Vísir - 13.07.1962, Page 3

Vísir - 13.07.1962, Page 3
VISIR Föstudagur 13. júlí 1962 ' ,VA\ t' : Kvikmyndun sögunnar „79 af stöðinni“ heidur áfram dag hvern af miklum krafti. Fyrstu tvær næturnar var kvikmyndað á Borgarbilstöðinni, þá suður i Keflavík, á leiðinni þangað og á Vellinum. Eitt atriði var tek- ið hjá benzínstöðinni við Hlemmtorg og er mynd af þvi hér á síðunni, þar sem Ragnar bílstjóri (Gunnar Eyjólfsson) situr undir stýri í bíl sinum, þá rennir annar bíll upp að honum og biður ckillinn hann að útvega flösku af áfengi og fara með hana í tiltekið hús í bænum. Það gerir Ragnar, og þá kemst hann fyrst að því, að ástkona hans er „í ástandinu**, er kom- in í tygi við Ameríkana. Svo kemur að því að Ragnar á- kveður að halda heim — norð- ur í Skagafjörðinn sinn og vel- ur að stytta sér leið urn Þing- velli og Uxahryggi, og þar var einmitt verið að kvikmynda í fyrradag, og hinar myndirnar á siðunni eru frá því, teknar á Uxahryggjum. Á einni þeirra sést bíll Ragnars aka yfir á, og þar verður kvikmyndatökumað- urinn að knékrjúpa í ánni til að mynda bílinn úti í vatninu. ' MYNDSJ ; • ....---------------------- -------------- mmm \

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.