Vísir - 13.07.1962, Page 10

Vísir - 13.07.1962, Page 10
Föstudagur 13. júli 1962, I /0 y/isiR : : : S Að Odda á Rangárvöllum Maður án trúar Framh. af bls. 9 hafa áhuga á fegrun íslenzkra kirkna. Þau sáu líka um skreyt- ingar og aðrar tilfæringar á ann- exfunum að Keldum og Stóróifs- hvoli. Skírnarfonturinn undir Niku- lási vekur athygli. - — Hver skar út? — Ásmundur Jónsson, snikk- ari, Rangæingur að ætt . . . mun vera frá 1804. Fontinn hafa hjónin málað í hinum upphaflegu litum smiðs- ins, sem skapa klassiska stemn- ingu, minnandi á fornar altaris- bríkur, miðaldar-predikunarstóla' og jafnvel gömul skrfn og drag- kistur af íslenzkum höfðingja- setrum. Það er eins og litirnir á fontinum hafi verið þarna í mörg hundruð íslenzk ár og ekk ert breytzt, sem og annað í kirkjunni. — Segið mér eitt, prestur góður: Báruð þér þessa breyt- ingu undir söfnuðinn, áður en hún fór fram? — Að sjálfsögðu allt gert með hans samþykki, en beita þurfti nokkrum fortölum . . , — Hvers vegna? — Kostnaðurinn óx fólkinu í augu — hann var mikill, og ekki talin brýn ástæða til að breyta innréttingu kirkjunnar. — Af hverju vilduð þér breyta innréttingu kirkjunnar á þennan veg? — Breytingar voru gerðar til að auðvelda helgihald. Stækkun kórsins veldur þvf t.d., að hægt er að flytja messu með hátíð- legri viðhöfn, ef þurfa þykir, þótt kirkjan sé jítil. í mörgum íslenzkum kirkjum eru þrengsli svo mikil við altari og í kór, að örðugt er að hafa þar nojrkra við höfn, þótt tilefni gefizt. Stund- um rúmast ekki nema einn prest ur við altari, girt að honum á alla vegu með þröngum grátum, en gera þarf ráð fyrir, að þar geti þjónað þrír við viss tæki- færi án þess að allt lendi í vöfl- um. Breytingarnar á kirkjunni eru hugsaðar frá lítúrgisku sjón- armiði. Hefur mér oft virzt, að lítill gaumur hafi verið gefinn að því sjónarmiði, segir sr. Arn- grímur. \/'ið höldum út úr kirkjunni. ’ Staldrað er í kirkjugarð- inum, sem er eins vel hirtur og sameiginlegt fæðingarpláss blaðamanns og prestsins, hin nafntogaða þrifna Akureyri. — Messið þér oft? — Á hverjum sunnudegi og helgum degi að öllu forfalla- lausu. Messa getur fallið niður af veðurfarslegum ástæðum á veturna. Gengið er upp fyrir kirkjuna og setzt við sálnahliðið. Þaðan sést vel yfir garðinn. Reisulegir legsteinar eru fyrir sunnan kórvegg, horfa mót austri á Heklu, Tindaf jöll og Þrí- hyrning og yfir allt hérað. Nú er sólfar um Rangárvöllu, sem breiðast út í ríki sínu. — Hverjir hvíla þar í friði? — Skúli Thorarensen læknir, niðjar hans og ættfólk — Er þetta ættargrafreitur Thorarensena? — Það má sjálfsagt nefna það svo. — Hvers vegna eru þeir grafn ir hér í Odda? — Þeir voru sóknarbörn hér — ættaðir frá Móheiðarhvoli. Á einum bautasteini „bláa blóðsins", hávelborinheitanna af Suðimbralandi íslands, stendur þetta: Hér hvflir Skúli Thorarensen kanselliráð og riddari af Dbr. Hjeraðslæknir 56 ár hann var ekki lengur jarðbund- inn, var búinn að gleyma öllu því, sem hann hafði numið í æsku í Odda og jafnvel skírnar- nafni