Vísir - 08.08.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 08.08.1962, Blaðsíða 10
10 VISIR r Miðvikudagur 8. ágúst 1962. Þrír efstu bótarnir eru Höfrungur iB, ¥íðir II og Helgi Helgason Þrjú aflahæstu skipin á síld- arvertíðinni í sumar eru nú Höfrungur II frá Akranesi með 17,020 mál og tunnur, Víði II úr Garði með 16,771 mál og tunnur og Helgi Helgason frá Vestmannaeyjum með 16,668 mál og tunnur. Um helgina var heildaraflinn á síldveiðunum orðinn 1,413,- 064 mál og tunnur er það um 215 þúsund meira en á sama tíma í fyrra. Aflinn í síðustu viku var um 225 þús. mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur eins og hér segir: Saltaðar hafa verið 225 þús. tunnur á móti 342 þús. í fyrra. í bræðslu hafa farið 1,1 milljón mál á móti 834 þús. f fyrra. í frystingu hafa farið 27 þús. tunnur á móti 19 þúsund í fyrra. Auk þeirra þriggja skipa, sem hæst voru eru þessi komin með yfir 10 þúsund mál og tunnur: Akraborg frá Akureyri 10,905, Anna frá Siglufirði 12,801, Ámi Geir frá Keflavík 10,914, Auðunn frá Hafnarfirði 11,676, Bergvík frá Keflavík 11,814, Björgúlfur frá Dalvík 11,818, Bjöm Jónsson, Reykjavík 11,432, Dofri, Patreksfirði 10,017, Einar Hálfdáns, Bol- ungarvík 10,213, Eldborg, Hafn- arfirði 16,476, Gjafar, Ves- mannaeyjum 13,184, Guðbjartur Kristján, ísafirði 10,014, Guð- björg, ísafirði 10,314, Guð- mundur Þórðarson, Reykjavík 16,349, Guðrún Þorkelsdóttir, Eskifirði 14,417, GuIIver, Seyð- isfirði 11,035, Hafrún Bolungar- vík 12,343, Haraldur, Akranesi 12,020, Héðinn, Húsavík 12,986, Hclga, Reykjavík 12,266, Helgi Flóventsson 12,142, Hilmir, Keflavík 11,540, Hólmanes, Eskifirði 10,124, Hringver, Vest mannaeyjum 12,905, Ingiber Ólafsson, Keflavík 10,222, Jón Garðar, Garði 11,767, Jón á Stapa, Ólafsvík 10,159, Leifur Eiriksson, Reykjavík 12,923, Ólafur Magnúpsoiií" AJfpreyri, 15,935, Pétur Sigurðsson, Reykjavík 11,529, Seley, Eski- firði 15,070, Sigurður, Akranesi 11,343, Sigurður Bjarnason, Ak ureyri 11,020, Skírnir, Akranesi 12,882, Sunnutindur, Djúpavogi 10, 376, Sæfari, Sveinseyri 12,505 og Þorbjöm, Grindavík 13,502. Eru 40 síldveiðiskip þannig komin með afla yfir 10 þúsund mál og tunnur. íþróttir — Framh Dls 2 í dag er talinn bezti miðvörður Bretlandseyja, og er þá mikið sagt. McGrath lék með Blackburn í úr- slitum Bikarkeppninnar 1901, geysi sterkur ieikmaður. í framlínunni eru Giles og Cant- well stærstu nöfnin. Giles er um tvítugt, og þykir eitt mesta efnið sem þar hefur verið uppgötvað. Cantwell lék lengi bakvörð með West Ham., en hefur undanfarið leikið miðherja með góðum ár- angri. Tuohy lék gegn íslandi 1958. Hann var keyptur til Newcastle f hittiðfyrra fyrir háa fúlgu. írland lék síðast gegn Austur- riki og tapaði þeim leik. Tvær breytingar eru gerðar frá þeim leik. ÍSLAND. Gegn þessu höfum við svo valið 13 menn til íriandsfarar og er lið okkar þannig skipað, talið frá markverði til v. útherja: Helgi Daníelsson (ÍA), Áfni Njálsson (Val), Bjarni Felixson (KR), Garðar Árnason (KR), Hörður Felixson (KR), Sveinn Jónsson (KR). Skúli Ágústsson (ÍBA), Þórólfur Beck (St. Mirren/KR), Ríkharður Jóns- son (ÍA), Ellert Schram (KR), Þórð- ur Jónsson (ÍA). Höfrungur II. Vörnin og framverðirnir halda sér frá leiknum við Norðmenn 9. júlí s.l., en framlínan hefur verið tekin upp og Iagfærð rækilega. Á h. kant hefur verið settur ungur og efnilegur leikmaður, Skúli Ágústsson frá Akureyri, og enda þótt hann hafi aldrei áður leikið, stöðu útherja, má ætla, að svo skynsamur leikmaður sem hann er, skili hlutverkinu eins og til verð- ur ætlazt. Innherji hans megin verður Þórólfur Beck ,sem oft ligg- ur mikið aftur og „matar“ félaga sína. Ríkharður hefur oft gegnt sama hlutverki, en er nú settur í miðherjastöðuna. Ellert Schram „brilleraði“ gegn Færeyinguni og hefur allt sumarið verið að mjaka sér nær landsliðssæti og hreppir það nú réttilega. Má vænta góðrar samvinnu hans og Þórðar Jónsson- ar eins og oft áður. Er varla hægt að álasa Lands- liðsnefnd nú fremur en oftast áður fyrir val hennar, sem er mjög erfitt og vandasamt sökum þess, hve úr litlu er að spila hjá okkur. Sem varamenn hefur Landsliðsnefnd valið Geir Kristjánsson (Fram) sem markvörð og Guðjón Jónsson (Fram) „altmuligmand“, sem getur tekið að sér nær hvaða stöðu sem er á vellinum. í landsleik þessum má ekki skipta inn á eftir að leikur er hafinn, þótt um meiðsl verði að reeða. Prófarkalesari. Dagblaðið Vísir óskar eftir prófarkalesara. Staðgóð kunnátta í íslenzku áskilin. Vinnu- tími aðallega á morgnana. — Upplýsingar í síma 1-16-60. Blaðamennska. Dagblaðið Vísir vill ráða fréttamann til starfa á ritstjórn blaðsins. Æskilegt að viðkomandi hafi nokkra starfsreynslu að baki. Umsóknir sendist framkv.stjóra Vísis, Laugavegi 178. Frenntíðgiirsffirf Garnahreinsun Ungur lagtækur maður óskast sem fyrst til að læra og stjórna nýrri garnahreinsunarvél i Garnastöð S.Í.S. Gott kaup. Umsóknir send- ist S.Í.S., deild 30. ifdrfsmaiinahnlfl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.