Vísir


Vísir - 10.11.1962, Qupperneq 5

Vísir - 10.11.1962, Qupperneq 5
VlSIR . Laugardagur 10. nóvember 1CS2 5 FLÖKT“ Því miður hafði ég ekki haft neina nasasjón af tónverkinu „Flökt“ eftir Þorkel Sigur- björnsson, sem flutt var á síð- ustu tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Ég var fullur eftirvæntingar, því maður vænt ir mjög mikils af Þorkatli — hann hefur sannarlega gefið til- efni til þess. Verkið er samið fyrir tréblást urshljóðfæri, trompeta, básún- ur og horn (tvennt af hverju), slaghörpu, hörpu, píanó, 4 fyrstu og 4 aðrar fiðlur, 4 víól- ur, 2 sello og 2 kontrabassa. „Flökt" er ákaflega heilsteypt verk og jafnvægið milli hinna ýmsu hljóðfæra hárfínt. Það hvílir viðkvæmur ljóðrænn blær yfir verkinu, en einmitt sá eiginleiki hefði komið betur Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld. fram með sveigjanlegri og á- kveðnari túlkun hljómsveitar- innar. Sem sagt, sannfærandi og tær músik. Fjölnir Stefánsson. Eldsvoði — Framh. af bls. 1. leytið í fyrrinótt. Sást hann frá höfuðbólinu Grund, sem stendur hinum megin árinnar. Gerði heim- ilisfólk á Grund slökkviliðinu á Akureyri aðvart. En er það kom á vettvang skömmu síðar var hús- ið í þann veginn að hrynja. Út- veggir hússins voru steyptir en allt annað úr timbri, Húsið vai-$3#-Í440 ára gamalt og var búið í því þar til í haust er heimamenn fluttust til Akureyrar. Bækur og nokkur búlsóð var geymd inni í húsinu og gjöreyði- lagðist það. Slys — Fannst — Framhald af bls. 1 orðinn af súrefnisskorti, en hann lá uppi f legubekk. Á gólfinu fyrir framan bekkinn höfðu legið vinnubuxur af piltin- um, en þær voru brunnar upp til ösku og sömuleiðis hafði gólf- dúkurinn sviðnað á þeim stað þar sem buxurnar höfðu legið. Annað hafði ekki brunnið né sviðnað í herberginu, en af þessu hafði það fýllzt af reyk. Það var þegar í stað beðið um sjúkrabíl og pilturinn fluttur í síjysavarðstofuna, en hann var þá svo illa kominn að flytja varð hann í sjúkrahús og strax tekið að dæla í hann súrefni. í gærkveldi er Vísir átti tal við lækni sjúkrahússins þar sem pilt- urinn lá var hann enn ekki kominn að létta á dælum þeim, sem eru við borholurnar sjálfar, en koma ekki öllu því vatnsmagni, sem úr holunum kemur, inn í bæjarkerfið vegna mótþrýstings. Holur þær við Lækjarhvamm, sem boraðar hafa verið undanfar- ið og gefa mikið vatn, verða tengdar síðar eftir þvf sem föng verða á. Vatnsmagn það, sem hitaveitan fær nú ofan frá Reykjum, er um 290 lítrar á sekúndu og er það vatn um 80 stig, þegar það kemur í geymana. Fyrir nokkru nam vatns magnið 270 lítrufn, en það getur verið nokkuð breytilegt og fer eftir úrkomu, sem þó segir ekki til sín fyrr en eftir nokkurn tíma. Þá get- ur hitaveitan. dælt inn á kerfið úr borholum innan sjálfs bæjarins um 100 lítrum á sekúndu, og það vatn er um 120 stig að meðaltali. Kvikmynd — F amhald at 16 slðu: kennum íslands. í fyrrasumar kom A. Ehrhardt til Islands og hafði þá að ein- hverju Ieyti samvinnu við Ferða- málafélagið um kvikmyndatöku hér á landi. Flugfélag íslands festi seinna kaup á kvikmyndinni, en þar koma — eins og í mynda- bókinni — öll helztu sérkenni ís- lenzkrar náttúru fram svo sem hverir og eldstöðvar, fjöll og jökl- ar, jökulár, fossar, eyðisandar og hraun. Þeim, sem sáu þessa kvik- mynd, þótti hún vera listaverk frá ljósmyndarans hálfu, en sýna | hins vegar næsta lítið athafnalíf ] bjóðarinnar, þjóðlíf og menningu. Þess vegna varð það að ráði, að ] Flugfélag íslands fékk A. Ehrhardt ; til að koma