Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 10
Þriðjudagur 29. maí 1962. 10 VISIR Minning: ÞórunnJóhannsson 10. ágúst 1882 — 4. marz 1962 „Lífdagar þverra ört sem fjúki fis, fölnar og brestur heimsins lán og glys, hverfullt er allt og valt í veröld hér, ver þú, sem aldrei breytist, Guð hjá mér“. Þórunn var fædd 10. ágúst 1882 í Rangárvallasýslu á íslandi. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Ein arsson og Arnbjörg Andrésdóttir. Ólst hún upp á heimili þeirra í mannvænlegum systkinahópi fram að fermingaraldri, fór þá á hið merka prestsheimili á Breiðabóls- stað í Fljótshlíð — heimili séra Eggerts Pálssonar og konu hans Guðrúnar Hermannsdóttur, er var systir hins alkunna fræðimanns Halldórs Hermannssonar. Á því heimili dvaldi hún í nokkur ár, er voru henni ógleymanleg. Þar þrosk aðist hið góða veganesti, er hún hafði hlotið í foreldrahúsum og ávallt varð henni til blessunar. Þaðan fór hún til Reykjavíkur og hlaut menntun á hússtjórnarskóla. Svo lá leið hennar til Noregs, þar sem hún dvaldi í nokkurn tíma, hvarf svo aftur til íslands og vann um nokkurt skeið á saumastofu í Reykjavík. Hún fluttist til Ameríku árið 1910, dvaldi um tíma á heimili frænda síns, Sigurðar Anderson og konu hans Guðrúnar í Winnipeg. Þann 12. apríl 1912 giftist hún Gesti Jóhannssyni, stofnuðu þau heimili í Piney og dvöldu þar unz þau fluttu til Selkirk árið 1924. Þar áttu þau heimili þaðan af að undanteknum tveimur . árum, er þau dvöldu í Winnipeg. Dauða Þórunnar bar að höndum 4. marz 1962 á hinu Almenna sjúkrahúsi í Selkirk. Þórunn var frábærlega vel verki farin, listræn og prýðilega að sér í allri handavinnu. Á sínum yngri árum hafði hún mikið þrek og dugnað. Æskuvina hennar á ls- landi hefir lýst henni þannig, að hún hafi verið „góð og sterk persóna, miklum kostum búin“. hanna og Skúli á íslandi. Nöfn barnanna eru sem hér segir. Harold og Bjarni í Selkirk, Gunnar í Flin Flon, Jóhann í Vancouver, Inga í Winnipeg. Son sinn Oscar misstu þau hjón 1936 af slysförum, var fráfall hans þeim æviharmur. Jarðarför Þórunnar fór fram 7. marz frú lútersku kirkjunni í Selkirk. Var hún lögð til hvíldar í grafreit Selkirksafnaðar. Sóknar- presturinn, W. Bergman, jarðsöng. „Þér fylgir vor blessun, þér fylgja vor tár á friðarins engil- vegi'. Ingibjörg J. Ólafsson. Að utan — Framh. af bls. 8. skemmri tíma í Alsír og hafa því ekki getað varizt því að hafa nokkra samúð með hinum evrópsku Iandnemum og ótta þeirra við serkneska stjórn £ Iandinu. Þetta viðhorf hefur styrkzt við það vandamál sem nú hefur komið upp, þar sem evrópsku landnemarnir eru nú farnir að flýja Alsír £ þúsunda- tali af ótta við valdatöku Serkja. Þannig hefur aftur vakn að tilfinning dómaranna fyrir þeim þjóðlega harmleik, sem hér fer fram og þeir hafa þess- vegna tekið vægara á brotum OAS-hreyfingarinnar. Svíar fá Framh. af 4. síðu. + Hvað kennirðu við skól- ann? spyr ég hann loks. — Látbragðsleik og skylm- ingar. — Til hvers er verið að kenna skylmingar £ leikskóla? — Þær þykja stæla