyti gerði ég mína fyrstu tilraun til að skrifa leikrit, samdi fyrsta þáttinn í Los Angeles, og lagði það síðan á hilluna, tók aftur til við það löngu seinna, þegar ég var kominn til Parísar til framhaldsnáms, skrifaði þar 2. þátt og síðan ekki söguna meir, lauk aldrei við það. — Hvemig starfaði Pasadena Playhouse, og komst þú þar fram á leiksviði veturinn, sem þú varst í leikskólanum? — Pasadena Playhouse var með líku sniði og Leikfélag Reykjavlkur, þar störfuðu ekki atvinnuleikarar, heldur áhuga- fri-k og svo léku nemendur leik- skólans, einkum þeir sem voru á síðara námsári. Leikhúsið hafði tvö svið, annað minna, til- raunaleiksvið fyrir nemeridur. Jú, ég fór með nokkur hlut- verk, þótt ég væri þarna aðeins fyrra veturinn (þetta var tveggja ára skóli). Varð heldur upp með mér, þegar ég fékk að- alhlutverkið I útvarpsleikriti, sem byggist á sögunni „Rip Van Winkle“ eftir Washington Irving. Til skýringar er ef til vill rétt að geta þess, að at- vinnuleikarar ásamt efnilegustu nemendum úr framhaldsdeild skólans voru fengnir til þess að Ieika hálfsmánaðarlega fyrir út- varpsstöð eina í Kaliforníu. Einnig fékk ég smáhlutverk I „Skin of our teeth" eftir Thorn- ton Wilder og „King Lear“ eftir Shakespeare. Og ég tel mig hafa lært talsvert þennan eina vetur, sem ég var I Pasadena Playhouse, skólinn var mjög strangur, kennsla og þjálfun stóð óslitið frá snemma morg- uns til kl. 5 síðdegis og svo voru alltaf heimaverkefni, sem varð að skila næsta dag. — Eru þér sérstaklega minn- isstæðar einhverjar leiksýning- ar, sem þú sást vestra fyrir þetta mörgum árum? — Það hefir þá einkum verið I New York, jiar sem ég dvald- ist I fjóra til fimm mánuði að- eins til að fara I leikhús, fór á Broadway nálega á hverju kvöldi og sá svo margt ágætis- verkið, að það er erfitt að velja þar eitthvað úr. Einkum eru mér Glerdýrin eftir T. Williams minnisstæð vegna frábærrar túlkunar þeirra Laurette Taylor og Eddie Dowling. Þarna sá ég líka Heddu Gabler og Lysistrata eftir Aristophanes, sýningar sem voru jafnt leikstjórn sem leikur- um til mikils sóma I hvívetna. Nú man ég að það sem mér þótti mest til koma var fyrsta leikrit eftir Anouilh, sem ég sá, Anti- gónu, það verður mér ógleym- anlegt. Þetta er líklega bezta leikrit Anouilhs og að mínu áliti eitt af snilldarverkum franskra Ieikbókmennta. Ég þýddi það á sínum tíma fyrir Þjóðleikhúsið, en það fór fyrir ofan garð og neðan hjá megin þorra íslenzkra leikhúsgesta eða réttara sagt obbanum af öllum snobburum. Ég held, að Anouilh sé það leik- skáld, sem ég hef tekið mest til fyrirmyndar, þó að ég sé ekki sammála heimspeki- og lífsskoð- unum hans í hvlvetna. Tækni- kunnátta Anouilhs er óviðjafngn leg og bygging verka hans fárra bóta vant. — En þykir þér O’Neill mest- ur amerískra leikskálda? — Hann er mikið leikskáld, hefir mjög dramatískt skyn, með öðrum orðum honum er sú list lagin að etja persónum slnum saman á átakaríkan hátt, en orð færi hans er hins vegar oft stirt og þvingað. Mér finnst Arthur Miller vera snjallasti og fjöl- hæfasti leikritahöfundur Banda- ríkjamanna. í seinni tíð er sú skoðun mjög ríkjandi bæði I Vestur- og Austurálfunni að leik skáldin Brecht, Durrenmatt, Frisch, Becket og Ionesco séu þeir einu sönnu nútíma höfund- ar, en að hinir amerísku kolleg- ar þeirra hins vegar svo sem Arthur Miller, Tennessee Willi- ams og William Inge, séu hálf- gerðir