Vísir - 02.05.1962, Side 9

Vísir - 02.05.1962, Side 9
Miðvikudagurinn 2. maí 1962. VISIR Borgarstjóm í stað bæjarstjómar. Um áramótin síðustu gengu f gildi ný sveitarstjórnarlög. Með þeim var það í lög tekið, að stjórn höfuðborgarinnar skyldi heita borgarstjóm í stað bæjarstjórnar áður. Nú í vor fara því fram fyrstu borgarstjómarkosn- ingar í Reykjavík, og skulu þá kosnir 15 borgarfulltrúar til fjögurra ára. Að loknum kosningum kjósa þeir borgar- stjóra Reykjavíkur til sama tíma. Kosið um menn og málefni. Þegar gengið er til kosn- inga, er dæmt og valið bæði um menn og málefni. Kjósendur vega og meta, eftir skoðun sinni og sann- færingu, hvernig málefnum borgarinnar hefur verið stýrt af þeim, sem haldið hafa um stjórnvölinn, hvernig fjár- stjórn hafi farið úr hendi, hversu áfram hafi miðað um hvers konar framfaramál framkvæmdir, þjónustu, fyr- irgreiðslu í þágu fólksins. ★ Bláa bókin. Sjálfstæðismenn hafa stjórnað Reykjavíkurborg síðan Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929. Fyr- ir femar síðustu bæjarstjórn- arkosningar 1946, ’50 ’54 og ’58 hafa þeir gefið „bláu bók- ina“, sem er ýtarleg, mynd- skreytt greinargerð um „störf og stefnu Sjálfstæðis- manna í bæjarmálúm höfuð- staðarins". Þar hefur stefnan verið mörkuð í málefnum Reykjavíkur fyrir næstu 4 ár og lengra fram í tímann, en um leið gerð rækileg grein fyrir framkvæmdum á liðn- um árum. Gunnar Thoroddsen: Borgarstjómarkosningar í bláu bókinni síðustu voru aðalkaflar þessir: Hafnarmál Sjávarútvegur Iðnaður Verzlun Ræktun Heilbrigður fjárhagur Hitaveita Raforka Götur — holræsi Umferð — strætisvagnar Vatnsveitan Slökkvilið Fegrun borgarinnar Skipulagsmál Húsnæðismál Mál yngstu Reykvíkinga Tómstundaiðja Fræðslu- og menningarmál íþróttamál Heilsuvernd og sjúkrahús Heilbrigðiseftirlit og hreinlætismál Öryggi og aðhlynning Minja- og byggðasafn. Orð og efndir. Það ber stundum við í stjómmálum, að mönnum sé lítið um það gefið, að rifjuð séu upp fyrir kosningar stefnumál þeirra og fyrirheit frá næstu kosningum áður. Sjálfstæðismenn hafa haft þann hátt á, að birta einnig í bláu bókinni stefnuskrána frá næstu kosningum á und- an. Með því er kjósendum gefinn kostur á að bera sam- an orð og efndir. ic Borgarstjóraefni. Það er kosið um málefni, en það er einnig <osið um menn. Hin nýkjörna borgarstjórn kýs framkvæmdastjóra til fjögurra ára, borgarst.ióra Borgarstjóraefni Sjálfstæðis- manna er núverandi borgar- Sundlaug Vesturbæjar er eitt af þeim mörgu mannvirkjum, sem reist hafa verið á síðastakjörtíma- bili og bæjarstjómarmeirihluti Sjálfstæðismanna haft forystu um. Hér eru starfsmennirnir að leggja síðustu hönd á byggingu þessa glæsilega íþróttamannvirkis í Vesturbænum. (Ljósm. Vísis, I. M.). stjóri, Geir Hallgrímsson. Hann hefur gegnt því starfi í nær 2/2 ár með dugnaði og fyrirhyggju og vaxið stöð- ugt með því starfi. Málefn- um Reykjavíkur er og verð- ur vel borgið í höndum hans. Hinir flokkarnir hafa ekki skýrt frá borgarstjóraefnum sínum. Er næsta erfitt fyrir borgarbúa að kjósa flokka og frambjóðendur, sem ann- aðhvort hafa ekki hugmynd um, hvern þeir vildu velja sem borgarstjóra, eða telja sér ekki henta að gera það opinskátt fyrir kosningar. ★ Listinn. Listi Sjálfstæðismanna er skipaður dugandi fólki, sem mun vinna að málefnum borgarinnar af alúð og áhuga. Þótt ýmsir hefðu viljað hafa á listanum aðra ágæta borg- ara, sem þar eru ekki nú: verða allir Sjálfstæðismenn að standa einhuga saman um lista sinn og veita honum all- an þann stuðning er þeii mega. Undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Undir merkjum sjálfstæðis stefnunnar hefur Reykjavík vaxið úr litlu sjávarþorpi í fagra og þróttmikla borg. Alhliða framfarir, traustur fjárhagur, frjálslyndi og fram sýni, eru þau leiðarljós, sern Sjálfstæðismenn vilja, að vísi veginn til sívaxandi vel- megunar og menningar. Sunnudaginn 27. maí verð- ur úr því skorið, hvort upp- lausn og óstjórn í höndum margra sundurleitra flokka og flokksbrota á að verða hlutskipti Reykjavíkur, eða hvort samhentur meirihluti Sjálfstæðismanna á að stýra málefnum borgarinnar um næstu ár. Danir til búnaðarstarfa Á Gullfossi í kvöld konia hingað 8 Danir, sem hingað eru ráðnir til landbúnaðarstarfa um misseris skeið — og aðrir átta koma með Gullfossi þar næst, en ekki vitað að fleiri muni koma