skrokk- inn og þjálfa hreyfingar og koma £ stað leikfimi, sem tíðk- ast annars f flestum skólum. — Og hvað hefurðu svo næst á prjónunum? — Við erum fjögur að búa okkur £ leikferðalag út á land eftir mánuð með leikritið „Rekkjuna", sem hér var sýnt fyrir mörgum árum við mikla hrifningu. Gunnar Eyjólfsson og Herdis Þorvaldsdóttir leika hlutverkin tvö, Guðni Bjarnason sér um leiktjöld og sviðið allt og ég hef leikstjórn á hendi. En £ haust tekur svo við nýja leik- ritið eftir Thorbjörn Egner, sem samdi Kardimommubæinn. Það heitir Klifurmús og hin dýrin f Hálsaskógi, og er af- burða snjallt eins og allt eftir þennan fjölhæfa mann, sem semur allt sem þarf til leiksins. Það verður sýnt hér £ Þjóðleik- húsinu £ haust, og vonandi á það eftii að skemmta unga fólkinu ekki sfður en Kardi- mommubærinn, en hann var sýndur 75 sinnum. — En verður Skuggi ekki sýndur oftar? — Það var nú ekki meining- in. Ætli Svfar sýni hann ekki næst. Þeir hafa sýnt áhuga að fá leikritið til þýðingar. Þórunn Jóhannsson. Börnum sfnum reyndist hún hin bezta móðir og eiginmanni sfnum var hún samhent og ástrfk. Á dval- arárum þeirra f Piney voru kring- umstæður erfiðar. Heimilisréttar- landið lélegt og um enga atvinnu að gera utan heimilisins. Þar fædd ust þeim sjö börn. Kom sér þá vel hagsýni og sparsemi Þórunnar og kunnátta hennar að sauma allan: klæðnað á hinn stóra barnahóp. | Þórunn var sjálfstæð £ skoðun- um og fann það aldrei skyldu sfna að fylgjast með fjöldanum, ef sam- vizka hennar visaði henni á annan | veg. Fastheldni og trygglyndi ein- kenndi hana. Ef til vill var hún vinafá, hún var vönd að vinum, en byggði vináttu sina á traustum grundvelli. Ekki mun öllum, er til hennar þekktu, hafa verið það Ijöst hve mikill höfðingi hún var f lund, því eitt skilyrði fylgdi gjöfum henn ar ávallt, að enginn mætti um þær vita. Aðalstarfsvið Þórunnar var heim ilið, þótt hún tilheyrði og unni hin- um lútherska söfnuði í Selkirk og kvenfélagi hans. Hún var mikill Islendingur og elskaði móðurmál sitt og ísland, var hún meðlimur þjóðræknisdeildarinnar „Brúin". Hin síðustu ár átti hún við heilsu- leysi að strfða. Voru börnin þá öll gift og komin að heiman. Með frá- bærum skilningi og nærgætni bar eiginmaður hennar þann kross með henni til hins síðasta. Hjónaband þeirra , er entist í fjörutíu og átta j ár, var farsælt og kærleiksríkt 1 Eftirlifandi ástvinir eru- eigin- maður hennar Gestur Jóhannsson, fjórir synir og tvær dætur. 17 barnabörn og eitt barna-barnabarn; þrjár systur og einn bróðir, Arn- ! dfs Ólafsson í Seattle, Solveig, Jó- n i rúmar 147 millj. ÚTFLUTNINGURINN í apríl nam í apríl nam 274.6 millj. kr., en inn-1 flutningur 318,8 millj. og óhagstæð ur viðskiptajöfnuður því 44,2 millj., _ en var f sama mánuði f fyrra óhag- stæður um 54,2 millj. Frá áramótum sl. til aprílloka nam útflutningurinn einum millj- arði og 127,8 millj., en innflutt var fyrir 980,2 millj. Er því hagstæður vöruskiptajörfnuður f apríllok 147, 6 millj. kr. Verðmæti innflutnings og útflutnings 1961 var