Vísir - 02.05.1962, Page 15

Vísir - 02.05.1962, Page 15
Vouk pkowess e $o AWAZIKIS/ THÉ KINS SAI7 TO TAKZAMV'THAT I MUST AV7 OHE MOKE KEQUISITE TO VOUK FKEE70M—* /ff CECIL SAINl-LAUREN7 (CAROLINE CHERIE) Það var ekki síður óþægileg til- finning fyrir Kalla og Stebba, þeg- ar hafsían tók að sökkva, heldur en hina um borð í KRÁK. Stýri- maðurinn var alveg utan við sig af hræðslu. Með galopin augu og titrandi varir, virti hann fyrir sér hafið í gegnum kúpulinn. Það varð co dimmra og einasta ljósið, sem 1 3ir sáu, var bláa Ijósið, sem virt- ist geisla út frá veggjunum á baf- síunni, og þetta ljós varð stöðugt sterkara. „Ó nú gerist það,“ skrækti stýrimaðurinn. „Við sökkv- um.“ Allt í einu heyrðist glaðleg röc’.“. „Þið hefðuð ekki átt að vera svona hugsunarlE usir að hreyfa við véiarútbúnaðinum." „Sifter", hróp- uðu Kalli og Stebbi einum munni. „Já það er ég,“ heyrðu þeir vísinda manninn segja. „Þið getið prísað ykkur sæla fyrir, að ég hafði kom- ið móttökutæki og senditæki fyrir hafsíunni. Nú get ég að minnsta kosti sagt ykkur, hvernig þið getið fengið hafsfuna til fljúga á ný“ „Það kemur allc elcki til mála," svaraði Kalli," ég vil ekki láta draga mitt gamla góða IÍRÁK aft- ur upp í geiminn. Þessvegna hef ég skriðið um borð í þetta bandvit- ..usa apparat." í sama andartaki hljómaði kunnugleg rödd í mót- tökutækinu. Það var Mangi. „Það seni þér nú gerið, er tæknilega ó- verjandi. Hafsían dregur okkur með sér niður í djúpið.“ 8C ALLI 09 hafsian Miðvikudagurinn 2. maí 1962. VtSIR Konungurinn stóð upp og hróp- aði: — Frammistaða þín er svo frábær, að ég verð að bæta einni þraut við áður en ég gef þér frelsi. Þú verður að færa mér Demanta- föðurinn frá Tópíu. Kurran mótmælti þessu og sagði: — Það er sama sem að leiða hann út í opinn dauðann. Barnasagan — Kveiktu ljósið, kallaði sá sami og áður, ég veit að það er trappa hérna upp á hæðina. Það er engin ástæða að fara að hálsbrjóta sig, það sér böðullinn um, þegar þar að kemur. Þeir kveiktu á lukt og drauga- legum, flöktandi skuggum brá fyrir, og nú komu í ljós tvö ljót, mórauð andlit með glóandi glyrnum. Innbrotsþjófarnir urðu dauðskelkaðir í svip, er þeir sáu þessa hvítklæddu veru þarna í stiganum, og hafa víst haldið hana vofu, og virtust jafnlamað- ir og hún, en við að horfa í þessi hrottalegu andlit fékk hún málið allt í einu og rak upp.skerandi vein, sem hlaut að hafa heyrst um allt húsið. — Stúlkan, öskraði forsprakk- inn og þreif luktina af aðstoðar- manninum og lyfti henni upp. — Komdu, við skulum koma okkur burt meðan enn er tfmi til, sagði hinn. — Bjálfi. Við komumst ekki út gegnum kjallaragluggann, við verðum að stinga upp lásinn á stóra hliðinu til þess að komast burtu héðan. Á næsta augnabliki kastaði hann sér á Karolínu. Það lá við, að hún fótbrotnaði, er hann sparkaði, enda með járnhæluð, luraleg stígvél á fótum, en sam- tímis greip hann fyrii kverkar jhenni, til þess að kæfa vein hennar. Svo þrýsti hann henni að veggnum, og barði hana í and lit og brjóst með berum hnefun- , um, og henni fannst hún vera að hverfa í einhvern ómælisgeim langt frá jörðu. Þegar