í vor. Vísir fékk þessar upplýsingar i morgun hjá Ráðningarstofu land- búnaðarins. Lagði Gísli Kristjáns- son ritstjóri, sem blaðið talaði við, áherzlu á, að þessir menn kæmu einungis fyrir meðalgöngumanna, sem hafa áhuga fyrir norrænni samvinnu, eða m. ö. o. dönskum lýðskólamönnum. Sumir þeirra, sem koma í kvöld fara norður, þar af tveir norður í Eyjafjörð. Yfirleitt eru það helz Danir, þegar um erlenda menn er að ræða, sem hafa ráðið sig til land- búnaðarstarfa hér á landi, og hafa allmargir sezt hér að, sumir nú búnir að fá íslenzkan ríkisborgara- rétt, aðrir bíða hans o. s. frv. Hafa sumir kvongast hér og stofnað heimili. Horfurnar að þvf er verðar land- búnaðarvinnumarkaðinn og ráðn- ingar skýrast þegar eftir lokin, en nú styttist óðum til vertíðarloka. Mún þá fljótt koma í ljós hvert framboð verður á vinnukrafti. Ann ars vantar vinnukraft í sveitirnar, t. d. er eftirspurn að ráðskonum allan ársins hring. Nú er það skóla- fólkið, sem er byrjað að falast eftir nokkuð framboð af fólki á þeim aldri að venju, og líklega stúlkur í meiri hluta, á aldrinum 16 — 17 ára. Vorannir byrja nú víða með fyrra móti og gerir það hið hag- stæða tíðarfar, sem nú er, og mun — ef þurrt helzt nokkra daga — líða hratt að því að farið verði a ðbera tilbúinn áburð á tún og sinna af kappi öðrum vorverkum. Úran í Sviss Verulegt magn af úrangrýti hefir fundizt í Emmen-dal í Sviss, að því er yfirvöid f Bern tilkynna. Orangrýtið finnst innan um kol í kolaæðum í dalnum, og má fá um 900 gr. af hreinu úrani úr hverri kolasmálest. Gert er ráð fyrir, að þarna megi alls vinna 800 — 1000 lestir af hreinu úrani. Brezkur verkalýður snýst gegn verkföllum Á Bretlandi fara fram atkvæða- ^ reyni að finna sér leið út úr vand- greiðslur í fjölda verkalýðsfélaga anum. Sama blað telur, að til þessa og sýna úrslit, að verkalýðurinn séu úrslit í atkvæðagreiðslum er að snúast gegn verkföllum starfsmannafélaga ríkis og bæja Samband brezkra rafmagnsstarfs þau, að hlutföllin séu 3 gegn einum manna á Bretlandi hefur snúizt móti verkföllum. — Hið sterka gegn landsverkfalli í skipasmíða Samband i flutningaverkamanna og vélsmíðaiðnaðinum, þrátt fyrir mun styðja verkföll, en hefur ekki tillögur leiðtoga sambandsins veitt leiðtoga sfnum Frank Onuv (ETU) að styða verkfallsáformið ins, nauðsynlegan % meirihluta til Á móti verkfalli voru 19 489, aðgerða, en 9.926 með. Atkvæðagreiðs?- John Byrne, hinn nýi andkomm- ur fara fram i 39 félögum urn úr.istiski framkvæmdastjóri ETU þessar mundir og eru leyni- sagði um ofannefnd úrslit, að þáu legar. kæmu sér ekki á óvart, þótt stiórn- Blaðið Daily Mail segir, að verka in hefði lagt til að mæla með a ðkomast í sveit eða unglingar,: mannaleiðtogar óttist nú, að verka- verkfalli. piltar og stúlkur, og mun verða lýðurinn sé mótfallinn verkfa’li og ! Sinfóníufónleikar með 70 manna kór Sinfóníuhljómsveit Islands held-1 ur tónleika n.k. fimmtudag í Há- I skólabíóinu, að þessu sinni með aðstoð 70 manna blandaðs kórs, | og stjórnandi verður Róbert A. ! Ottóson. Verkin, sem flutt verða á þessum | tónleikum, eru. Sinfóní nr 1 í B- dúr (Vorsinfónían) eftir Shcumann Forleikur að óperunni Hollending- uri-n fljúgandi eftir Wagner, Mars j úr Sinfónískum myndbreytingum eftir Hindemith við stef eftir Web- er, og Polovetskir dansar (úr ó- perunni Igor fursti) eftir Borodin, fyrir blandaðan kór og hljómsveit, og aðstoðar Fílharóníukórinn (70 manns). Þetta eru 13. tónleikar á þessu tónleikári, en næstu verða 17. mai undir stjórn Olávs Kielland og þeir síðustu 13. maí undir stjórn Jind- rich Rohan. Sendiherra Bandaríkjanna staddur á Akureyri Ambassador Penfield, sendi- herra Bandaríkjanna, og kona hans, hafa dvalizt á Akureyri síðan á mánudag. Hafa þau heimsótt þar ýmsar verksmiðj- ur og stofnanir, auk þess sem þau hafa stundað skíðaferðir Með þeim í þessari ferð eru Mr. Dennis, fyrsti sendiráðsrit- ari bandaríska sendiráðsins, og kona hans. Á morgun er fyrirhugað að Moore, flotaforingi á Keflavík- urflugvelli, og kona hans fari norður og hafa þau með sér níu manna hljómsveit varnarliðs- ' manna. Íslenzk-ameríska félagið ! á Akureyri heldur þeim hóf að ! Hótel KEA annað kvöld og mun j hljómsveitin leika fyrir dansi | þar. I Allur hópurinn kemur aftur til Reykjavíkur á föstudag.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.