Vísir - 13.07.1962, Blaðsíða 6
/
Föstudagur 13. júlí 1962.
F östudagsgreinin
•',3_-“r-JT-tr ' ' .
„ jse*-- • ■“•• __ ~
*"-«*»*«■ ««»»»“ ____, -3íC •"' ■“ ' “ -
~ 2 — ■ • -<»*■ rffitTfr--
'“■'. ~-, JrSs
’ y-<Ö*»+>iÁ
Angmaksalikfjörðurinn er víðast hvar sæbrattur og að honum liggja há og mikil fjöll. Stórir
og litlir jakar eru á reki um aiian fjörðinn.
KROSSEYJAR
Framh af 4. siðu
biluðu — og enn voru hreyfl-
arnir settir í gang.
Og nú tókst það. Áður en
varði var vélin komin á loft.
Reykjavík hvarf sýnum í rign-
ingarsudda og súld, Akranesi
brá snöggvast fyrir sjónir okk-
ar, síðan ekkert nema ský —
hvítt skýjahaf, sem flugvélin
flaut ofan á.
Ég fór fram 1 stjórnklefa flug
vélarinnar hitti flugstjórann að
máli og spurði hvort það væri
gaman að koma til Kulusuk,
Gaman át flugstjórinn eftir
mér og horfði ankannalega á
mig. Nei, beiddu sannan fyrir
þér, það er ekki gaman. Það er
hryllilegasti staður á jarðar-
kringlunni. Og ef það væri eitt
hvað svipað í helvíti myndi
hann algerlega neita að fara
þangað. Það væri ekki aðeins
að landið væri frámunalega
ljótt, að vísu ferleg fjöll, en ka!
in og ber og sæist ekki grastó.
Hitt væri þó hálfu verra að
þorpið í Kulusuku væri ekki
mannabústaður og óþefinn
legði í 800 metra fjarlægð á
móti manni, sem eins konar loft
múr. Það væri ekki nema fyrii
fílhrausta ofurhuga að brjótast
í gegnum loftmúrinn og halda
inn í skítalyktina.
I stað þess að valda mér von
brigðum jókst áhugi minn á
Kulusuk um allan helming.
Þetta hlaut að vera mikið furðu
land.
Klukkan 11 flugum við inn
yfir isbreiðuna. Það var þó ekki
um samfellda ísbreiðu að ræða.
heldur miklu fremur sem sam-
fellda breiðu fljótandi ísjaka
með vökum hvarvetna á milli.
Sums staðar reis einn og einn
borgarisjaki á stangli upp ár
þessari jakabreiðu, sem tfgu-
legur kastali og óvinnandi bor°
í þessari sérkennilegu ivítu
auðn.
Nú var komið glampandi sól-
skin og ekki leið á töngu unz
þeir sem sátu hægra megir.
vélinni, sáu fjallakeðju rísa app
úr isbreiðunni lengzt út við
sjóndeildarhringinn f norðri.
fyrst ógreinilega mjög og lága,
en hún skýrðist fljótlega, færð-
ist nær og stækkaði. Brotin
tindakeðja úr gneis og granit,
sæbrött og svipmikil. Þetta var
Grænland.
Um tólfleytið flugum við inn
í mynni Angmaksalikfjarðarins,
fram hjá Gunnbjarnarskeri
Krosseyjum, Kulusuku eða
hvað hún heitir eyjan sú arna
og inn í langan og hrikalegann
fjörðinn með ferlegum kletta-
beltum og snævi þöktum tina-
um en fjörðurinn sjálfur fullur
af fljótandi isjökum, húsum og
kofum utan í fjallshlíðunum á
stöku stað og kajakar á ferð
inn á milli ísjakanna á firðin-
um. Þannig lítur Angmaksalik-
héraðið út, aðalbyggðin á aust-
urströnd Grænlands.
Eftir að flugvélin hafði flogið
í nokkra hringi yfir þetta trölls
lega land tók hún stefnuna út
fjörðmn aftur^-Revkingar bann,
aðar! Spennið>!pelp!j!i!“$fóö^allt
i einu skráð^meS^ljósastöftim
yfir dyrum stjórnklefans. —
Augnabliki síðar tók vélin niðri
á flugvellinum á Krosseyju —
öðru nafni Kuiusuk.
Við vorum komin á ákvörðun
arstað.
Framh. af 7 sfðu
þýzka hermenn á hersýning-
unni við Reims, en menn kæfa
niður slíkar tilfinningar, þegar
þeir finna hinar ríku hagkvæm-
isástæður, sem standa að baki
hreyfingunni.