aftur til íslands í sum ar og bæta inn í kvikmyndina köH um um þetta efni. Var Ehrhardt hér í nokkrar vikur, ásamt aðstoð- armönnum 'sfnum. til að I' ika kvik mvndatökunni. og hefur þegar lok ið við að gera frumdröe að henni. Telia heir. sem séð hafa, að hún i sé afbragð'-góð og listræn í bezta laai. Myndin verður gerð bæði með íslenzku og þýzku tali, e. t. v. skeytt inn í hana hliómlist, og er nú unnið að bví að fullbúa hana Framhald af bls. 1. ir í húsinu og skildi ökumaðurinn við hana eina þar og mannlausa, en lét henni í té nafn sitt og bif- reiðarnúmer. Seinna í gærkveldi kom hann aftur til hennar að spyrj ast fyrir um líðan hennar, en hafði þá enn ekki gefið sig fram við Iög regluna. En um níuleytið gaf hann | sig fram við hana og gaf skýrslu ; í málinu. Umferðarnefnd rannsóknarlög- reglunnar vissi að einhverjir sjón- arvottar höfðu verið að slysinu og biður hún þá að koma til viðtals, helzt strax í dag. Önnur kona fékk aðsvif niður í Tryggvagötu eftir miðjan dag í gær. Hún féll í götuna, en mun ekki hafa meiðzt alvarlega, því hún var flutt heim til sín að lækn- tsskoðun lokinni í Slysavarðsstof- unni. til meðvitundar. Dr. Snorri — Fran.nalc ai bls. i. — Já, þó merkilegt megi virðast höfum við ekki þurft að vísa sjúkl- ingum á brott í einu einasta til- felli enn sem komið er. — En þetta er mikið erfiði hjá ykkur? — Það má segja að það hangi á bláþræði. Þetta gengur á meðan ekkert sérstakt eða stórt skeður, en það má ekkert út af bregða. Ef við fengjum t. d. erfiða sjúklinga nótt eftir nótt, þá er þetta ekki hægt lengur. En þangað til--• Hitaveitan — til sýningar. Hvenær það verður, er bó enn ekki vitað. Að því er Sveinn Sæmundsson. hlaðafulltrúi Flugfélagsins, tjáði Vfsi, verður sýningartími myndar- innar um hálf klukkustund, og er það hugmynd Flugfélagsins að sýna hana í kvikmyndahúsum bæði heima og erlendis og einnig á ann- an hátt að nota hana í landkynn- ingarskyni, svo sem til sýningar í ferðaklúbbum víðs vegar um heim, á sýningarfundum ferða- skrifstofa o. s. frv. Anna Borg — Framhaid af bls. 9 seinni hluta dags og um kvöld. Það versta við þetta var, að ég fékk hvert gallsteinakastið Frænkan í 20. sinn Gamanleikurinn „Hún frænka mín“ verður sýndur í 20. sinn næstkomandi sunnudag. Þetta er léttur gamanleikur, sem kem ur öllum f gott skap. Leikur- inn fjallar um Mame frænku, sem er mjög sérstæð persóna. Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik- ur þessa broslegu persónu á mjög sérstæðan og skemmtileg- an hátt. Myndin er af Guðbjörgu og Stefáni Thors í hlutverkum sínum. (Frá Þjóðleikhúsinu) á fætur öðru og loks fékk ég hræðilegt kast á hverjum degi. fy'Jorguninn, sem lokaæfingin átti að vera á ímyndunar- veikinni, vaknaði ég með kvöl- um. Ég gat varla skriðið fram úr rúminu. Ég hringdi til lækn- isins, sem var góður vinur okk- ar, og spurði hvort hann gæti ekki gefið mér eitthvað til að draga úr kvölunum. — Ég skal strax koma, svar- aði hann, en þá verður þú að vera undir það búin að ég gefi þér sprautu og þá er ekki um annað að gera en að aflýsa sýn- ingunni. Aflýsa. Það kernur ekki til mála. Vertu sæll, sagði ég og lagði símtólið á. Mér tókst að klæða mig og farða, þótt sársaukinn væri svo óþolandi, að tárin kreistust út af hvörmum mínum. Ég gat ekki rétt bakið, ég gat varla andað, ég gat ekki talað. En inn á sviðið fór ég og ég talaði, hló, dansaði, skríkti og gerð’ að gamni mínu, eins og ekkert hefði í skorizt. Ég skil ekki sjálf hvaðan ég fékk kraft til þess. Maður skal, og