utangáttagemsar af gamla skólanum. Þetta er vægast sagt einkennilegt mat og óréttmætt. — Hvað segirðu þá um leik- ritaval leikhúsanna I Reykjavík? — Hvað snertir erlend leik- skáld, þá hafa komið hér á svið mörg ágætisverk eftir þau und- anfarin ár, en þrátt fyrir það hefði verið hægt að kynna enn fleiri og betri höfunda en raun hefur verið á, t.d. af þeim sem ég taldi áðan, hefir ekkert verið flutt hér eftir WiIIiam Inge, og mætti miklu fleira nefna. En þeg ar kemur að flutningi Islenzkra leikrita, kastar fyrst tólfunum. Segja má, að Þjóðleikhúsið hafi gert skyldu sína 1 því efni á maBIlii ii Halldór Þorsteinsson þessu leikári, hefir flutt tvö leik- rit eftir íslenzka höfunda. En ís- lenzk leikrit virðast ekki eiga upp á pallinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Maður hlýtur að spyrja: Er Iðnó orðin Priestley- leikhús? Ég hef heyrt því fleygt, að L.R. ætli að sýna „Johnson over Jordan" á næsta leikári og I tilefni af því ætli félagið að bjóða Priesley hingað. — En hefirðu mikið álit á Grímu? Hún hefir þó alténd tek- ið þig upp á sína arma. — Mér finnst Gríma fara vel af stað og þessi nýbreytni henn- ar, að lesa leikrit á sviði, mjög athyglisverð. Ég tel fátt ungu leikskáldi gagnlegra en að fá að hlusta á aðra lesa verk þess. Það örvar óspart sjálfsgagnrýni af þvl að þá koma í ljós leyndir vankantar, sem höfundur getur ef til 'vill sniðið af verki sínu. Meðan á æfingu stóð, var ég allt af með pennann á lofti og strik- aði miskunnarlaust út. Það gekk meira að segja svo langt, að Ieikstjóranum þótti nóg komið. Mér er spurn hvers vegna, að framámönnum Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur hafi ekki komið til hugar fyrir löngu, að kynna verk íslenzkra höf- unda., „prufukeyra" verkin, með þessum hætti. T.d. væri þetta hægur vandi á litla leiksviðinu I Þjóðleikhúsinu, sem aldrei hef ir verið notað sem slíkt, það er tilvalið til þess háttar starfsemi, og L.R. hefði hæglega getað not- að eigin húsakynni til þess. — Hvernig líkar þér blaða- dómarnir, sem leikrit þitt hefir fengið? . — Meðal þeirra, sem Iagt hafa dóm á það I blöðum er einn ungur maður, sem virðist annars bera skynbragð á leikbókmennt- ir, og hann lét þau orð falla, að ádeiluformið væri ákjósanleg- asta formið í dag. Hann berg- málar sennilega skoðanir áhuga samra Brecht-sinna, og er ekki nema gott eitt um það að segja. Hins vegar tel ég allhæpið að fullyrða að eitt form sé öðru fremra. Árangurinn einn segir til um það, hvaða form hentar hverjum höfundi, og það er ekki alltaf hægt að draga leikrit hrein lega I dilka eða flokka þau. Sölu maður deyr eftir Miller er t.d. harmleikur og ádeila í senn. En svo að ég minnist aftur á Brecht. Hann vill umfram allt fá áhorf- endur til að hugsa. Verk hans skírskota til skynsemi manna eingöngu en ekki tilfinninga. Hann sér persónur sínar fyrir sér ekki sem fullskapaðar mann verur, hverja með slnu svipmóti, heldur sem eins konar ópersónu- lega boðbera, þess vegna gerir hann sér far um að afmá öll persónueinkenni. Þannig hljóðar ein af kennisetningum hans I stuttu máli. Nú er ég þeirrar skoðunar, að öll sönn list skír- skoti ekki einungis til skynsem- innar, heldur orki hún um leið á tilfinningalíf áhorfenda. Og það má segja Brecht til lofs, að hann hikar ekki við að brjóta sínar eigin reglur. Því til sönnunar má t.d. benda á Hugprúði gömlu (Mutter Courage) I