De Gaulle og Adenauer eru
báðir orðnir aldraðir menn, Ad-
enauer meira að segja háaldrað
ur. Því er eðlilegt að menn
spyrji, hvort hætta sé á þvi
að hugmyndirnar um pólitíska
sameiningu myndu hrynja með
fráfalli þeirra. Byggjast hug-
myndirnar aðeins á einhverjum
persónulegum áhuga þeirra,
sem kæmi ekki til framkvæmda
ef þeirra missti við.
Evrópuhreyfingin er miklu
sterkari en svo í báðum þessum
löndum. AUir stjórnmálaflokk-
ar í báðum Iöndunum, nema
kommúnistar setja sameiningu
Evrópu efst á blað i stefnu-
skrám sínum. Og Evrópuhreyf-
ingin er sérstaklega sterk með-
al yngri kynslóðanna, sem ekki
hafa smitazt hinu gamla hatri,
en Iíta þvert á móti raunsæj-
um augum á nauðsyn samstarfs
milli þessarar nágrannaþjóða.
Og bak við sameiningarstefn-
una býr einnig sú staðreynd,
að ef þessi lönd halda fast sam
an geta þau boðið Rússum byrg
inn. Séu þau sundruð þá éiga
Rússar hægan leik, hvenær sem
Bandaríkjamenn drægju sig ti!
baka úr Evrópu.
Draumsýn Kennedys.
En það eru ekki aðeins Ad-
enauer og de Gaulle sem halda
hástemmdar ræður. Á þjóðhá
tíðardegi Bandaríkjanna flutti
Kennedy forseti ræðu á helg-
asta stað Bandaríkjanna, Sjálf-
stæðishöllinni í Philadelphiu,
þar sem sjálfstæðisyfirlýsing
Bandaríkjanna var undirrituð
fyrir nærri 200 árum,
Ummæli hans á þessum stað
vöktu álíka undrun og hin þýzk
Maður án trúar
Framh. af bls. 10.
hverri messu — hvaða gildi telj-
ið þér slíkt hafa?
— Sakramentisneyzlan styrkir
þá vitund, að hér sé 1 saman
komin fjölskylda Guðs
— Annað í sambandi við ritúa
lið?
— Ég hef tekið upp þakkar-
gjörð og helgunarbæn í mess-
unni, en ekki er gert ráð fyrir
þessum bænum í núverandi
Handbók presta Þjóðkirkjunnar.
Hins vegar gerir Messubók sr.
Sigurðar Pálssonar á Selfossi
ráð fyrir þessum liðum. Þessar
bænir eru arfur frá fyrstu
kristni, og að minni hyggju er
það f. irstæða að sleppa þeim.
Þessar bænir hafa lútherskar
kirkjur tekið upp aftur víðs veg-
ar nú á slðustu áratugum.
— Fleira í helgihaldinu hér?
— Sömuleiðis hef ég iðkað
atferli við framflutning mess-
unnar, sem ég veit, að iðkað er i
öllum deildum Vesturkirkjunnar
að einhverju leyti.
— Er það mikilvægt?
— Ég tel slíka ytri tilburði
mikilvæga að þvi leyti sem þeir
fóstra innra trúarlíf.
— Verður ekki söfnuðurinn
að læra að haga sér I kirkju —
ég meina taka þátt í athöfninni
með prestinum?
— Söfnuðurnir þyrftu einnig
að læra og temja sér ytri til-
burði. Það myndi stuðla að trú-
aruppeldi og trúarræktun og
hjálpá þeim til að úthella sér
fyrir Guði í auðmýkt og eðlilegri
tilbeiðslu.
— Hafið þér kynnt yður lít-
úrgíu sérstaklega, sr. Arngrím-
ur?
— Lítúrgískum fræðum kynnt
ist ég fyrst á háskólaárum mín-
um. Sr. Sigurbjörn Einarsson,
þáv. dósent, hélt fyrirlestra um
þetta efni, sem urðu mér sem
opinberun. Og af kynnum mín-
um við sr. Sigurð Pálsson á Sel-
fossi hef ég orðið margs vísari.
— Hafið þér siglt til fram7
haldsnáms í þeirri grein guðfræð
innar?
— Ég stundaði nám I henni
í Oxford veturinn ’58 —’59 á
vegum British Council
— Hvar í Öxnafurðu?
— Við St. Stephen’s House,
einn prestaskóla Anglíkana.
— Höfðuð þér þá ekki Iíka
andlegt samneyti við rómversk-
kaþólska?
— Þessa fyrirlestra í líturgíu
sóttu jöfnum höndum prestar
og prestsefni frá rómversk-
kaþólsku og) anglíkönsku kirkj-
unni, congregationalistum og
meþódistum og jafnvel frá grísk-
orthodoxu kirkjunni. Fyrirlestr-
arnir voru fluttir á vegum há-
skólans og því ekki bundnir
neinni sérstakri kirkjudeild.
