Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. maí 1962. VISIR Sambúðin er til fyrirmyndar í Kaupmannahafnar- blaðinu Berlinske Tid- ende er viðtal, sem Aage Heinberg átti við forseta íslands, Ásgeir Ásgeirsson. Viðtalið fór fram í skrifstofu for- seta í Alþingishúsinu. í nokkrum inngangsorð- um segir Heimberg, að menn muni minnast for- setans sem hins trausta, alúðlega manns, sem vakið hafi óskipta sam- kennd með heimsókn- um sínum til Norður- landa. Forsetinn segir í upphafi við- talsins, að sér þyki vænt að geta lagt á það áherzlu, að hér á Iandi — ekki að eins í Reykjavík, heldur og út um sveitirnar, líti menn svo á, að sambúðin ekki aðeins við Dan- mörku heldur Norðurlöndin öll sé til þeirrar fyrirmyndar sem bezt sé í samskiptum þjóða. Margt knýtir oss við Danmörku. „Margt knýtir oss við Dan- mörku frá gamalli tíð, og þau vandamál, sem við höfum orðið að sigrast á, hafa ekki reynzt erfiðari úrlausnar en svo, að það var hægt að leysa þau í anda friðsemdar. Um seinasta deilumálið milli landanna, handritamálið, hefur nú náðst eining, og ég get aðeins sagt, að það var gott, að við Dan- mörku var að semja. Það hefði getað verið erfiðara, ef um það hefði þurft að semja við önnur lönd“. Hinar Norður- landaþjóðirnar. Forsetinn fer hlýjum orðum um hinar Norðurlandaþjóðirn- ar, Norðmenn, Finna og Svía, margt sé sameiginlegt með Is- lendingum og Norðmönnum, og að því er stöðu Finnlands varði sé margt, sem draga megi af á- lyktanir til samanburðar og Svíum beri Islendingar hina mestu virðingu fyrir, og geti „mikið lært af og við horfum fram til æ nánara framtíðar- samstarfs. Við munum ávallt líta á Svía sem „stóra bróður", sem við getum mikið lært af og menningarleg tengsl við Svíþjóð eins og við hin Norð- urlöndin verða æ víðtækari. Það líður varla vika svo, að ekki komi norrænar sendinefnd ir til Reykjavíkur". Norrænt samstarf. Spurningu um samstarfið við Norðurlönd svaraði forseti svo, að hann teldi að það ætti að vera fyrst og fremst menning- arlegt innbyrðis, en stjórnmála- legt gagnvart umheiminum, hvort heldur er væri á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna eða öðrum alþjóðlegum vettvangi, æ meiri áherzla skuli lögð á að koma fram sem samtök út á við, norræn heild, Islendingar aðhyllast gjarna skilgreininguna „skandinavisku löndin“, þegar um Norðurlönd sé talað úti í heimi — sé þá átt einnig við ísland og Finnland. Framtíðarhorfur. Um framtíðarhorfur á þeim viðsjárverðu tímum, sem nú eru í heiminum sagði forsetinn, að íslendingar Iegðu á það á- herzlu, að Island sem hin Norðurlöndin væri í flokki tungu á hinum Norðurlöndun- um, en hann telur enga hættu í því fólgna. — Norðurlanda- þjóðirnar þurfi ekki sameigin- legt mál og eigi ekki að tala saman á nokkru öðru erlendu máli, heldur reyna að láta nor- rænu málin duga, tala „skand- inavisku“ sin í milli. Þetta verði íslendingar að skilja, eins og Finnar geri, og hann kveðst ætla, að góð ög gagn- Forseti íslands hr. Ásgeir Ásgeirsson. hinna gömlu, traustu lýðræðis- landa, og að með gagnkvæmu samstarfi sínu hefðu þau skil- yrði til að vera til fyrirmyndar mörgum löndum, ekki sízt hin- um fjölmörgu löndum, sem hafa nýlega öðlazt sjálfstæði sitt, og þess vegna hlotið sess á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Kvaðst