Vísir - 26.09.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 26. sept. 1962.
VISIR
Mynd úr vindlahring-
um af Skálholtskirkju
Hún heitir Herdís og
er Guðmundsdóttir. Er
Hafnfirðingum og reynd
ar fleirum vel kunn fyr-
ir ljósmyndir sínar. En
hún hefur verið meira
eða minna öxluð ljós-
myndavélinni s.l. 30 ár
og rekið ljósmyndastofu
í Firðinum.
En Herdís fæst við fleira en
ljósmyndir, því. fyrir nokkru
fréttum við að hún væri farin
að skapa hin fallegustu lista-
verk úr vindlahringjum.
Fékk hugmyndina fyrst
f Danmörku.
Við heimsóttum því Herdísi
að heimili hennar, Lækjargötu
12B, og fengum að skoða mynd
irnar hennar. Og því getur eng-
inn trúað fyrr en hann sér, að
úr vindlahringjum einum, sem
allflestir álíta að séu til einskis
nýtir og fleygja þeim frá sér,
er hægt að skapa hin litrík-
ustu og fallegustu, ekki of sagt
listaverk, sem gleðja augað,
sama hversu oft er á horft. Og
við byrjum að spyrja Herdísi
hvernig henni hafi dottið þetta
í hug.
— Það var að mig minnir
1948, þegar ég var á ferðalagi
í Danmörku. Mér var boðið í
mat, og þar sá ég að vindla-
hringjum af nokkuð mörgun.
tegundum hafði verið raðað sam
an undir reykborð. Datt mér
þá í hug ,hvort ekki væri hægt
að útbúa ýmislegt úr þessum
litríku hringjum. Ákvað ég því
að byrja að safna, þegar ég
kæmi heim og hugsaði ég með
mér, að ég gæti þá alltaf sett
þetta undir gler ð reykborði,
sem við eigum.
— Og svo hefurðu farið að
sanka að þér hringjum?
— Já, svo fór ég að safna og
hef notið aðstoðar margra, sér-
staklega þó eins kunningja
míns. Og ég var búin að safna
í rúm 10 ár, þegar ég byrjaði
að eiga við þetta um s. I. ára-
fnót.
— Svo hefurðu byrjað að
skapa?
— Ég var farin að hálf-
skammast mín, gagnvart þeim,
sem voru alltaf að safna fyrir
mig. Svo ég tók í mig kjark og
byrjaði.
Reykir ekki.
— Hvað var fyrsta viðfangs-
efnið?
— Það var Páfuglinn. Mig
hafði lengi langað til að búa
til páfugl.
— Svo hefur hver myndin
rekið aðra, og þú ætlar auðvit-
að að halda þessu lengi áfram?
— Ég byrjaði um áramót á
Páfuglinum. Síðan hef ég gert
fimm myndir og er með eina I
smíðum. Það er mynd af Skál-
holtskirkju eins og hún var
1772. Núpa er það aðal vanda-
málið að leita eftir munstrum
og mótívum. Það mega t.d. ekki
vera myndir, sem mikið er um
fjöll í.
— Og þá er það galdurinn,
hvernig ferðu að þessu?
— Þetta geta allir, sem vilja.
Það er aðeins að hafa nóg af
hringjunum, Þegar ég geri þess-
ar myndir, nota ég ekki nema
kannske smá part úr hverjum
hring. Klippi flesta hringina nið
ur í smáræmur. Svo lfmir mað-
ur þetta niður á karton.
— Hefur þetta ekki tekið þig
langan tíma?
— Nei, það er ekki hægt að
segja það. Ég gríp í þetta eftir
vinnu á kvöldin svona til hvíld-
ar.
— Ekki reykirðu sjálf vindla?
— Nei, nei, blessaður vertu,
aldrei reykt á ævinni. Það, sem
mér finnst einna verst, er sterkj-
an frá vindlunum, sem berst
með hringjunum.
— Hvað heldurðu að þú hafir
fengið hringi af mörgum teg-
undum?
Herdís Guðmundsdóttir með nokkrar af myndum sínum.
— Mér er alveg óhætt áð
segja 300.
Algjör nýlunda.
— Á hverju á að byrja næst?
— Nú, það er aðal vanda-
málið. Eins og ég sagði þér, er
ég í vandræðum með mótív.
. Núna er ég að ljúka við mynd
af Skálholtskirkju. Fyrst byrj-
aði ég á Páfuglinum, síðan kom
sveitabærinn. Ég hef fullan hug
á að hafa myndirnar að minnsta
kosti sjö, því börnin eru jafn
mörg.
