Vísir - 13.07.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 13.07.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. arg. — Föstudagur 13. júlí 1962. — 158. tbl. Strengur milli Eyja og lant/s Feikilegur dragnóta- afíi Eyjamanna Vinauflokkur starfar nú að því í Vestmannaeyjum að undir- búa lagningu á rafmagnsstreng frá Iandi út í Eyjar. Vitaskipið Árvakur er Iagt af stað út til Englands að sækja rafmagns- AUSTURLANDS- SÍLDIN ORÐIN 21% strenginn og er búizt við að raf- magn verði komið til Vest- mannaeyja í haust. Vinnuflokkurinn í Eyjum vinn ur að því að koma fyrir jarð- festingu þar sem rafmagnsvír- inn kemur í Eyjar við Kletts- vík. Þar verður reist hátt raf- magnsmastur og strengurinn síðan leiddur með streng yfir Klettsvík, sem er innsiglingin á höfnina, en annað rafmagns- mastur verður reist á Skansin- um við höfnina. Svo mikill afli berst nú á land í Vestmannaeyjum, að þar er unnið dag og nótt. Síðan landhelgistak- mörkin voru færð út 1958 hefur afli dragnótabáta stöðugt farið vaxandi á sumrin og er nú orðinn svo mikill, að sumarvertíðin gefur ekki eftir vetrarver- tíðinni. Er þannig engu lík- ara en að hlutimir hafi snúizt algerlega við, Vest- mannaeyingar að mestu hættir að senda báta til síldveiða fyrir Norðurlandi en aðalvertíðin að sumar- lagi. 20 — 30 tonna afli. Aflinn hefur verið svo mikill, að bátarnir hafa komið að landi með 20 — 30 tonn en hafa oft tveggja þriggja sólarhringa útivist. Aflinn er bæði þorskur, ýsa og flatfiskur. Veiðarnar eru erfiðar fyrir sjó- mennina, sem vaka stundum tvo sólarhringa í röð. Siglt út með afla. Fjögur skip hafa verið f stöðug- um flutningum með flatfisk til Danmerkur. Þeirra á meðal eru Margrét og Skaftfellingur. í Dan- mörku fá þeir fast verð fyrir flat- Framh. á bls. 5. ALDREI VEITT LAX ÁÐUR í gær voru saltaðar 260 tunnur hjá Haföldunni á Seyðisfirði úr vélbátnum Leó Ve 400. Síldin mældist allt að 21% feit. Þetta mun vera fyrsta síldarsöltunin á Austfjörðum á þessu sumri, og benda mælingar til að síldin fyrir anstan fari nú fitnandi. Það eru mjög mikilvægar fréttir sökum þess að aðalsíldarmagnið hefir ver- ið og er fyrir austan og meiri við- búnaður til síldarsöltunar er nú Framh. á bls. 5. Forstjórinn rekinn Hamar blað Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sem út kom í gær, skýrir frá því að Útgerðarráð Hafnarfjarðar hafi sagt öðrum forstjóra Bæjarútgerðarinnar upp starl'i. Er það Kristján And résson, kommúnisti, bróðir Kristins E. Andréssonar. Hinn forstjóri bæjarútgerðarinnar, Kristinn Gunnarsson hagfræð- ingur hefir sjálfur sagt upp starfi sínu. Hafa þeir gegnt störfum frá 1958, en áður var Axel Kristjánsson í Rafha for- stjóri útgerðarinnar. Nú auglýsir Útgerðarráðið eft ir nýjum forstjóra. Hafnarfjarð arbær á fjóra togara sem gerðir eru út frá bænum og auk þess stórt frystihús. Sex fyrirlestrar íluttir á vísindaráðstefnu í morgun Vísindaráðstefnan seþi sett var í gær í Háskólanum hélt áfram kl. 9 í morgun. Hófust þá fyrirlestr- arnir, sem voru sex og voru allir fluttir fyrir hádegi, Eftir hádegi kl. 2, voru svo almennar umræður, sem snerust um það efni sem um hafði verið fjallað um morguninn. Forseti undirbúningsnefndarinn- j orðið. Trausti talaði um jarðfræði- lega sögu Norður-Atlantshafsins. Martin Schwarzbach flutti er- j ar, Áskell Löve, flutti nokkur inn- indi um loftslagssögu og gangsorð, en gaf síðan fyrsta fyr- Bruce irlesaranum, Trausta Einarssyni Heezen og Maria Tharp j Framh. á 5. síðu. Laxinn fiaug á land hjá Lange. Harvard Lange og frú brugðu sér á Iaxveiðar í Elliðaánum í morg- un, og eftir aðeins háiftíma var Lange búinn að draga á land vænan 6—7 punda lax. Laxarnir voru greinilega í essinu sinu, og gestrisni þeirra var frábær við þessa virðulegu gesti. Þeir stukku óspart og sprelluðu og frú Lange hafði þá orðið vör. Guðmundur í Guðmundsson stóð á brúnni og fylgdist spenntur með viðureign laxins og utanrikisráðherrans norska. Hann sagði okkur að þetta væri fyrsti Iaxinn, sem Lange veiddi á ævi sinni, þvi að hann hefði aldrei fyrr Iialdið á veiðistöng. Laxinn veitti lítið viðnám og áður en varði stóð utanríkisráðherrann sigri hrósandi haldandi á bráð- inni. Hann hafði sýnilega gaman af. — Áætlað var, að þau hjónin héldu veiðunum áfram fram til hádcgis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.