Vísir - 24.05.1962, Side 9
rímmtudagur 24. maí 1962.
VISIR
íþróttamaður, bimlimlisaiaður og læknir
Spjallað við . Úlfar Þórðarson
Fyrir nokkrum dögum
birtist eftirfarandi aug-
lýsing í bæjarblöðunum
frá stúkunni Freyju nr.
118: „Félagi Úlfar Þórð-
arson læknir talar á
fundi í kvöld í Góðtempl
arahúsinu. Umræðuefni
er: Viðhorfin til Regl-
unnar í dag“.
„Félagi Úlfar“, eða
Úlfar augnlæknir, eins
og flestir Reykvíkingar
nefna hann í daglegu
tali, hefir nefnilega ver-
ið strangur bindindis-
maður allt frá því að
hann man fyrst eftir sér.
Og virkur félagi í stúk-
unni Freyju nr. 118 hef-
ir hann verið í nær tvo
áratugi. Ekki aðeins hef-
ir hann unnið að bind-
indismálum af alhug,
heldur er hann einn af
vinsælustu forystumönn
um íþróttamanna hér í
borginni, auk þess sem
hann mun hafa skoðað
augu fleiri Reykvíkinga
en fiestir aðrir læknar.
Hann skipar fimmta sæt
ið á lista Sjálfstæðis-
flokksins við borgar-
stjómarkosningarnar.
Tjað er ekki heiglum hent fyrir
blaðamann að ná tali af
Úlfari Þórðarsyni. í fyrsta lagi
hefir hann engu tapað af þeim
snarleik, sem kom honum að
svo góðu haldi í íslandsliðinu á
Oiympíuleikunum 1936, og í
öðru lagi þá fer hann á hverj-
um degi um bæinn þveran og
endilangan í sjúkravitjanir, svo
það er helzt að hitta hann
þann tíma, sem hann stendur
við á iækningastofunni í Lækj-
argötu.
Dagurinn hjá Úlfari byrjar
snemma. Hann er kominn frá
Bárugötunni, þar sem hann býr,
upp á Landakotsspítala milli 7
og 8 á morgnana, en þar liggja
sjúklingar hans. Á sjúkrahúsinu
dvelst hann fram til klukkan 10
við aðgerðir og uppskurði og
fer eftir það niður á stofu, þar
sem hann skoðar sjúklinga sína
til kl. 1 e.h. Eftirmiðdeginum
eyðir hann í sjúkravitjanir út
um bæ — einn dag í viku veitir
hann sjúklingum Elliheimilisins
Gruna læknishjálp — og síðan
fer hann aftur á stofuna og er
þar til 7 eða 8 á kvöldin.
Við sátum fyrir Úlfari einn
dag í hádeginu og gengum með
honum sólbræddar götur borg-
arinnar upp á Bárugötu 13. Þar
keypti Úlfar sér gamalt hús,
sem hann hefir látið gera ný-
tízkulegra og er nú í óða önn
að verða Vesturbæingur.
Þegar inn kemur setjumst við
niður við hádegisverðarborðið
og frúin ber fram matinn. Hún
er Unnur Jónsdóttir, dóttir Jóns
Hjálmarssonar, sem fórst á
Halamiðum 1938 og margir
eldri Reykvíkingar muna eftir.
Þau hjónin eiga fjögur börn.
Elzti drengurinn 22 ára, Þórð-
ur Jón, og er hann nú orðinn
flugmaður hjá Loftleiðum, þótt
enn sé ungur að árum. Ellen
Elísabet, 19 ára, verður stúd-
ent frá Verzlunarskólanum í
vor og stendur nú í miðjum
prófönnum. Unnur, 13 ára, er í
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
og Svemn Egill, sá yngsti, 12
Hver er
maðurinn ?
ára, er í Miðbæjarskólanum.
Þegar við erum seztir inn í
stofu og farnir að drekka kaff-
ið spyr ég Úlfar um það hvers
vegna yngsti drengurinn heiti
Egill, hvort nafnið sé í ættinni.
— Nei, segir Úlfar, ekki er
það svo. Hins vegar lít ég á
Egil Skallagrímsson, sem mesta
sjentilmann sem ísland hefir
alið. Hann fór að öllu eftir
leikreglum víkingaaldarinnar.
Því gleyma menn oft í dag.
TTlfar Þórðarson er borinn og
barnfæddur Reykvíkingur
fimmtugur að aldri, sonur Þórð
ar Sveinssonar yfirlæknis á
Kleppi og Ellenar Kaaber konu
hans, sem enn er á lífi. Er hann
einn af sex sonum hennar.
Hann lauk læknaprófi frá Há-
skólanum 1936 og stundaði síð
an framhaldsnám í augnlækn-
ingum í Þýzkalandi og Dan-
mörku í 4 ár og síðar í Banda-
ríkjunum árið 1950. Frá 1940
hefir hann stundað augnlækn-
ingar hér í bænum, frá byrjun
í Lækjargötu 6B, þar sem hann
hefir nú stofu með Birni Guð-
brandssyni barnalækni. Er hann
m.a. trúnaðarlæknir Flugmála-
stjórnarinnar.