— Ég þarf að fara í timbrið
bráðum, — segir prestur, „á
morgun þarf ég niður á Hellu til
að tala við smiðina”.
— Ein samvizkuspurning:
Trúið þér á samvinnu kaþólikka
og lútherana í uppbyggingu
Guðsríkis á jörðu?
— Það gjöri ég, þvi að hún
hefur þegar verið reynd á tak-
mörkuðum svæðum í veröldinni.
— Ein önnur: Hvað er maður-
inn án trúar?
— Dauður, svaraði prestur.
Frúin kemur inn, segir, að
bíllinn frá Hellu með timbrið
sé að koma.
— Eru annir framundan, sr.
Arngrímur?
— Talsverðar, er að fara að
láta reisa hlöðu og hesthús. Þarf
að skreppa frá, en bíðið eftir
kaffinu, segir prestur um leið og
hann snarast út.
Skömmu seinna heyrist jeppi
ræstur á hlaðinu.
- s t g r .
franska hersýning við Reims og
sýna eins og hún hve viðhorfin
hafa breýtzt.
Þegar bandarísku uppreisnar
mennirnir undirrituðu hina
frægu sjálfstæðisyfirlýsingu
voru þeir að leysa sig undan
enskum yfirráðum. Þeir stofn-
uðu nýtt ríki, nýja þjóð. Þeir
lögðu áherzlu á það, að Ame-
ríka yrði að vera frjáls og ó-
háð Evrópu.
En í ræðu sinni á þjóðhátíðar
daginn sneri Kennedy þessu við
og sagði að nú væri kominn
tími til að hugsa alþjóðlega.
I ræðu sinni las hann upp
margar greinar stjórnarskrár
innar, sern álitin hefur verið
allt að því heilög bók I Banda-
ríkjunum. En Kennedy sagði að
margar þessara greina væru úr
eltar. Hann sagði að nú stefndi
að því að Evrópa og Ameríka
hinn vestræni heimurinn sam-
einaðist stjórnmálalega. Hann
lýsti draumsýn sinni um Atl-
antshafsriki.
Ef við stöndum einir, sagði
Kennedy, þá getum við ekki
tryggt réttlæti eða innanlands-
kyrrð, þá skortir okkur afl til
að tryggja sameiginlegar varnir
og r.ryggja almennan velfarnað.
þá getum við ekki höndlað
blessun friðarins fyrir okkur
sjálf og afkomendur okkar. En
ef við tengjumst öðrum, getum
við allt þetta og margt fleira.
Og enn bætti hann við: — Ef
við erum sameinaðir eru þau
viðfangsefni sem við getum ráð
izt I og leyst nær því óteljandi.
Ef við erum sundraðir getum
við framkvæmt fátt af því.
Hugsjón fæðist.
Þessar hugmyndir Kennedys
forseta um Bandaríki Atlants-
hafsins eru hástemdar og þær
virðast ekki eins raunsæjar og
hugmyndir de Gaulle og Aden-
auers um Bandaríki Evrópu.
Margir hafa ráðizt á Kennedy
fyrir að vera alltof háfleygur
og hástemmdur, enginn raun-
hæfur grundvöllur sé fyrir slíku
bandalagi
En ræða hans sýnir þó þá
sterku sameiningarhreyfingu
sem fer um hin vestrænu lönd.
Evrópuhreyfingin smitar út frá
sér. Þó ekki sé komið að því
að Bandaríkin geri slíkt stjórn-
málasamband við Evrópu geta
orð Kennedys orðið hvatning
til Englendinga um að gerast
aðiljar að sameiningu Evrópu.
Þá yrði næsta skrefið e.t.v. að
Bandaríkjamenn kæmu með i
hópinn og síðan allur hinn
frjálsi heimur. Auðvitað líður
langur timi þar til slíku marki
yrði náð, en hitt er staðreynd,
að ný hugsjón hefur fæðzt á
sama tima og hugsjónaeldur
kommúnismans er að slokkna
út.
Fyrsta söhun
fyrir austan
Fyrsta síldin var söltuð á
Seyðisfirði I morgun hjá söltun-
arstöðinni ,,Hafaldan“ Það var
Dóra GK sem kom inn méð
þessa síld, 600 mál. Þetta mun
vera fyrsta Austurlandssíldin,
sem söltuð er. Hún var efna-
greind I morgun og reyndist
söltunarhæf. Lítur þvl út fyrir
að Austurlandssíldin sé að fitna
og eru það góð tíðindi þar eð
mikil síldveiði er fyrir austan.