forseti líta svo á að íslendingar hefðu sérstök skilyrði til að Iíta með skilningi á hlutverk og vandamál þessara landa. Norræn stofnun í Reykjavík — íslenzk tunga. Forsetinn lýsir áhuga fyrir kvæm kynni takist jafnan þrátt fyrir nokkra tungumálaerfið- leika. Forseti og íþróttamaður. Fréttaritarinn kveður forseta oklcar koma þannig fyrir á velli og vera þannig '. svipinn, að minni dálítið á hinn þjálfaða íþróttamann og hann sé bros- leitur og hláturmildur. „Þegar ég tala um fþróttaáhuga hans — hann er mikill golfleikari og áhugasamur sundmaður, segir hann brosandi“: „Menn verða að gæta heils- unnar. Ég byrja á þvl á morgn- ana, að fá mér bað I Sundlaug- Úr viðtali v/ð forseta ís- lands i Berlingske Tidene þvl, að Norræna félagið ætli að koma á fót stofnun í Reykja- vík, kvað íslendinga ef til vill ekki eiga eins margar áþreifan- lega sögulegar minjar og hinar Norðurlandaþjóðimar, en þeir geti bent á bókmenntir sínar. og fornsögurnar fyrst og fremst, og á þessu byggist okk ar menningarlegi tilveruréttur íslenzk tunga. Þá ræðir forsetinn íslenzk una, sem hafi verið hin upp runalega norræna tunga og um 1100 sameiginlegt mál allra Norðurlandaþjóðanna, en vegna einangrunarinnar öldum saman hafði hún varðveitzt á íslandi, og nú skilji menn ekki íslenzka náms I Kaupmannahöfn og síð- ar til Uppsala þar sem ég lauk að fullu námsferli mlnum. Þeg- ar svo heim kom fékk ég mína fyrstu raunverulegu stöðu, því að ég varð ritari biskupsins, en dóttur hans, Dóru Þórhallsdótt- ur, gekk ég að eiga síðar.“ Stjómmál. Forsetinn getur þess þar næst, að hann hafi ekki gerzt prestur, þó hann hafi tekið guð- fræðipróf, en byrjað snemma þátttöku I stjórnmálum. „Ég varð þingmaður 29 ára gamall og var það þar til ég 30 árum síðar varð forseti íslands Þeg- ar Alþingi hélt hátíðlegt 1000 ára afmæli sitt var ég meðal aðalræðumanna. (Forsetinn var forseti Sameinaðs þings 1930 — 31). Ég hefi líka verið forsæt- isráðherra og fjármálaráðherra, en einnig reynt annað, var bankastjóri I Útvegsbanka ís- lands I 15 ár, og það voru mörg alþjóðleg, efnahagsleg vanda- mál, sem á þeim tíma varð að taka afstöðu til“. Fréttamaðurinn vék að því hve fjölbreytilegur hefði verið æviferill forseta, og vék frek- ar að íþróttaiðkunum hans, og þekkingu hans á íslenzkri sögu. Bók Kristjáns um Hannes Hafstein. Forsetinn kvaðst ekki vilja guma af sér sem íþróttamanni, ungur hefði hann stundað ýms- ar íþróttir, en nú væri það daglegt sund, sem hann iðkaði, golfleikur — og „laxveiðarnar dásamlegu“, en vék svo að bók Kristjáns með þessum orðum: „Einn minna góðu vina, Kristján Albertsson, vinnur um þessar mundir að miklu og ýt- arlegu verki I þremur bindum um hinn mikla íslenzka stjórn- málamann, Hannes Hafstein, og þar er dregin upp afburða góð og nákvæm mynd af Hannesi Hafstein og jafnframt af allri sögu Islands tvo mannsaldra, frá 1880 til 1920. Að því er Danmörku varðar mætti það vekja sérstakan áhuga, að þar er mjög rækilega sagt frá hlut Friðriks konungs VIII. varðandi Island. Friðrik konungur var mikill vinur Islands og við megum minnast hans af þakk- læti. Framtíðin. En nú er það vitanlega fram- tíðin frekara en liðinn tími, sem við ræðum, og mér er það mik- ið gleðiefni að geta sagt, að á íslandi ber allt I dag miklu framtaki vitni. Ég nefni sem dæmi, að í Reykjavík einni hafa verið byggðar allt að 8 — 900 íbúðir árlega seinustu 5 — 6 árin. Heil borgarhverfi hafa risið upp. Sextán nýjar iðn- greinar eru komnar til sögunn- ar. En mikilvægastar fyrir okk- ur eru vitanlega fiskveiðarnar með tilliti til útflutningsins. Við horfum til framtíðarinnar I öruggu trausti þrátt fyrir alla ókyrrð umheimsins“. 