Tölvumál - 01.12.1997, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.12.1997, Blaðsíða 5
TÖLVUMÁL Orðabanki Islenskrar malstoðvar tír Dóru Hafsteinsdóttur Hinn 15. nóvember sl. efndi íslensk málnefnd til mál- ræktarþings í tengslum við dag íslenskrar tungu. Við það tækifæri var opnaður á Netinu orðabanki Islenskrar málstöðvar. Eg ætla að gera hér stutta grein fyrir sögu hans og uppbyggingu og segja frá því hvernig samstarfi Islenskrar málstöðvar og orða- nefnda og annarra höfunda orða- safna í bankanum er háttað. Aðdragandi Hugmyndin um íslenskan íð- orðabanka kom fyrst fram á fundi Islenskrar málnefndar með orða- nefndum í nóvember 1979 og strax í rnars 1980 beitti málnefnd- in sér, með Baldur Jónsson, í farar- broddi, fyrir stofnun sérstakrar undirbúningsnefndar. I nefndinni voru Baldur Jónsson formaður, Is- lenskri málnefnd, Bergur Jóns- son, Orðanefnd RVFÍ, Páll Theo- dórsson, Orðanefnd Eðlisfræðifé- lags íslands, Reynir Axelsson, Is- lenska stærðfræðafélaginu og Sigrún Helgadóttir, Orðanefnd Skýrslutæknifélags Islands. Und- irbúningsnefndinni var ætlað að skilgreina slíkan orðabanka og kanna leiðir til að koma honum á fót. Hún skilaði álitsgerð með til- lögum sem góður hljómgrunnur fannst fyrir en ýmsar ástæður töfðu frekari framkvæmdir. Skriður komst á málið þegar Islensk málnefnd hlaut styrk úr Lýðveldissjóði 1995 til að undir- búa íðorðabanka, og árið 1996 fékk Islensk málstöð styrk úr Mál- ræktarsjóði til að hanna tölvu- kerfi fyrir orðabankann. A þessu ári fékkst svo styrkur úr sama sjóði og má m.a. nota hann til að færa orðasöfn milli tölvukerfa. Verkefnið naut jafnframt góðs af nýjum tölvubúnaði sem málstöð- in eignaðist 1994. Það var gjöf frá Mjólkursamsölunni í Reykjavík sem hafði ákveðið að verja hluta af auglýsingafé sínu til að styrkja íslenska málrækt á þennan hátt. Þegar hugmyndin um tölvu- væddan íðorðabanka kom fyrst fram hugsuðu menn sér að bank- inn yrði geymdur í miðlægri tölvu með nettengdum aðgangi um útstöðvar. Þrátt fyrir tækni- byltinguna í tölvuheiminum byggist bankinn í meginatriðum á sömu hugmynd. Munurinn er sá að netið er allmiklu stærra og út- stöðvarnar fleiri því að miðlæga tölvan er tengd Internetinu. Fyrir nokkrum árum hefði að- gangurinn að orðabankanum af tæknilegum ástæðum takmarkast við staðarnet en nú geta fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar, hvar sem er í heiminum, haft aðgang að honum og nýtt sér hann á Internetinu. Innra skipulag Öll orðasöfn sem unnið hefur verið að á vegum málnefndarinn- ar eða í húsakynnum málstöðvar- innar hafa verið tölvuskráð eftir sérstöku kerfi. Tekið var mið af þessu kerfi við hönnun gagna- grunnsins. Bankinn skiptist í tvo meginhluta, vinnsluhluta og birt- ingarhluta. Almennir notendur hafa engan aðgang að vinnslu- hlutanum. Þar er efninu safnað saman til úrvinnslu, bæði orða-. söfnum í frumvinnslu og söfnum í endurskoðun. Hann skiptist í mismunandi svæði sem hvert og eitt tilheyrir höfundi tiltekins orðasafns (einstaklingi eða t.d. orðanefnd) og engir aðrir hafa fullan aðgang að. Orðabankastjóri hefur lesaðgang að vinnsluhlut- anum í eftirlitsskyni en aðeins sérfræðingur í viðkomandi grein, höfundur eða ritstjóri orðasafns- ins, getur breytt safninu. Þegar vinnu við gerð orðasafns lýkur flytur orðabankastjóri það í birt- ingarhlutann; raunar er unnt að birta einstaka hluta orðasafns jafnóðum og þeir eru tilbúnir (þannig má m.a. kynna ný orð fyrr en tíðkast við hefðbunda (bóka)útgáfu). Birtingarhluti orðabankans er hinn sýnilegi orðabanki, þ.e. sá hluti bankans sem almennir not- endur geta haft lesaðgang að. Með skjótvirku leitarkerfi má finna þar íslensk eða erlend orð, í einu eða fleiri orðasöfnum í einu, fá margs konar upplýsingar um hvert flettiorð, bæði á íslensku og þeim tungumálum öðrum sem um ræð- ir. Breytilegt er eftir orðasöfnum hvaða upplýsingar er að hafa en kerfið er byggt á sviðaskiptingu ISO 1024. I orðabankanum er jafnframt nýyrðaskrá málstöðvarinnar og að auki sérstakt svæði ætlað fyrir at- hugasemdir sem ritstjóri orða- bankans kann að vilja gera, fyrir hönd málstöðvarinnar, við söfn eða einstök flettiorð í söfnum í birtingarhluta bankans. I birtingarhlutanum er að- gangur að pósthólfi þar sem not- endum gefst kostur á að koma at- hugasemdum á framfæri, bæði við ritstjóra orðabankans og við ritstjóra einstakra safna. DESEMBER 1997 - S

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.