— Þar hafa alla tíð verið
augnlæknar, segir Úlfar. Fyrst
var það Björn Ólafsson, þá
Andrés Fjeldsted og lolcs Kjart-
an Ólafsson á undan mér. Hér
stóð vagga augnlækninganna á
Islandi.
En þótt það fari margar
stundirnar í hið erilssama lækn
isstarf, þá á þó Úlfar mörg
önnur hugðarefni, sem honum
hefir gefizt tækifæri til þess að
sinna. Hann segist hafa verið
í íþróttum frá því hann man
eftir sér. Snemma byrjaði Úlf-
ar að synda og var einn af
stofnendum sundfélagsins Æg-
is. Tók hann þátt í Olympíu-
leikunum í Berlín 1936 sem
fulltrúi í íslenzka sundknatt-
leiksliðinu, sem þar keppti. For
maður Knattspyrnufélagsins
Vals var Úlfar 1944-1948 og
eins og allir Valsarar vita þá
átti Úifar sinn mikla þátt í því
að Vaishúsið reis af grunni.
Síðustu árin hefur Úlfar setið í
stjórn íþróttavallanna og átt
hlut að máli í hinum miklu
framkvæmdum í Laugardaln-
um. Sjálfur syndir hann í Sund
laugunum alltaf þegar hann
hefir tíma til, og á vetrum spil
ar hann badminton við vin sinn
og skólabróður, Baldvin Jóns-
son hrl
— Ég hefi aldrei séð eftir
mínútu af þeim tíma sem ég
hefi eytt í íþróttastörf, segir
Úlfar. Ég var aukvisi í æsku, en
íþróttir hafa stælt mig. Ekkert
betra ráð á ég þeim sem vilja
verða „lifandi“ menn en að
stunda íþróttir. Engum pening
Úlfar á lækningastofunni í Lækjargötunni. (Ljósm. I. M.)
tel ég heldur betur varið en til
íþróttamálanna, nema þá til
heilbrigðismála. En sannleikur-
inn er sá að þar er raunveru-
lega um hið sama að ræða. í-
þróttamaðurinn varðveitir heil-
brigði sína allra manna bezt.
rf~kg þá er það bindindið. Úlfar
^ er svo mikill bindindis-
maður að hann smakkaði ekki
einu sinni Karlsberg eða Bæj-
ara á stúdentsárum sínum er-
lendis. Og að þeim málum hefir
hann jafnan unnið að heilum
hug og mun halda því áfram
Heima uppi á Bárugötu 13. Úlfar, kona hans Unnur Jónsdóttir, ásamt tveimur barnanna,
Unni, 13 ára og Sveini Agli, 12 ára. Hann heitir í höfuðið á Agli Skallagrímssyni.
í borgarstjórninni. Er við spjöll
um um bindindismálin bendir
Úlfar á það að í stefnuskrá
Sjálfstæðisflokksins fyrir þess-
ar kosningar er getið um nauð-
syn þess að auka geðvernd
barna og unglinga, sem þegar
er þó nokkur vísir að.
— Þessa grein tel ég mjög
mikilvæga og allt starf á þessu
sviði. Hér á landi er ofnautn
áfengis á æskualdri mikið
vandamál og ég hygg að í
aukinni geðvernd geti falizt
raunhæf úrbót.
T borgarstjórninni mun Úlfar
1 einbeita sér fyrst og fremst
að heilbrigðismálunum, er hann
þekkir af eigin raun. Hann seg
ir að erfitt verði að taka sæti
manns með jafn glögga þekk-
ingu á heilbrigðismálum og dr.
Sigurður Sigurðsson, en ég hefi
góðan vilja bætir hann við —
og um það efast enginn sem Úlf
ar þekkir. Stærsta málið er
bygging Borgarsjúkrahússins,
sem tekið verður í notkun um
áramótin 1964-65, heldur hann
áfram. Með fullnaðargerð þess
verður mikið spor stigið 1 heil-
brigðismálum borgarinnar. Þá
er það skoðun mín að auka
þurfi starfsemina í Arnarholti
á næstunni. Skipuleggja þarf og
betur samstarfið milli sjúkra-
húsa borgarinnar til þess að
auðvelda starf Slysavarðstof-
unnar. Heilsugæzlan er og mjög
mikilvæg og þarf að stíga ný
skref með erlenda reynslu í
huga.
T/Tð ræðum um ýmsar fleiri
hugmyndir, sem Úlfar hef-
ir um heilbrigðismál ,en starfið
kallar. Uppi á Elliheimili bíð-
ur hópur aldraðs fólks eftir
augnlækninum sínum. Og Úlfar
kveður fjölskylduna og heldui
í áttina þangað.
i uiiM t i i á i í/j'i í iUiM i i i