sínu. Spurði Jón helgi hann þá uppi og fann hann hjá meistara (tútor) hans. Hét Sæ- mundur þá Kollur. Segir svo um endurfundi þeirra í Biskupasög- um: Hjer er niður sáð forgeingi- legum líkama, en upp rís ó- forgeingilegur. Undir grafskriftinni er ein- kennisskjöldur fýsikana, fjöður- stafur og slanga, sem vefur sig upp á stöng. / Fyrir norðan kórvegg eru flat- ir, miklir steinar. Þar liggja tvær systur Gríms Thomsens, Kristín og Guðrún Þorgríms- dætur gullsmiðs á Bessastöðum, báðar prestfrúr f Odda, gifítar bræðrum, Ásmundi og Markúsi Jónssonum. Sá fyrrgreindi var afi Ásmundar Guðmundssonar, fyrrverandi biskups. TTpp af kirkjunni að vestan eru tveir hólar, heita Strympa og Vindkvörn. Þaðan er gott út- sýni. Prestur leiðir gest þangað. — Þarna eru Fornufjós, segir hann og bendir í suður og nið- ur af kirkjunni — þau eru þessi upphækkaða flöt, leifar af fjósi Sæmundar Jónssonar. í tíð hans hrundu nautahellar, syðst hér í túninu, og hefur hann þá senni- Jega reist fjós á þessum reit. Annar hóll er í Odda, frægur: Gammabrekka, liggur upp af prestshúsinu. Sumir telja, að gammi merki jarðhús, útihús, smbr. á norsku gamme. Þar sem hæst ber, sýnist vera ljóri. Herm ir sagan, að þá er síra Matthías var í Odda, hafi hann eitt sinn sent íbúum þólsins, álfunum, væna jólaköku og iagt við ljór- ann. Hafi kakan verið þegin. Önnur saga er tengd við Gammabrekku. Sæmundur fróði Sigfússon, prestur f Odda, hlaut mennt sína í Svartaskóla París- ar eins og kunnugt er, nam þar „ókunniga" fræði, var orðinn svo sprenglærður í henni, að .....En er inn heilagi Jón kom þar, sem hann var fyrir, spurði hvárr annan nafni. Inn hejlagi Jón sagði sitt nafn en Sæmundr nefnist Kollur. Jón| svarar . . .: „Ek get, at þú heitir Sæmundur ok sért Sigfússon ok fæddr á íslandi á þeim bæ, er í Odda heitir". Taldi hinn heilagi Jón þar fyrir honum, at hann kannaðist við sik ok ætt sína.l Sæmundr mælti: „Vera má, at sönn sé saga þín, ok ef svá er, þá mun finnast í túninu í Odda hóll nökkurr, sá er ek lék mér Jafnan við“. — Ok eftir þetta þá ’kannast þeir við með öllu“. Áður en gengið er til stofu, er snöggvast horft á kirkjuna og svo á hús prestsins, hvort- tveggja er í stíl, máluð í sama lit, með koparbrún þök . . . Kirkjulegt, verður manni hugs- að. I skjóli við prestshúsið gegnt eldhúsinu er lítil skemma með svartan gafl og hvítar glugga- kistur og grænt torfþak, í lát- leysi sfnu minnir hún á gömlu húsin í innbænum á Akureyri, þaðan sem sr. Arngrfmur er upp runninn. Presturinn hefur lag- fært skemmuna þanhig^'eifrs og annað á staðnum. Faðir hans er Jón Pálsson, trésmiður, af Krossaætt og ætt Jónasar Hall- grímssonar, svo að hagleikurinn er fenginn að erfðum eins og annað. Orestur tróð Capstan-tóbaki í pípu sína, bauð til sætis, þegar inn kom. Stofan andar af stemningu, sem er hvarvetna á staðnum. Það er vandi að sitja mikinn stað, og vita allir, sem til þekkja, hvernig þeim prest- hjónum hefur farnazt það úr hendi. Kvæntur er sr Argrímur I kirkjunni. frú Guðrúnu Hafliðadóttur, af Hergilseyjakyni, sonardóttur Snæbjarnar þess kunna sægarps. — Hvenær sóttuð þér um Odda, prestur? — Vorið ’46, þegar ég tók kandítatspróf var brauðinu sleg- ið upp, og ég sótti, fékk veitingu frá 1. júlí, var vígður á Akur- eyri 7. júlí ’46 og flutti mfna fyrstu messu í Odda 20. júlí s.