hún var að rakna við heyrði hún rödd Georges: — Gefstu upp eða ykkur er bráður bani búinn? Allt í einu varð bjart, Berthier og þjónn voru komnir með blys í höndum og í sömu svifum hurfu bófarnir inn í eldhúsið og skelltu hurðinni að stöfum á eft- ir sér. Georges beygði sig, enn með pístólu í hendi, yfir Karolínu, sem enn lá í stiganum. Þegar hann starði þarna á hana næst- um nakta lagði hún aftur augun, án þess að gera minnstu tilraun til að skýla nekt sinni fýrir brennandi augnaráði hans. Og þegar hann lyfti henni upp og tók hana í fang sér og bar hana upp fann hún til slíkrar sælu- kenndar, að hvíla við barm karl-: manns, að hún andvarpaði af vellíðan. 1 — Hún er særð, hrópaði. 1 Georges og hljóp næstum með hana upp stigann og lagði hana á legubekk í stofunni, en Berthi- er læknir, faðir hans, tók við. Þar næst skipaði Georges þjón- inum að vera á verði í kjallara- stiganum, en sjálfur hljóp hann út í garðinn, og er þangað kom var annar bófinn að troða sér með miklum erfiðismunum út um kjallaragluggann. — Gefstu upp, hrópaði Georg- es, en maðurinn var nú kominn út og ætlaði að stökkva á hann, en í sömu svifum hleypti Georg- es af skoti úr byssunni. Þrátt fyrir návist læknisins spratt Karolína á fætur, er hún heyrði skotið og út að glugganum. í skini blyss sá hún Georges standa yfir hinum særða og blóð uga mótherja með rjúkandi pístóluna f hendi. — Georges, Georges, kallaði | hún, þú ert vonandi ekki særð- ur? Er Georges heyrði hana kalla þannig leit hann upp til hennar og sá hana breiða út faðminn móti sér — og sá angistina og kvíðann í svip hennar. Karolína hafði orðið fyrir taugaáfalli og var og nokkuð meidd. Lá hún rúmföst nokkra daga. Berthier óttaðist um hana í fyrstu, en hún hresstist fljótt. Þann hálfa mánuð sem hún var í rúminu vandist hún þvf, að Georges væri henni nálægur dag hvern. Meðan hún lá í hitamók- inu fyrstu tvo dagana sat hann hverja stund við rúmstokk henn | ar. Allt af þegar bráði af henni í bili, sá hún hann sitja þarna, og svo, er hún fór að hressast | færði hann henni haustblóm, stór, angandi gullblóm, sem hann. hafði týnt í garðinum, og hagrætt í vasa við höfðalag hennar. öll þessi umhyggja var henni mikið gleðiefni. Georges, sem var búinn að ljúka lögfræði- : prófi, og búinn að fá fulltrúa- stöðu í skrifstofu þingsins, varð I þó að gegna sínum nýju skyldu- störfum, og saknaði hún hans mjög, er hann var fjarverandi. Þegar hún var orðin frísk tjáði frú Berthier henni, all dularfull á svip, að hún ætlaði í heimsókn til móður hennar, en Karolínu renndi ekki grun í hvað á bak við lægi. Frú Berthier varð þess vör og spurði hana hvort hana grunaði ekki hvar fiskur lægi undir steini. Karolína skildi loks, að um það væri að ræða, að Georges fengi hana fyrir konu. í fyrstu varð hún óttaslegin. Aldrei hafði neitt slíkt flögrað að henni. En eftir nokkra um- hugsun komst hún að þeirri nið- urstöðu, að bezta ráðið til þess að komast að heiman fyrir fullt og allt, væri að giftast Georges, þótt hún elskaði hann ekki. Hann var ungur maður og efni- legur, í góðum efnum og dáði hana og hún