Vísir - 13.07.1962, Side 7

Vísir - 13.07.1962, Side 7
Föstudagur 13. júlí 1962. VISIR Eftir Þorstein Thorarensen Þar sem skot- i grafir lágu. Reims, Epernay, Ypres, Verd un. Þannig hljóða þau örnefni sem urðu fræg og lituð bióði ungra hermanna í fyrri heims- styrjöldinni 1914-18. Þá var styrjöld skotgrafanna Hérna á leirugum völlunum fyr ir utan gömlu konungsborgina Reims, lágu skotgrafirnar kíló- metra langar í krókum og krákustigum svo langt sem aug að eygði og inn á milli þeirra fléttur af flæktum gaddavírs- girðingum Hérna lágu fjandmennirnir Frakkar og Þjóðverjar í haust- rigningum, skriðu gegnum for- arvilpuna stöðugt á gægjum með riffil sinrí eða hand- sprengju. Hér var eiturgasi hellt út og vindurinn bar það yfir að óvinaskotgröfunum. Hér birtust fyrstu skriðdrekar hern- aðarsögunnar. Hér á völlunum við Reims stóðu í nærri fjögur ár misk- unnarlausustu og ógeðslegustu bardagar við undirleik fallbyssn anna frá Krupp og Schneider Creusot. Og öll árin var barizt þar af jafnmikilli hörku og grimmd, fótgönguliðið sent fram og oft stráfellt, barizt um svo að segja hvert fótmál. En ófriðnum lauk og eftir fá- ein ár hafði grasið gróið og lagt mjúka græna slæðu sína yfir vfgvöllinn. En hinu hefðu menn þá aldrei trúað að nokkru sinni myndi gróa heilt eftir þessi ó- Á ví t eða sínum eigin augum þegar hundruð franskra og þýzkra fána blöktu saman í blænum. Hin sameiginlega hersýning Frakka og Þjóðverja við Reims var söguleg og hátíðleg stund. Og þó hersýningar séu ekki sér lega uppórvandi, þá virtist hún eiga við á þessum stað hernað- arsögunnar til að sannfæra menn um að þessar hersveitir þýzkra og franskra manna myndu aldrei framar heyja stríð sín á milli. Þannig lauk hinni opinberu heimsókn Adenauers forsætis- ráðherra Þjóðverja til Frakk- Iands. Þjóðarleiðtogarnir tveir, Ad- enauer og de Gaulle forseti óku um völlinn og könnuðu sameig inlegar hersveitir þjóða sinna. Loks staðnæmdust þeir og stigu upp í heiðursstúku meðan sveit ir franskra og þýzkra hervagnn óku framhjá en orustuþotur merktar rauðum hring franska flughersins og svörtum járn- krossi þýzka flughersins þustu yfir höfðum þeirar. í krýningarkirkjunni. Að hersýningu lokinni hófst enn hátíðlegri athöfn í dóm- kirkjunni í Reims. Kirkjan er fögur gotnesk bygging, full af sögulegum minningum. Hún var krýningarkirkja Karlunganna, hinna fornu konunga Frakk- lands. Þangað færði Jeanne d’Arc konung sinn í sigurför til krýningar. Og á henni lentu De Gaulle forseti og Adenauer forsætisráðherra aka um völlinn hjá Reims pg kanna sameiginlegarhersveitir þjóða sinna. tákna að aldalöngum fjandskap Frakka og Þjóðverja væri lokið. I stað stefndu þjóðirnar nú að nánum vináttutengslum, stjórn málalegri einingu. VIÐ REIMS samningur tekur skýrt og á- kveðið fram, að með Efnahags- bandalaginu sé ekki aðeins stefnt að efnahagslegri samein- ingu, heldur stjórnmálalegri. Það er aðalatriði og markmið sáttmálans. Engar skýjaborgir. Þeir de Gaulle og Adenauer telja að nú sé kominn tími til að framkvæma þá hugsjón. En , maður hlýtur að spyrja, þegar maður heyrir hin hástemmdu orð þeiira, hvort þetta sé nokk- uð annað en skýjaborgir. Við