fært til samræmis við það gengi, sem tók gildi 4. ágúst 1961. Birt samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Hagstofunnar.) Fyrirlestrar og lelðbeiningar um útflutningsverzlun Stálu skónum Á sunnudag var kært til lög- reglunnar yfir næsta undarlegum þjófnaði í heimahúsi. Þannig er mál með vexti að kl. um þrjú eftir miðnætti aðfaranótt laugardags hitti maður annan mann á förnum vegi á einni götu borgarinnar og bauð honum heim til sfn. Báðir voru vel við skál, einkum þó gesturinn, enda hafði hann ekki lengi setið að veiting- um húsráðenda þegar sækja tók á hann svefnhöfgi, svo hann gerði sér lítið fyrir, fór úr skónum, hall aði sér upp i bekk og var stein- sofnaður á sömu stundu. Þetta fannst húsráðenda vera leiðinlegur og ómerkilegur gestur, sem ekki gæti vakað með sér eina næturstund. Leiddist honum ein- veran ákaflega, svo hann fór út f bæ aftur til að leita sér að nýjum félögum. Hitti hann von bráðar þrjá unga menn, sem hann þekkti að vfsu ekki, en sýndist þó vera á svipuðu stigi og hann og ekki ólfk- legir til nokkurs gleðskapar. Hann bauð þeim heim og þeir þáðu boð- ið. Sátu þeir fbúð hans þar til sólin teygði sig upp yfir sjóndeild- arhringinn, þá þökkuðu þeir góðan viðurgjörning og kvöddu. Segir ekki af þeim meir, en nokkrum klukkustundum seinna vaknar sá gesturinn sem fyrst kom, og þegar hann ætlaði að fara f skóna sína, voru þeir horfnir. Einhver þre- menninganria hafði stolið þeim. Upphófust þarna talsverð vand- ræði, því að skór sem húsráðandi ætlaði að lána gesti sfnum til að komast heim, pössuðu ekki, skó- verzlanir eru lokaðar á sunnudög- um og það varð þvf að leita á náðir lögreglunnar að flytja hinn skólausa ges' heim. Nú leitar lög- reglan að gestunum þrem. Félagið Sölutækni gengst fyrir fyrirlestri og leiðbeiningarstarf- semi fyrir útflytjendur og aðra, sem áhuga hafa á útflutningsmál- um, dagana 4. —16. júní n. k. Eftirtaldir menn skipa nefnd, sem sér um undirbúning: Gunnar J. Friðriksson, forstjóri, Jón Arnþórsson, fulltrúi, Leifur Guðmundsson, skrifst.stj., Már Elísson, hagfræðingur Sveinn Björnsson, verkfr. Fyrir milligöngu Iðnaðarmála- stofnunar íslands hefur tekizt að fá hingað með stuðningi OECD í París, Sigvard Hjelmvik, sænskan hagfræðing, með sérþekkingu á útflutningsmálum. Sigvard Hjelmvik hefur hlotið menntun í heimalandi sínu og Bandaríkjunum. Hann hefur unnið að útflutningsmálum hjá ýmsum þekktum fyrirtækjum í Svíþjóð, Finnlandi og Bandaríkjunum. Um nokkurra ára skeið var hann framkvæmdastjóri Sambands sænskra útflytjenda, og hefur hann m. a. ritað bók um útflutn- ingsverzlun og kennt þessi fræði við Verzlunarháskólann f Gauta- borg. Sigvald Hjelmvik er nú að- stoðarsölustjóri hjá A/B Volvo. Fyrirkomulagið mun f aðalatrið- um verða þannig, að í upphafi mun gerð grein fyrira útflutnings- viðskiptum almennt, og skýrt frá reynslu nágrannalanda okkar í þeim efnum. Sérstaklega verður lögð áherzla á að gefa sem gleggst- ar upplýsingar um hlutverk ríkis- valdsins og samtaka útflytjenda í þessum