samnefndu verki. Er hún ekki með svip- mestu og sérstæðustu persónum í nútímabókmenntum? En á með an minni spámennirnir og áhang endurnir ríghalda sér I tíma- bundnar tízkukennigar, þá brýt- ur meistarinn sjálfur þær af sér og gefur meðalskussunum um leið langt nef. Svona hefur þetta alltaf verið. — Hvað hefirðu fleira um leikdómana að segja? - Ég get ekki annað en dáðst að reisn og siðferðislegri hátt- vísi þeirra listamanna, sem með glöðu geði gagnrýna kollega sína. Nú er svo komið, að list- dómaralið stærsta blaðs landsins er svo að segja eingöngu skipað starfandi listamönnum. En úr því að við erum einu sinni komn ir út 1 þessa sálma, þá sakar ekki að geta þess, að ritstjóri eins dagblaðs hér I bæ mæltist til þess við mig, að ég skrifaði dóm um Gestagang. Ég sagðl honum eins og var, að mér þæfti það ekki alls kostar viðeigandi, þar sem ákveðið hefði verið að lesa upp leikrit eftir mig á sviði. Svona var ég nú gamaldags. — Hvernig fellur þér annars leikstjórn hér yfirleitt? — Þá kemur mér í hug það, er ung íslenzk leikkona, sem ver ið hafði gestur á leikaraviku í Svíþjóð, sagði. Henni fannst Ieik stjórum okkar margrabótavant. Það eru orð I tíma töluð. Oft fá leikstjórar okkar þann vitnis- burð, að stjórn þeirra einkennist af hugvitssemi, hugmyndaflugi og smekkvísi, en I sannleika eru þetta þeir eiginleikar, sem mér finnst þá flesta skorta. Og víst er um það, að hér, blómgast ekki æðri leiklist fyrr en við eign- umst betri leikstjóra. Sjónleikur er ekki fullskapaður fyrr en hann er sviðsettur. Þess vegna ríður ekki svo lítið á, að leik- stjórn sé I höndum færustu manna. Ungir leikstjórar hafa það fyrir sið að fara utan árlega eða a. m. k. annað hvert ár til þess að fylgjast með því helzta, sem er að gerast úti í hinum stóra leiklistarheimi. Þeir koma svo heim úr siglingunni með malinn úttroðinn af nýjum eða nýstárlegum sjónleikjum, sem þeir hafa séð I leikhúsum stór- borganna. Þeir miðla svo okkur óspart af fróðleik sínum og reynslu. Ríkisútvarpið sýnir þeim jafnvel þann sóma að láta lærðan mann tala við þá I á- heyrn alþjóðar. Og við hlustum hugfangin á meðan þeir segja okkur frá góðum sýningum, mjög góðum sýningum og meira að segja „mjög ágætum" sýning um, sem þeir hafa séð I London, París, Vín og Kaupmannahöfn. Margs verður maður vísari eftir slílc viðtöl. Nóg um það. Við- fangsefni er síðan valið og þeir hefja sköpunarverkið með leik- stjóraeintak upp á vasann. — Leikstjóraeintak segirðu, hvað áttu við með því? — Svo kallast eintak, sem fylgja nákvæmar staðsetningar sérhverrar persónu í hverju at- riði ásamt öðrum nauðsynlegum ábendingum um sviðsetning svo ekki fer mikið fyrir þvl, sem þeir Ieggja frá eigin brjósti. Leik stjórum okkar láist oft að kanna innri kjarna þeirra verka, sem þeim er falið að stjórna. Sjaldn- ast ræða þeir við samstartsmenn sína, leikarana, um sjónarmið höfunda eða eðlisgerð og sálar- líf þeirra persóna, sem leikend- um er ætlað að túlka. Árangur- inn af öllu þessu verður iðulega sá, að leikarar temja sér þann vafasama vana að túlka hlutverk sln algjörlega eftir eigin höfði, en ekki í samráði við leikstjóra. — Þú virðist ekki hafa mikla trú á hæfileikum íslenzkia leik- stjóra. Framh. á 10. sfðu. • • • • • • WWWMWW.W.V.-.V.V.VAV.VA'.V.VAVJVWWAVVA' ■.■.■.■.V.V.V.V.V.V.'V.V.V.' i a e n u m u s io a ■ i UW£

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.