vitum að deilurnar við Breta um inngöngu þeirra í Efnahags bandalagið stafa af þvi að Bret- ar eru tregir að taka á sig skuldbindingar um stjórnmála- lega sameiningu. Þess vegna er de Gaulle forseti yfirleitt and- vígur því að Bretar fái inn- göngu í Efnahagsbandalagið. Hann óttast að þá dreifist kraft arnir um of, þá verði þau öfl sterkari sem vilja takmarka samstarfið við efnahagsmálin. En hvað viðvíkur sambandi Þýzkalands og Frakklands nú eru engar skýjaborgir að tala ■ um stjórnmálalega sameiningu. Hreyfingín f báðum þessum löndum er raunhæf og mjög sterk. Að vfsu hefur mörgum Frakkanum þótt nóg um að sjá Framh. á bls. 6. sköp milli þeirra tveggja stór- þjóða álfunnar, sem þarna höfðu átzt við. Ekki bætti það heldur úr skák að um 30 árum síðar óðu vélaherdeildir Þjóð- verja yfir þessar sömu grundir og gersigruðu hinn stolta franska her í leiftursókn. Táknræn hersýning. Hver gat því trúað'sínum eig- in augun' 'einn sólbjartan morg un nú í byrjun vikunnar, þegar þúsundir franskra og þýzkra hermanna höfðu stillt sér upp hlið við hlið á völlunum við Reims, ekki til að eiga sama gráa ieikinn og áður, heldur ti! að sýna I táknrænni sameigin- Iegri hersýningu, að kraftaverk ið hefur gerzt. Gömlu fjandþjóö irnar hafa sætzt i bróðu legri sameiningu. Hver gat trúað sínum eigir. eyrum, þegar lúðrasveitir lélfu fyrst þýzka þjóðsönginn — „Deutschland tiber Alles" og því næst franska þjóðsönginn „Allons enfants de la Patrie" líka nokkrar hinna þýzku sprengikúlna. Meðan þeir Adenauer og de Gaulle gengu inn eftir kirkju- gólfinu þrumaði hið volduga orgel kirkjunnar hátíðasöng sinn, svo að tónar þess fylltu hvelfingarnar. „Það er ekki nóg að boða bróðurkærleik kristindómsins" sagði Marty erkibiskup Frakk- lands í prédikun sinni, „heldur þarf að sýna hann í verki. Frið urinn er bygging sem allir góð- viljaðir menn verða að njálpa til við að reisa. Synir þýzku og frönsku þjóðarinnar vinna nú samnn að þeirn byggingu. For- tíði’n þýðir fyrirgefningu, fram tíðin sættir." Og enn hljómaði orgelið og kórinn söng hátíðasöng unz þessari eftirminnilegu messu var lokið. Næsta viðfangsefnið Evrópa. Þessir atburðir í Reims voru fullir táknmynda. Þeir skyldu Það var líka táknrænt, hvenær þessir atburðir gerðust, nokkrum dögum eftir að de Gaulle Frakklandsforseti hafði leitt Alsír-málið til lykta. Loks- ins hafð’ hann náð því lang- þráða marki að binda endi á nýlendustyrjaldirnar. Þar með geta Frakkar einbeitt sér að friðsamlegum viðfangsefnum og de Gaullc fer ekki dult með það, að næsta verkefnið er Evrópa. Þeir forystumennirnir Aden- auer og de Gaulle héldu margar ræður í síðustu viku. Þær sner- ust allar að mestu leyti um hið nána samstarf sem tekizt hefur milli þjóða þeirra og um Ev- rópuhugsjónina. Báðir voru þeir ákaflega bjartsýnir og hástemdir. Með- an Efnahagsbandalag Evrópú heldur áfram að eflast, voru þeir Adenauer og de Gaulle komnir stigi lengra í hugleiðing um sínum. Þeir ræddu um stjórnmálalega sameiningu Ev- rópu. Stofnskrá Efnahagsbanda lagsins, hmn svokallaða Rómar : euntn Kennedy flytur ræðu við Sjálfstæðishöllina í Philadelphiu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.