Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 28.06.1962, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 28. júní 1962. VÍSIR Otgetándi Blaðaútgátan VISIR Ritstjðrar: Hersteinr. Pálsson. Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel rhorsteinsson Fréttastjóri Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónui á mánuði. 1 Iausasölu 3 kr. eint. — Sim; 1166C (5 línur) Prentsmiðja Vísis, — Edda h.f. -i............................... ..... -t Upplýsingar skortir enn „Enn get ég ekki vitað, hvort aðild reynist betri en aðildarleysi, en fremur feenda líkur til hins fyrra“. Þannig ritar Björn Sigfússon háskólabókavörður um afstöðu íslendinga til Efnahagsbandalagsins í Tíman- um í morgun. , Þessi orð háskólabókavarðar eru einkennandi fyrir afstöðu flestra íslendinga eins og málin horfa nú. Ennþá skortir mikið á að okkur íslendingum séu kunn þau viðskiptaskilyrði sem fást með þátttöku í banda- laginu, hver áhrif þátttaka mundi hafa á íslenzkar at- vinnugreinar, hver mundi verða hin pólitíska samstaða bandalagsþjóðanna o.s.frv. f öðrum löndum sem hyggja á einhverskonar aðild hafa farið fram víðtækar rannsóknir á afstöðu at- vinnuveganna, ef til aðildar eða aukaaðildar kæmi og hafa niðurstöður slíkra rannsókna verið birtar opin- berlega. Slíkar rannsóknir eru þegar hafnar hér á landi, en sáralítið hefir enn sézt um niðurstöður þeirra, enda yfirleitt enn skammt á veg komnar. > Aðild að Efnahagsbandalaginu, eða aukaaðild, er örlagaríkt spor. Nauðsyn þess að íslenzkum almenn- ingi sé fullljóst hver þýðing slíks skrefs er ,verður því aldrei ofmetin. Þess vegna þarf að birta sem allra mest gögn um málið og það sem allra fyrst. Aðild okkar að bandalaginu mun vafalaust koma fljótlega fyrir þing í haust. Þá þurfum við að hafa gert okkur ljóst hver framtíð okkar mun verða ef við göngum til aðildar í einhverri mynd. Á þessu stigi málsins er jafn fávíslegt að slá því föstu, að aðild komi ekki til greina, eins og ritari Framsóknarflokks- ins hefir gert, og hitt, að fullyrða að aðild sé eina framtíðarlausnin. Vísindin í k>águ þjóðarinnar in að EBE Lundúnablöðin gera enn að nýju að umtalscfni hvenær Macmillan forsætisráðherra muni efna til nýrra kosninga og eru nú helzt á því, að hann geri það ekki fyrr en fyrri- hluta árs 1964, og fari kosning- arnar þá fram í maimánuði það ár. Á þessu muni ekki verða nein breyting, nema stjórnmála horfumar breytist verulega frá því sem nú er, og einhverjar knýjandi orsakir verði til þess að hraða kosningum. Blöðin segja, að ekki hafi komið nema tvennt til greina, !| er um þetta var rætt innan stjórnarinnar, að íáta kosning- ■| ar fram fara í október 1963 — eða maí 1964 — og hafi hið |I síðara orðið ofan á. Nú er hvítasunnufríi þing- !j manna lokið og stjórnarand- !■ stæðingar munu leggja sig alla / fram til þess að efla andstöð- !■ una gegn stjórninni, segir eitt "! blaðið, en stjórnin er „viðbúin langri umsát“. I" Þrennt mun liggja til ákvörð % unar því, að dragá almennar ■J þingkosningar fram í maí 1964: !■ 1. íhaldsflokkurinn fær næst- ■! um 2 ár til þess að vinna aftur !■ það, sem tapað er, en úrslit % aukakosninga sýna, að fylgi ■| hans hefur hrakað mjög mikið. !■ 2. Með því að draga svo á ■! langinn að efna til almennra I" þingkosninga verða tvívegis J. lögð fram fjárlög á tímanum >! sem fram undan er til kosninga !• og þar með eru fyrir hendi tæki \ færi til þess að draga úr skatta !• álögum og efla viðskipti. !■ 3. í þriðja Iagi fæst nægur ■: tími til þess að undirbúa nauð !» synlega löggjöf vegna væntan- •: legrar aðildar Bretlands að / Efnahagsbandalagi Evrópu. ;! Slíka löggjöf yrði þá hægt að _■ ræða mestan hluta þingtímans á tveimur þingum . Sumir ráðherranna telja mik- ilvægast að geta lagt fram tvenn fjárlög fyrir næstu al- mennar kosningar, en yfirleitt mun það hafa ráðið mestu inn- an stjórnarinnar, að fá nægan tíma til þess að ganga frá lög- gjöf varðandi aðildina að EBE Fallist brezka stjórnin á skil- yrðin fyrir aðild má gera ráð fyrir löngum umræðum og málsmeðferð í báðum deildum þingsins. Skoðanakönnun um aðildina að EBE. Það er annars athyglisvert, að fylgi almennings á Bret- landi með aðild þess að EBE er dvínandi eftir