mundi þó allt af geta þolað hánn. Og þegar hún var gift opnuðust ótal mögu- leikar til þess að skemmta sér, hún mundi eignast sitt eigið heimili og hafa þjónalið. Hún svaraði játandi. Viðræður frú Berthier og frú Biéver stóðu stutt og var líkast sem óveðursbliku hefði dregið á loft. Frú Bievre kvað uppá- stunguna hafa haft þau áhrif á sig, að hún væri agndofa, en hún myndi bíða þar til hún hefði talað við mann sinn. Til þess að fá Karolínu heim þegar benti hún á, að það væri ekki sæmi- legt, að ung stúlka byggi undir sama þaki og ungur maður, sem hefði biðlað til hennar. 5UT THAT'S AS G007 AS SISNINS HIS PEATH WAKKANT,// K.UKAN FKOTESTER "HE HASN'T A CHANCE l" ðcurTiuuaif Jme? 'KINS ME THE FATHEK. OF 7IAM0N7S FKOMTOP’IA1.' Að því er ég bczt sé, Anna, þá eru tveir tímar og kortér þangað til næsta lest kemur. Og kalt vetrarkvöld ók Karo- lína heim og var herbergisþerna í fylgd með henni. Foreldrar hennar ræddu ekki við hana um nein framtíðaráform, og létu hana fara að hátta að loknum fátæklegum kvöldverði. Hún varð sem fyrr að sofa í sama herbergi og de Tourville kennslu kona og Louise, sem ræddu lítt við hana, og það var ekki fyrr en daginn eftir, sem ofviðrið skall á. Án þess að hugsa málið að iráði hafði hún svarað játandi, er frú Berthier spurði hana hvort hún vildi giftast Georges, en hinar heiftugu ásakanir móð- urinnar og kennslukonunnar í garð hennar nú höfðu þveröfug áhrif við það, sem þær ætluðust til. Hún tók það nú í sig, að hvika ekki frá þeirri ákvörðun, sem hún hafði tekið af nokkurri léttúð. Hún var nú nánast, fangi í litla húsinu. Það mátti heita að enginn færi út fyrir húss dyr, þegar Henri var undan skilinn, en húsinu var svo illa við haldið, að þau óttuðust stundum, að það hryndi yfir þau — og í stuttu máli ríkti algert öngþveiti í fjármálum fjölskyldunnar. For- eldrar hennar höfðu ekki lengur efni á, að greiða þernu sinni, og þjóni kaup og fengu þau eins lélegan mat og fjölskyldan, og urðu jafnvel að bjarga sér sem bezt þau gátu. 'Jeanne gamla saumaði kniplinga fyrir nunnur í nálægu glaustri og þjóninn fékk sér starf einhversstaðar ná lægt heimilinu nokkurn hluta dags. En það hlakkaði í Karo- línu er hún komst að því, að nokkrir kjólar Louise höfðu ver- ið seldir. Fyrirlitning hennar á þessu lífi var svo megn, að hún þráði ákaft að kornast burt. Hún gerði samanburð á öllu heima hjá sér og hjá Berthier-fjölskyldunni, sem var efnúð — og hún hug- leiddi líka að þar ríkti allt annar og frjálslegri andi. Hún fékk j vitanlega ekki með nokkru móti skilið hvers vegna móður henn- ar fannst það auðmýkjandi fyrir þau öll, að hún hyrfi á brott frá þessari eymdar tilveru þar sem efni voru næg og gleði ríkti. Og Georges mundi bera hana á höndum sér. De Biévre blandaði sér ekki f deilurnar frekar venju. Enginn furðaði sig á því sem að líkum lætur og því meiri var undrun allra, er hann dag nokkurn kvaddi sér hljóðs undir borðum og mælti: — Ég þarf að tala við ykkur í fyllstu alvöru. Ég bið ykkur að vera kyrr og-róleg og taka vel eftir því, sem ég hefi að

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.