Tölvumál - 01.11.1993, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.11.1993, Blaðsíða 5
Nóvember 1993 Frá formanni 25 ára afmæli SÍ haldið hátíðlegt Eins og félagsmenn SI hafa orðið rækilega varir við þá hefur félagið okkar haldið 25 ára afmæli sitt hátíðlegt á þessu ári. Ber þar hæst stórglæsilega sýn- ingu um sögu tölvutækninnar hér á landi sem haldin var í Geysis- húsinu. Tókst þar gott samstarf milli fjölmargra aðila bæði urn uppsetningu sýningarinnar svo og um lán á búnaði. Varhúnöllum sem að stóðu til mikils sórna. Eg vil ekki gera hlut neins þar meiri en annars en þakka öllunr sem að komu hjartanlega fyrir þeirra framlag fyrir hönd stjórnar og allra félagsmanna. Formaður afmælisnefndar er Anna Kristjánsdóttir, varafor- rnaður SI. Að öðrum ólöstuðum þá er hlutur hennar mestur í því hversu vel hefur til tekist með afmælisárið. Þó því sé ekki lokið vil ég engu að síður þakka henni sérstaklega fyrir, en einnig öðrum nefndarmönnum í afmælisnefnd- inni. Breytingar á ritstjórn Nokkrarbreytingareiga sér ávallt stað á ritstjórn Tölvumála á hverju ári. Menn koma og fara en allir skilamikluog óeigingjömustarfi. Það verður seint fullþakkað. Nú kann svo að fara að annar, eða báðir, ritstjórarnir hætti um áramótin. Er þar stórt skarð fyrir skildi því báðir hafa starfað frá- bærlega að útgáfunni og sýnt ótrúlega þrautseigju og þolin- mæði við að afla efnis. Þó ég voni að þeir endurskoði afstöðu sína, þá hef ég fullan skilning á því að þeir vilji breyta til. Það er gífurlega tímafrekt að standa fyrir útgáfu Tölvumála og ekki mönnum ætlandi að standa að því langtímum saman. Sama á við um stjórnarstörf í félaginu. Þau eru tímafrek og því eðlilegt að menn skili þar ákveðnu starfi en hverfi svo úr stjórn. Eg vil nota þetta tækifæri til þess að þakka ritstjórn allri fyrir frá- bært starf en sérstaklega vil ég þakka ritstjórum þeirra framlag á liðnum árum. Nýjar áherslur í starfinu Nú er að hefjast undirbúningur dagskrár vorsins og sumarsins. Starfið verður með hefðbundnu sniði en þó er ákveðið að fjölga hádegisfundum. Það hefur sýnt sig að þeir eru vinsælt form á upplýsingagjöf til félagsmanna, stutt og hnitmiðað og taka ekki of mikinn tíma frá vinnu. Ef vel tekst til er gert ráð fyrir einum til tveimur fundum í Eftir Halldór Kristjánsson mánuði auk ráðstefna og stærri atburða sem verða með hefð- bundnu sniði. Umræða um hugbúnaðarþjófnað Nýlega varð ég fyrir þeirri reynslu að maður bað mig að gera sér þann greiða að "gefa sér" eintak af algengum notandahugbúnaði. Svarið var auðvitað nei af minni hálfu og með fylgdi ábending um þær reglur sem gilda í þessum efnum. Af þessu tilefni vil ég varpa fram þeirri spurninguhvortokkurhefur miðað í rétta átt hvað varðar það að koma í veg fyrir óheimila notkun hugbúnaðar? Skýrslutæknifélagið hefur haldið félagsfundi um leiðir lil þess að viðhorf notenda verði almennt það að nota aðeins hugbúnað sem þeir hafa að sönnu greitt fyrir. Engu að síður virðist ætla að ganga seint að kveða þennan draug niður. Eg hefi lengi talið að hann muni ekki verða að fullu kveðinn niður fyrr en verð á hugbúnaði verður með þeim hætti að notendur almennt telji sig hafa efni á að kaupa þann hugbúnað sem þeir nota. Margl bendir til þess að þróunin sé í þessa átt. I erlendum fagtíma- 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.