úrslitum síð- ustu skoðanakönnunar að Með % Móti Óákveðnir dæma, en hún var framkvæmd af National Opinion Polls Ltd., stofnun sem hefur m.a. látið skoðanakannanir fara fram um fylgi flokkanna í aukakosning- um, og farið furðu nærri um úrslit þeirra. Stofnunin hefur áður látið fara fram skoðana- kannanir um' aðildina, og það er f fyrsta sinn nú, að fleirri voru á móti en með. Spurt var blátt áfram: Eruð þér með því eða á móti, að Bretland gerist aðili að Efnaliagsbandalagi V Evrópu? íj Og svarið var: 16/4 21/5 Nú 47.1 40.5 28.2 25 30.6 43.2 27.9 28.9 28.6 Skoðanaskipti í málinu munu *! hafa orðið aðallega meðal þeira sem greiða atkvæði með annað [■ hvort íhaldsflokknum eða \ Frjálslynda flokknum. Minni la breytingar hafa orðið meðal V þeirra sem fylgja Verkalýðs- ■! flokknum að málum !» Spurningu um það hvort ■! banna ætti skoðanakanrianir !* fyrir aukakosningar svöruðu \ menn þannig: Já 26.3, nei 61.4 og óákveðnir í málinu voru / 12.3 af hundraði. v ■ u m » ■ a a i f io ii i< r i i a a ai <■ m i Nýlokið er úthlutun um 3 milljóna króna úr Vísinda- sjóði. Það er mjög gleðilegt að sjóðurinn skuli nú hafa eflzt svo að verulega munar um það fé sem vísinda- mönnum er úr honum veitt. Sú stefna er tvímælalaust rétt að veita rífleg framlög til raunvísindarannsókna. ísland er land í örri uppbyggingu og ekkert skortir okkur eins og tæknivit og verkþekkingu. Sú tækni- kunnátta fæst aðeins með langri menntun og vísinda- legri þjálfun, en til þess þarf mikið fjármagn. Því verð- ur ekki leynt að hér hefir margt aflaga farið á undan- förnum árum sökum skorts á tæknikunnáttu og er þar hinn óhóflegi húsbyggingarkostnaður eitt gleggsta dæmið. Slíkt er þó engin ódæmi hjá þjóð, sem tekur skrefið úr moldarkofum í steinhallir í einu stökki. Næstu árin verðum við enn að efla raunvísindi í land- inu og láta tæknina leysa erfiðustu viðfangsefni þessa harðbýla lands. Útgöngubanni í Oran var aflétt í gær frá kl. 9 að kvöldi til miðnætt- is. Mótspyrnu OAS-manna er nú sagt lokið. Allt var með kyrrum kjörum í j Oran í nótt og morgun eftir að I fregnir bárust um uppgjöf OAS- ! leiðtoga, að Paul Gardy fyrrum1 hershöfðingi, sem vildi halda bar- \ áttunni áfram, væri flúinn og hans menn, en annar leiðtogi — Dufour| fyrrum höfuðsmaður og yfirmaður j fallhlífadeildar útlendingaher- sveitarinnar, og yfirmaður j skemmdarverkastarfseminnar, lýsti: yfir því í útvarpi, að hann hefði' fyrirskipað að hætta skemmdar- j verkastarfseminni. Kvaðst hann j krefjast þess að fyrirskipuninni! yrði skilyrðislaust hlýtt. Það var Paul Gardy sem til- kynnti fyrir 3 sólarhringum að OAS gæti ekki sætt sig við sam- komulagið um vopnahlé sem gert var fyrair nokkru af þeim Susini, samningamanns OAS, og Mostefai FLN-leiðtoga. Þegar Gardy hafði tilkynnt þetta hófust hin ægileg- ustu hermdarverk á ný með spreng ingunum í olíustöðinni við höfn- ina o. s. frv. Þjóðaratkvæði fer fram á sunnu- dag og er úrslit þess verða kunn flytur De Gaulle forseti ávarp og beinir orðum sínum til frönsku þióðarinnar og íbúa Alsír. Eins og sakir standa verður ekki sagt um hvort flóttinn frá Al- sír muni nú stöðvast, þar sem OAS hefur gefizt upp. Kemur þar til greina hversu djúpar rætur hef- ur fest ótti við hefndargerðir af hálfu serkneskra þjóðernissinna, er þeir fá völdin í sínar hendur, en svo mikla stillingu hafa Serkir sýnt á undangengnum mánuðum, er OAS menn myrtu serkneskt fólk stundum í tugatali daglega, að ýmsir vona, að öruggur friður kom- ist brátt á í Alsír. — OAS-leiðtog- inn Súsini skoraði í gærkvöldi á flóttamenn, sem komnir eru til Frakklands, að hverfa aftur til Alsír og hjálpa til í viðreisnarstarf- inu, sem fram undan er. Þegar eru látnar í ljós þær skoðanir, að ef friður kemst á sem nú standa vonir til, hafi De Gaulle unnið stjórnmálalegan sigur svo mikinn, að hann sé einn hinn mesti sem unninn hefur yerið á síðari tímum. OBvaðir Lögreglan í Reykjavík tók í nótt þrjá ölvaða ökumenn við akstur, tvo bifreiðarstjóra og einn á bif- hjóli. Eru þeir nú komnir á 3ja hundraðið, sem teknir hafa verið fyrir ölvun við akstur frá s.l. ára- mótum. Þá var og piltur tekinn, réttinda- laus á skellinöðru.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.