á. — Af hverju sóttuð þér um þetta brauð? — Staðurinn var laus — annars hefði ég sótt um annað sveitaprestakall. Þegar ég kom frá prófborði, voru tvö brauð laus, Oddi og Akranes. — Af hverju vöiduð þér frem- ur Odda en Akranes? — Kom aldrei í huga minn að sækja um kaupstaðarprestakall. — Þér eruð þó úr kaupstað — ■ frá Akureyri — ekki sveitamað- ur, svo að það hefði ekki átt að vera til fyrirstöðu? f- Ég áleit, að ég dygði ekki í kaupstaðarprestakall, nýkom- inn frá prófborði. — Hvað skilur milli sveita- prests og kaupstaðarprests? — Ég hygg, að sveitaprestur þroskist eðlilegar í starfi sínu, þar sem hann hefur ráðrúm til þess að íhuga starf sitt og kynn- ast sóknarbrönum sínum, en hins vegar er kaupstaðarprest- urinn — að minni hyggju — umsetinn af allt of erilsömu starfi, sem getur verið til hindr- unar. — Gætuð þér nú hugsað yður að gerast prestur í kaupstað eft- ir veru og starf í Odda? — Já, ég tel að skynsamlegt geti verið fyrir prest að skipta um starfssvið eftir hæfilega lang an tíma. — Hvernig skilyrði eru fyrir prest á íslandi nú að giæða trú- aráhuga og kirkjusókn? — 111, þvf að allt of fáir fást til þess að vinna með prestin- um að innri uppbyggingu trúar- lífsins og mörg öfi til hindrunar, og alvarlegast þessara afla er afskiptaleysi og sjálfbirginsskap ur . . . — Hvað þá um ítök nútíma- prests í söfnuðinum? — Sjálfsagt kemur flestum saman um, að þau séu allt of lítil. En þegar presturinn þarf nauðsynlega að eiga þau ítök í söfnuðinum, að hann skilji, að prestinum er alvara með boð- skapnum, sem hann flytur um íhlutun Guðs f mannleg kjör. — Verður það gert með end- urlífgun kirkjusiða og trúar- hefð? — Áreiðanlega er þetta ein leiðin til auðugra trúarlífs.safn- aðarins . . . — Er breytingar að vænta á þessu í íslenzku þjóðkirkjunni? — Sú breyting verður fyrr en varir, því að lútherskar systur- kirkjur hafa endurskoðað tilhög- un helgihalds síns með þetta sjónarmið í huga. Framh. á bls. 6. — TTvernig væri hægt að fá fólkið til að iðka trúna og skilja mikilvægi þess? — Aðalatriðið fyrir iðkun trú arinnar er, að maðurinn sé trú- aður og skynji samfélag sitt við Guð. Þar sem þessi skynjun er ekki fyrir hendi, jáfnvel þótt trú hneigðir eigi í hlut, verður ekki um trúariðkan að ræða að neinu ráði . . . — Heyrt hef ég, að helgihald (ritúalið) hér á Oddastað sé með öðrum hætti en f flestum öðrum íslenzkum kirkjum — hefur þá breytingin þegar gerzt? — Það hefur orðið sú breyting, að alt- arinssakramentið er um hönd haft í hverri messu. Það er hin hæsta tilbeiðsla. Alltaf eru ein- hverjir, sem þetta iðka, og er einsdæmi í íslenzku kirkjunni. — Þér hafið altarisgöngu í )

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.