Vísir - 26.09.1962, Blaðsíða 2
VISIR
Miðvikudagur 26. sept. 1962.
LISTON er orðinn heimsmeistari
• fm • • v jf & m
æo a ÆtmmamM 'fii JffJBilfMJi MfMisvrgh
7
D
PATTERSON MISSiR
TITIIINN ÖÐRU SINNI
Keppni Listons og Patter
sons í nótt um heimsmeist-
aratignina í hnefaleik var
útkljáð af Charles Liston
á 2 minútum og 6 sekúnd
um, en þá kom Liston
vinstri handar „hook“ á
meistarann, „sem fór í gólf
ið og var talinn út en var
að rísa á fætur, er dómar-
inn „taldi hann út“. 35000
áhorfendur voru viðstadd-
ir keppnina, þar á meðal
voru margir gamlir heims-
meistarar, sem voru kynnt
ir fyrir áhorfendum fyrir
keppnina, Joe Louis, Jack
Dempsey, Rocky Marci-
ano, Ingemar Johanson, og
James Braddock.
Liston sótti ákaft strax fyrstu
mínúturnar með vinstri hendinni
gegn kjálka Pattersons, en það
reyndist án teljandi árangurs.
Högg frá Liston í skrokk Patter-
sons gáfu honum hins vegar mörg
stig og gerðu Floyd auk þess mjög
óstyrkan og eftir aðeins 2.06 mín-
útur lá heimsmeistarinn fyrrver-
andi í gólfinu.
Þannig varð „vandræðabarnið í
bandarískum hnefaleikum" heims-
meistari og það á stytzta tíma
sem Knock-Out hefur orðið í
heimsmeistarakeppni, enda voru
Frh. á 10. bls.
Bikarkeppnin:
SkotharSir Vestmanna
eyingar / 3. umferS
TVR f Vestmannaeyjum vann
Fram-b í Bikarkeppninni með 4:0.
Er grelnilegt að við miklu má bú-
ast af þessu Iiði og ekki er ósenni-
legt að baráttan i 2. deild næsta
ár standi fyrst og fremst milli
Þróttar og Týs og e.t.v. við ísa-
fjörð einnig. Týr er eina liðið
sem kemst í „kvartfínaiinn“, sem
ekki er orðað við 1. deild, því
meðal hinna 8 liða eru Keflavik
og ísafjörður.
Fram átti fyrstu 5 mínúturnar
í leiknum á laugardaginn, og hefði
átt að geta skorað a.m.k. einu sinni
enda áttu þeir stangarskot og góð
toekifæri. Þá komust Vestmanna-
eyingar í gang og var þá ekki að
sökum að spyrja. Eftir 15 min.
kom fyrsta markið með glæsilegu
skoti Kristleifs Magnússonar, mið-
herja. Bjarni Baldvinsson skoraði
annað markið stuttu siðar, en
markið má skrifa á dómarann.
Sveini markverði var hrundið í
markinu, dómarinn stöðvaði leik-
Framhald á bls. 10.
NORÐURLANDSMEISTARAR KA 1962 — Aftari röö talið frá vinstri: Birgir Hermanns-
son, Stefán Tryggvason, Jón Stefánsson, Árni Sigurbjörnsson, Haukur Jakobsson, Sigurð-
ur Víglundsson, Halldór Kristjánsson, Þór Þorvaldsson, Hermann Sigtryggsson, formaður.
Fremri röð talið frá vinstri: Siguróli Sigurðsson, Þormóður Einarsson, Skúli Ágústsson,
Einar Helgason, Jakob Jakobsson, Kári Árnason, Friðrik Jónsson. — Eins og sjá má er lið
KA að mestu skipað leikmönnum, sem leikið hafa á íslandsmóti 1. deildar i sumar, en fjór-
ir leikmanna, þeir Jakob, Jón Skúli og Kári, hafa allir Ieikið með landsliðinu, Skúli og
Jón í sumar.
Sonny Liston hafði alla yfirburði og vann öruggan sigur. And- ^
stæðingurinn var „groggy“og högg með sitt hvorri hendi gerðu
út um sigur hans eftir aðeins rúmar tvær mínútur, eða í lok 1. lotu
NorSurlands-
meistari 1962
WcissEi sElica cmdsfæðÍBigfi sínsa
Knattspyrnufélag Akureyrar ]
varð Norðurlandsmeistari í knatt-
spyrnu 1962. Vann liðið alla sina
Ieiki með yfirburðum og skoraði
41 mark gegn 6. Þórsliðið varð
annað, en var mun lakara en KA
í keppninni. Eini tapleikur Þórs
var gegn erkióvinunum, KA, sein
vann 7:1. Siglfirðingar, sem sigr-
uðu i fyrra urðu nú í 3. sæti. Lið
héraðssambands Eyjafjarðar,
Skagafjarðar og Þingeyinga voru
mun lakari en 3 fyrstu liðin eins
og sjá má á markatöflunni með
þessari grein.
Leikir mótsins fóru fram á Ak-
ureyri, Laugum, Sauðárkróki og
Siglufirði. Tii stóð að leika að
Laugalandi i Eyjafirði, jen færa
varð leikina þaöan til Akurcyrar
vegna þess hve slæmt veður var
að Laugalandi.
Mótið hófst 11. sept. s.l. en lauk
s.l. sunnudag og er það rösk af-
grciðsla á svo miklu knattspyrnu-
móti.
Úrslit i keppninni urðu þessi:
KA 5 5 0 0 10 41:6
Þór 5 3 1 1 7 23:10
KS 5 3 1 1 7 7:7
HSÞ 5 2 0 3 4 8:25
UMSS 5 1 0 4 2 7:17
UMSE 5 0 0 5 0 4:25
INGEMAR
m SlfATTURINN
Skattayfirvöid Bandaríkjanna
tilkynntu sænska hnefaleikaranum
Ingemar Johansson að hann fengi
ekld leyfi til að yfirgefa Banda-
ríkin fyrr en liann hefur greitt
skatta þá sem á hann hafa verið
lagðir í Bandaríkjunum eftir 3
keppnir við Floyd Patterson, ein
milljón dollara samtals.
Ingemar er nú staddur í Chicago,
þar sem hann fylgdist með kcppni
Listons og Pattersons i gær-
kvöldi.