— Heldurðu að þeir séu
margir, sém reynt hafa að gera
myndir úr vindlahringjum?
— Sjálf veit ég þess engin
dæmi. Hingað hefur komið þó
nokkuð mikið af fólki til þess
að sjá myndirnar, jafnt útlend-
ingar sem Islendingar, og ekk-
ert af þessu fólki hefur áður
séð búnar til myndir úr vindla-
hringjum. Annars er ég hissa
hversu fólk er hrifið af þessu.
Þetta getur hver sem vill, sem
áhuga hefur.
| ' \
Knappstein hinn nýi sendiherra í Washington.
JLÍinn nýskipaði sendiherra V.-
Þýzkalands í Washington,
Karl Heinrich von Knappstein,
er mjög félagslyndur maður.
Hann kann jafn ve! við sig í
óformlegum „kokkteilpartlum"
og við mjög hátíðleg opinber
tækifæri. Hann þekkir liklega
lifnaðarhætti Ameríkana betur
en nokkur annar starfsmaður
þýzku utanríkisþjónustunnar. —
Skömmu eftir 1930 stundaði
hann nám í hagfræði og félags-
fræði við háskólann í Cincinnati
í Ohio, ogf eftir síðari heims-
styrjöldina hefur hann ferðazt
mikið um Bandaríkin.
Karl Heinrich von Knappstein
hefur verið 12 ár í þýzku ut-
inríkisþjónustunni. Hann hóf
starfsferil sinn I Chicago, og
þar sem hann var fyrsti aðal-
ræðismaður Þýzkalands, varð
hann að vinna hin erfiðu störf
brautryðjandans. Árið 1951, þeg
ar Sambandslýðveldið Þýzka-
land tók aftur upp stjórnmála-
samband við önnur rlki, með
því að senda þangað sendifull-
trúa, var von Knappstein einn
hinna fyrstu, sem endurreistu
stöðu Þýzkalands á alþjóða
vettvangi utanríkismála.
A rið 1956 var hann skipaður
ambassador í Madrid, og
gegndi hann því embætti í tvö
, ár. Með miklum dugnaði, ímynd-
unarafli og aðlögunarhæfileika
efldi hann samband Spánar og
Þýzkalands, Næsta skref von
Knappstein á ferli hans í utan-
ríkisþjónustunni var, að hann
var skipaður aðstoðarráðuneyt-
isstjóri i Bonn. Honum tókst
prýðilega hið erfiða hlutverk að
samræma starf og stjórn í hin-
um ýmsu deildum utanríkisráðu
neytisins.
í maí 1960 hélt Karl Heinrich
von Knappstein aftur yfir At-
lantshafið, nú til New York sem
fulltrúi Sambandslýðveldisins
hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar
sem Sambandslýðveldið er ekki
fullgildur aðili að þessum al-
þjóðasamtökum, var von Knapp
stein aðeins áheyrnarfulltrúi.
Vegna ástandsins í Þýzkalandi
krefst þetta starf manns, sem
gæddur er beztu eiginleikum
„diplomats", og starf von Knapp
stein I New York, opinberum
mótsstað stjórnmálanna úr öll-
um heimsálfum, sannaði, að
hann var rétti maðurinn.
|Zarl Heinrich von Knappstein
er nú 56 ára, og hann upp-
götvaði nokkuð seint hæfileika
sína til utanríkisþjónustu, því
að hann hafði ekki starfað við
það á unga aldri. Að afloknu
háskólanámi gerðist hann blaða
maður og hóf feril sinn glæsi-
lega með ritstjórn hagfræði-
þátta f „Frankfurter Zeitung",
sem var eina þýzka blaðið, sem
álits naut erlendis á fjórða tug
aldarinnar. En síðari heimsstyrj-
öldin batt skjótan endi á það.
Eftir stríð sneri von Knapp-
stein sér að stjómmálum. Hann
stofnaði Kristilega demókrata-
flokkinn I Hassen ásamt Hein-
rich von Brentano, sem var ár-
um saman utanríkisráðherra V.-
Þýzkalands. Allt fram á þennan
dag hefur frjálslyndi og hrein-
skilni gagnvart vandamálum líð-
andi stundar tengt þessa tvo
menn vináttuböndum.
I : ' \ \ k-rrv; •• n *- •:\-i ( . , rr'f'h'’* 1 K ’
I \ \ { I * 1 , > , V V ■> l ' ■■ V ' ■ ‘
> r
/ \