málum á hinum Norður- löndunum. Jafnframt mun þátttakendum gefast tækifæri til að ræða og fá ábendingar um atriði, er snerta einstakar greinar útflutnings, svo sem iðnaðarvara, sjávarafurða og landbúnaðarvara. Að lokum mun þátttakendum gefinn kostur á að leita ráða og leiðbeininga Hjelmviks um sér- vandamál sín varðandi útflutnings- verzlun. Sölutækni gerir ,sér vonir um að starf þetta til leiðbeiningar og kynningar falli í góðan jarðveg hér, þar sem áhugi er mjög mikill á flutningsmálum. Það sem takmarka verður fjölda þátttakenda, er nauðsynlegt að þeir, sem hyggjast taka þátt, til- kynni það eigi síðar en 2. júní. i Frekari upplýsingar um tíma, þátt- tökugjald o. s. frv. má fá á skrif- stofu Sölutækni, sími 14098, kl. 9 — 5 daglega. Á syðri ey Nýja Sjálands varð um helgina vart mesta landskjálfta, sem þar hefir mælzt sfðan 1929, en tjón varð lítið á mannvirkjum. » Brúður ein í smáþorpi í Mexikó skaðbrenndist nýlega, er keppinaut ur hennar kveikti í brúðarkjól henn ar, meða. á hjónavígslunni stóð. ^ Söngkonan Dinah Shore hefur skilið við mann sinn, leikarann George Montgomery. Þau höfðu verið gift f 19 ár og áttu tvö börn. Skipstjórinn fullur — og skipið strandað Á sunnudagsmorgun var þilbáti siglt út úr Reykjavfkurhöfn. og stefnan sfðan tekin inn sundin. Skipseigandi var sjálfur við stjórn, en áhöfn var auk hans karlmað- ur og kvenmaður, sem hvorugt kunni mikið til sjómennsku og höfðu varla á sjó komið áður. ÖIl voru þau nokkuð undir áhrifum áfengis. Ekki segir af ferðum leiðang- ursins fyrr en loftskeytastöðinni í Reykjavík barst hjálparbeiðni frá bátnum. Var hann þá strandaður einhvers staðar milli Gufuness og Viðeyjar — og karl-hásetinn, sem Vaataði 116 atkv. Það urðu Alþýðufiokks- mönnum í Reykjavík nokkur vonbrigði að þeir komu ekki að tveimur borgarfulltrúum i Reykjavík þrátt fyrir aukið at- kvæðafylgi, segir aukablað Al- þýðublaðsins f gær. Alþýðu- flokkinn vantaði aðeins 116 at- kvæði til þess að fella þriðja mann kommúnista. Þriðji mað- ur kommúnista hafði _„38 atkv. en annar maður Alþýðuflokks- ir 1980 atkv. taldi sig vera kominn í allnokkurn lífsháska, beið ekki boðanna, held- ur fór í talstöðina og bað um hjálp. Gerðar voru strax ráðstafanir til að hjálpa bátnum og var hafn- sögubáturinn sendur og með hon- um lögreglumenn, auk hafnsög-i- manna. Á miðri leið mættu þeir hinu strandaða skipi ,sem þá hafði losnað af sjálfsdáðum og snúið til hafnar aftur. Þegar lagzt hafði verið að bryggju kröfðu lögreglumennirnir skipstjórann sagna um ferðir hans, en hann vildi engar gefa og var þögull sem gröfin. Var tekið af honum blóðsýnishorn og á eftir settur f gæzluvarðhald á meðan mál hans var f rannsókn og eign- arheimild á bátnum sönnuð. Aftur á móti skýrði hin áhöfn bátsins frá því, að þau þekktu skipstjór- ann næsta lítið, vissu þó aðeins nafn á honum, en þau hefðu hitt hann á förnum vegi, sfðari hluta nætur, eða árla morguns, og þá hafi hann boðið þeim í skipsferð, hverja þau þáðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.