Vísir - 18.08.1962, Page 3
Laugardagur 18. ágúst 1962.
VÍSIR
3
Málverkið á veggnum er af Arnold Leese, sem stofnaði
brezka nazistaflokkinn á árunum fyrir stríð, eða National
Socialist Party. Þá var merki flokksins hakakrossinn eins og
hjá þýzku nasistunum og var það borið á armbindi með
brezka fánanum. Nú er hakakrossinn bannaður og í stað
hans kemur hringur með krossi í.
Það hefur lengi verið
á vitorði almennings í
Bretlandi, að bækistöð
nazistaflokks Iandsins
hefur verið í húsi einu
við Princedale-götu í
vesturhluta Lundúna-
borgar.
Nágrönnunum hefur verið lítt
gefið um þann hóp manna sem
þar hefur haldið sig og þá gesti
sem þar ber að garði. Þetta er
fjögurra hæða gamalt múrsteins
hús og notaði nazistaflokkurinn
allar efri hæðir hússins undir
skrifstofur sínar.
Þolinmæði
lögreglunnar.
En nú í sumar hafa nazistarn-
ir farið að verða uppivöðslusam-
ir. Þeir hafa efnt til útifunda
víðs vegar í Englandi og þeim
lyktað öllum á sama hátt með
ryskingum og óreglu. Þá bættu
þeir gráu ofan á svart með því
að smygla bandaríska nazista-
foringjanum Rockwell Kent inn
í landið þvert ofan í bann innan-
rlkisráðuneytisins.
Þá fannst brezku lögreglunni
kominn tími til að kanna bet-
ur hvað væri á seyði innan
veggja hússins við Princedale-
road. Lögreglan hafði að vísu
þegar komizt yfir nokkrar ljós-
myndir af starfsemi nazista í
húsinu, sem birtast nú hér við
hliðina og sýndu að myndir af
Hitler og Rudolf Hess hengu þar
á veggjum og liðið var þjálfað í
áflogum.
Húsið umkringt.
Fyrir nokkrum dögum lét lög-
reglan til skarar skríða. Hún um
kringdi húsið meðan tólf leyni-
lögreglumenn úr sérstakri deild
Scotland Yard gengu inn í húsið.
Þetta gerðist kl. átta að
morgni Nazistaforinginn Colin
Jordan sat þegar við skrifborð
sitt, þegar barið var harkalega
að dyrum hjá honum.
Eru þ'etta kommúnistar sem
eru að ráðast á okkur hrópaði
Jordán, þreif upp stól og ætlaði
að snúast til varnar. En það varð
strax ljóst að lögreglan var kom-
in, ellefu lögreglumenn og ein
lögreglukona.
Skjölum dembt
í poka.
Húsleit hófst og verkamenn
komu með stóra poka. I þá var
dembt öllum skjölum sem fund-
ust í skápum og hillum. Skjala-
bindin voru opnuð og allt sett í
pokana.
1 þá fóru einnig leðurstígvél,
gráar nazistaskyrtur, nazistafán
ar>3g nazistamerki hvers konar.
Bókum, bæklingum og flugrit-
um var raðað i kassa og allt bor-
ið niður stigana upp í stóran
sendiferðabíl, sem hafði verið
ekið upp að útidyrunum.
Leitað var á níu starfsmönn-
um. Sex þeirra voru karlmenn
og þrjár konur, sem kvenlög-
reglumaðurinn leitaði á. Tilgang
urinn var m.a. að leita að vopn-
1 bækistöð nazistanna er ungum liðsmönnum kennt að\ slást eins og stormsveitarmönnum.
Og yfir þeirri athöfn blasir risastór mynd af Rudolf Hess.
Nazistamir geyma myndir og grammófónplötur, sem eru
endurminningar frá stórveldisdögum þýzku nazistanna. Af
veggnum horfir sjálfur fuglahöfðinginn Adolf Hitler niður á
bessa uneu menn með mestu velbóknun.
um, en þau fundust ekki nema
ein startbyssa.
Myndir teknar
af veggjum.
Auðvitað gleymdu lögreglu-
meiínirnir e’8J:ITað”taka ofan af
veggjunum myndirnar af Hitler
og Rudolf íless og af Arnold
Leese stofnanda enska nazista-
félagsins „Imperial fascist lea-
gue“.
All mikill mannfjöldi hafði
safnazt, saman kringum anddyr-
ið, -kringum 200 manns, þegar
farið var að bera munina út. Rak
fólkið upp hlátur þegar það sá
myndina af Rudolf Hess en kurr
fór um mannfjöldann er hann sá
myndina af Hitler.
Húsrannsókin stóð yfir í rúm-
nr tvnnr kliikktistundir. F.nninn
nazistaforsprakkanna var hand-
tekinn og siðar um daginn fengu
blaðamenn inngöngu til foringj-
ans Colin Jordans, þar sem hann
sat við tæmt skrifborð sitt.
Auðvitað Gyðingar.
Við bjuggumst alltaf við þvl
að lögreglan yrði send af stað
til að ofsækja okkur. Það eru
auðvitað Gyðingar sem standa
fyrir þvl. Þeir eru mjög áhrifa
miklir f Englandi, sagði Jordan,
og ráða öllu í lögreglunni.