'k Forseti svaraði að lokum fyr- irspurn Aage Heinbergs um heimili sitt á Bessastöðum og fjölskyldu Kveðst Heinberg hafa orðið fyrir þeim áhrifum, er hann ræddi við forseta, að hann væri mikill maður að manngildi, sem hefði til að bera ýmsa beztu eiginleika íslenzku þjóðarinnar, hann hafi með framkomu sinni hvar sem hann hafi komið aflað sér og þjóð sinni vina. unum og syndi þar svo, áður en ég fer I forsetaskrtfstofuna. Ég er af bændaættum, íslenzkur I merg og bein, og ’ stoltur yfir að vera fulltrúi lanis míns. Bernskuár. „Ég ólst upp í sveit vestur á landi og fékk fyrstu tilsögn hjá móður minni. Síðan fluttumst við til Reykjavikur og þar hófst námsferill minn i skólum, sem iauk með þvl að ég tók guð- fræðipróf. Ég vann upp f sveit á milli — var um tíma kennari — og sumartíma á togara, og hefi því, að ég held, bæði þjálf- azt og menntazt verklega og menningarlega. Að loknu emb- ættisprófi fór ég til framhalds- SC0TT lýsir geimförinni Scott Carpenter geimfari hefur i rætt við fréttamenn á Canaveral-! höfða um geimferð sína. MikiII mannfjöldi fagnaði hon- um. Þar var fremst I flokki kona hans, fjögur börn þeirra og móðir hans. Hann var sæmdur æðsta heiðursmerkinu fyrir geimafrek, og er hann þakkaði það kvaðst hann taka við því sem viðurkenningu einnig til allra vísindamannanna og annarra starfsmanna á Cana- veralhöfða fyrir þeirra mikla starf og framlag. Scott Carpenter viðurkenndi mistök, sem gætu hafa or- sakað að meira gekk á eldsneyti en búizt hafði verið við, en ekki geta skýrt frekara hvers vegna hann lenti allfjarri þeim stað, sem gert var ráð fyrir, en neitaði al- gerlega öllum fregnum með til- gátum um fát og þreytu. Hann kveðst hæglega hafa getað farið fleiri umferðir um jörðu heilsu sinna. vegna, en hann kvaðst hafa haft meira en nóg að gera allan tímann. Hann kvað sér hafa fundizt svo fagurt að líta sólaruppkomu og sólarlag, að þeirri fegurð fengi hann ekki lýst með orðum. Þá kvað hann ekki ólíklegt, að „eld- flugurnar" sem hinir geimfararnir einnig sáu, stöfuðu frá hrími á geimfarinu. Geimfarinn fór í ægr með fjöl- skyldu sinni til Colorado, þar sem heimili hans er. Síðar fer hann til Washington. 4 Heillaóskir Krúsévs. Nikita Krúsév forsætisráðherra Sovétríkjanna fór viðurkenningar- orðum um bandarísku geimfarana 1 ræðu, sem hann flutti I fyrradag við opnun ítaiskrar iðnsýningar í Moskvu. Hann benti á, að hvorugur hefði farið nema 3 umferðir kringum jörðu hvor, en hann vildi gjarnan óska þeim til hamingju, einkum hinum síðarnefnda, sem hefði sýnt mikið hugrekki I geimferðinni, hann hafi sloppið við ekki „aðeins að brenna inni I geimfarinu heldur líka við að drukkna í hafinu“ — og „mér þykir vænt um, að hann er á lífi“, bætti hann við. I ræðunní réðst hann á þá, sem ekki vilja verzla við kommúnista- ríkin, svið heimsku þeirra væri eins vítt og alheimsvlddin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.