Vísir


Vísir - 24.05.1962, Qupperneq 3

Vísir - 24.05.1962, Qupperneq 3
Fimmtudagur 24. maí 1962. VISIR 3 ■ • ' Sllliflllii ::í:-:;íí,v- ■ - Vv! ■ : rtiwwwmwmwiw •I.-.. H N . .. ... íR S.LS. DEILD IFRAMSÓKN? Það sér á, að einn af forstjór- um SÍS er nú í efsta sæti á lista Framsóknarflokksins. Forystu- liði Sambandsins er daglega beitt í áróðursstarfi fyrir Frani sóknarflokkinn og enginn frið- ur fyrir menn úr öðrum flokk- um á vinnustöðum SÍS. Um þverbak keyrir þó, þeg- ar búið er að kiína áróðurs- spjöldum Framsóknarflokksins á velflest fyrirtæki og húseign- ir Samvinnuhreyfingarinnar í Reykjavík. Myndsjá Vísis í dag sýnir nokkur dæmi um fram- kvæmd þessarar „samvinnu- hugsjónar“. Sjást þar m. a. aug- lýsingar samvinnufyrirtækja og slagorð Framsóknar f einum Utan á kjörbúð SÍS, Austurvallarmegin, festu Framsóknar- menn upp áróðursborða í lok síðustu viku, fyrir ofan neðstu gluggana. En þeir fengu fljótt samvizkubit og nokkrum klukkutímum síðar sáu vegfarendur menn vera að paufa við að taka borðana aftur niður! Svo nú er veggurinn auður. Var það eigandi hússins, sem bannaði S. 1. S. að misnota svo eign sína í þágu Framsóknar? S.Í.S. keypti nýiega húseign í Bankastræti 7. Þar fékk af- greiðsla Tímans inni. Nú er heljarmikill áróðursborði festur á húsið. Hvað segja allar þær þúsundir íslendinga sem félagsmenn eru í S.Í.S., en ekki Framsóknarmenn um slíka misnotkun á eigum sínum? Það kannast allir við Solid-fötin. Hinsvegar kemur mörgum það spanskt fyrir sjónir að hús S.Í.S. í Kirkjustræti er þakið áróðri fyrir Framsóknarflokkinn. Er S.Í.S. og Framsókn það sama? Þeirri spumingu velta menn fyrir sér sem eiga leið um strætið og — og sér í lagi allir þeir sem em meðlimir I kaupfélögum og S.Í.S. en eru ekki Framsóknarmenn. hrærigraut utan á samvinnu- fyrirtæki í Kirkjustræti. Samvinnusamtökin hafa stært sig af því, að í þeim væru menn úr öllum stjórn- málaflokkum og væru allir jafn réttháir. Framsóknarflokkurinn telur sig hins vegar „ciga“ sam- vinnuhreyfinguna og sumstaðar komizt upp með að hegða sér í samræmi við það. urvöll s.l. föstudagskvöld, var tekinn niður fyrir hádegi á laugardag. SÍS forstjórinn á B-Iistanum þarf heldur ekki að ímynda sér að það sé vænlegt til kjörfylg- is f Reykjavík að hegða sér hér eins og kaupfélagstjóri á Aust- urlandi. í Reykjavík hafa Framsókn- armenn hingað til ekki þorað að ganga eins langt f þessu efni og einhverjir þeirra eru enn ragir við það, eins og sást á því, að borðinn, sem einn af frambjóðendum B-listans hengdi á kjörbúð SÍS við Aust-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.