Vísir - 24.05.1962, Síða 1
Bindindismaður í öruggu sæti. 9. síðu
itu vutnið í hvert hús. 5. síðo
52. árg. — Fimmtudagur 24. maí 1962. — 116. tbl.
Sjálfstæðisflokkurinn efnir heit sín
1.
2.
3.
4.
10.
LOFORD 1958:
IFNDIR 1962:
„Haldið
áfram vísindalegum rannsóknum og
að heitu vatni í bæjarlandinu - gufuborinn, sem kom-
inn er til Iandsins, verði þegar tekinn í notkun, keypt-
ur verði djúpdor fyrir a. m. k. 1200 metra djúpar
sem fyrst þeirri heildaráætlun,
sem unnið er að um fjarhitun allra húsa í Reykjavík.
„Að byggð séu ný skólahús fyrir barna- og gagn-
fræðastig, svo að unnt sé að taka í notkun a. m. k.
25 almennar kennslustofur á ári auk annars húsrýmis“.
„Að hraðað verði sem mest byggingu dælustöðvar við
Gvendarbrunna — að dreifikerfi eldri bæjarhluta verði
endurbætt jafnframt því, að kostað sé kapps um að
sjá nýjum bæjarhverfum fyrir fullnægjandi vatns-
leiðslum — að athugaðir séu möguleikar á enn frekari
öflun neyzluvatns“.
„Að virkjun Efra-Sogs verði lokið á næsta ári (1959)
— að áfram verði unnið að fullnaðarvirkjun Sogsins
— að hafinn verði undirbdhingur að næstu stórvirkjun
— að bæjarkerfið verði aukið og endurbætt“.
5.
6.
7.
8.
9.
„Að stofna sérstakt fæðingarheimili til þess að
úr örðugleikum þeim, sem stafa af skorti á rúmum á
fæðingardeildinni“ .
„Að byggingu verkamannahúss og sjómannaheimilis
verði hraðað“.
„Að vinna að skipulagningu lóða undir iðnfyrirtæki
og koma upp iðnaðarhverfum“.
„Að fjölga enn leikvöllum eftir þörfum, sérstaklega
li-iii! leikvöllum me $
■ smabarnagæziu .
-. _ ~ •* r ,
1' 'J - -rJ ; :4. * - ‘ r-' M < ' “ _. ,L 1 _ ' .
og skemmtanalífi æskulýðsins - að efla æskulýðs-
. starfsemi Æskulýðsráðs Reykjavíkur“.
„Að ljúka sem fyrst byggingu Sundlaugar Vestur-
Á grundvelli vísindalegra rannsókna hafa nú verið
boraðar 44 holur í Reykjavíkurlandi samtals yfir 17
km. á dýpt. Keyptur var djúpbor í samstarfi við ríkið
og er dýpsta holan 2,200 m. Lokið var áætlun um
hitaveitu í öll hverfi borgarinnar fyrir árslok 1965 og
fjármagn tryggt til framkvæmdanna. Á kjörtímabilinu
var lögð hitaveita í Hlíðarnar, Höfðahverfi og Laugar-
neshverfi og njóta hennar um 8000 manns.
Á kjörtímabilinu hefur nemendum fjölgað um 18,1%
en almennum skólastofum um 37,1%. Þessir skólar
voru teknir í notkun á kjörtímabilinu: Vogaskóli,
Hlíðaskóli og Laugalækjarskóli. Lokið var nýjum á-
föngum við þessa skóla: Breiðagerðisskóla, Réttar-
holtsskóla og Hagaskóla.
Tekin hefur verið í notkun dælustöð við Gvendar-
brunna og jókst vatnsmagnið þaðan um rúmlega 25%.
Lokið var Iagningu Vesturbæjaræðar, 1580 m. að
lengd. Samtals lcngdust vatnsæðar um 16,200 m.
Dælustöðvar voru reistar við Hofsvallagötu, Sunnu-
torg og í Háaleiti. Við tilraunaboranir hefur fundizt
geysimikið vatnsmagn í Grafarlandi, sem nægja á í
tvo áratugi.
Virkjunin við Efra-Sog, Steingrímsstöð, vár tekin í
notkun í desember 1959. Unnið er að því -að koma
fyrir nýrri vélasamstæðu í írafossstöðinni. Borað
hefur verið eftir gufu í Hveragerði og áætlun gerð um
15.000 kw. orkuver. Spennustöðvum hefur fjölgað um
44, háspennulínur lengdar um 37 km., lágspcnnulínur
um 208 km. Heimtaugum hefur fjölgað um 1.000 og
götu- og hafnarljósum um 2.360.
Fæðingarheimili Reykjavíkur tók til starfa í ágúst
1960. Þar geta dvalizt 25 sængurkonur samtímis og á
síðasta ári fóru þar fram 880 fæðingar.
Tekið hefur verið í notkun nýtt og glæsilegt sjómanna-
og verkamannahús, Hafnarbúðir við Tryggvagötu.
í samráði við samtök iðnaðarins var á kjörtímabilinu
lokið við að skipuleggja stórt svæði við Grensásveg
fyrir iðnaðarhús, þ. á m. fjöliðjuver.
í Reykjavík eru nú 50 leiksvæði, þar af 14 gæzluvellir
fyrir smábörn. Fjölgaði þeim um 5 á kjörtímabilinu.
Á kjörtímabilinu hefur starfsemi Æskulýðsráðs marg-
faldazt. Á s. 1. vetri var félags- og tómstundastarf
rekið á 12 stöðum í borginni. Æskulýðsráð hefur m. a.
fengið Tjamarbæ til afnota og fær í haust húsið Höfða
við Borgartún.
Á s. 1. ári var byggingu sundlaugarinnar að fullu lokið
og hún tekin í notkun.
I