þá gerir maður það. En strax og sýningunni var lokið, fór ég f keng af sársauka og kvölum. Loks var kastið liðið hjá og ég hvíidi mig dálítið í leikhúsinu, farðaði mig upp á nýtt og stóð aftur á sviðinu um kvöldið, nú sem Jeanne d’Arc jpjegar maðurinn minn heyrði að ég væri Veik, fór hann í skyndi til Reykjavíkur til að fylgja mér heim. Þegar hann kom til Reykjavíkur, gat hann varla þekkt mig, svo mögur og þreytuleg var ég orðin. Nú sagði ég leikhússtjóranum, að ég yrði að hætta að leika, en hann bað mig um að leika aöeins einu sinni enn. — Jæja þá, sagði ég. Og hálftíma síðar hringdi hann aftur til mín og sagði: — Það er uppselt á næstu sýningar, get- urðu ekki leikið einn dag til við- bótar? F-g leit til mannsins míns — Þér er ekki við bjargandi sagði hann. Og ég lék fjóra daga til viðbótar og það þótt ég yrði stöðugt að þola hinar versti: gallsteinakvalir. LID0 opnað fyrír æskuna Læknamálið - Framhald at bls 1 málinu er að Hæstiréttur tekur niðurstöður Félagsdóms í mál- inu til athugunar og kveður upp dóm sinn eða úrskurð. En eins og kunnugt er gekk úrskurður Félagsdóms gegn málsstað Iæknanna og taldi dómurinn sig bæran að fjalla um málið. Því vill lögmaður læknanna fá hnekkt með áfrýjuninni. Venjulegui gangur áfrýjunar- mála fyrir Hæstarétti er sá að rétturinn hefir viku til þess að athuga málið. En í þessu tilfelli má vera að styttri frestur líði þar til rétturinn kveður upp úr- skurð sinn. Framhald af bls. 16 bora eru þrjár .njög góðar, en það telja verkfræðingar holu, sem gefui um 20 lítra á sekúndu af vatni, sem er yfir 100 stiga heitt. Fjórða holan gefur 4-5 lftra á sekúndu, en hinar tvær hafa ekki gefið neitt að ráði. Gufuborinn mun aðallega verða notaður f þágu hitaveitunnar á næstunni, megin áherzla lögð á að fullnægja þörfum hennar f sam- bandi við aukningu hennar. Þá fékk Vísir þær upplýsingar iijá Jóhannesi Zoöga, -ð nú væri unnið kappsamlega við að tengja holuna fyrir æstan Bílasmiðjuna við kerfi hitaveitunnar. Jafnframt er verið að koma upp millidælu- stöð á svæðinu fyrir norðan Lauga veg móts við Bolholt. Á dælustöðin Nú hefur í fyrsta skipti á Is- Iandi verið opnaður skemmtistað- ur, sem eingöngu unglingum á aldr inum frá 16 til 21 árs^ er ætlaður. Ekki mun þó lokað dyrurn fyrir öðrum, sem þarna vilja skemmta sér án áfengis. Staður þessi er veitingastaðurir; Lido, sem flestum mun þegar kunnjgt af fregnum blaða. í gærkvöld var staðurinn opnað- ur og ungmenni borgarinnar tóku staðnum með mikilli gleði, að þ"í ei virtist. Ef svo kynni að fara að áfengi fyndist hjá einhverjum, má hann búast við því að hann og allir hans félagar fái ekki að sækja skemmtanir á staðnum. Ef að á- fengi finnst á staðnum getur sá sem það finnst á, reiknað með því að honum og öllum vinum hans verði vísað út. Veitingahúsið hefur ákveðið að öll þess starfsemi skuli vera án vínveitinga og mun neita allra þeirra ráða sem ta k eru til að koma í veg fyrir vínneyzlu á stað..- um. Fyrsta skilyrðið til að æsku- skemmtistaður geti staðizt er það að enginn sé þar undir áhrifum áfengis. Selt mun verða inn í Lido á kvöldin, á föstudögum kr 35, á laugardögum kr. 50 og á sunnudögum kf. 25. Á staðnum verða á boðstólum gosdrykkir, mjólkur- og ísdrykkir ásamt sælgæti, pylsum og hamborg urum. Var ekki hægt annað að sjá þá stuttu stum-' sem blaðamenn voru með unga 'ólkinu að það skemmti sér hið bezta við hina á- gætu tónlist hljómsveitar Svavars Gests og félaga hans. Lido.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.